Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, september 14, 2006

Rockstar pælingar..

Eftir að ég sá loka-performance þáttinn í gær fannst mér það bara vera í loftinu að Magni færi heim. Fýlusvipurinn á Tommy og skítacommentið sem fylgdi í kjölfarið, sagði okkur bara eitt: Tommy vildi ekki bjóða Mr. Iceman að leika í sandkassanum sínum.

Voru þeir að dissa Magna svona í lokin? Nei.. það held ég ekki, þó svo að mér hafi þótt hrokinn í Tommy með öllu óþarfur. Innst inni fannst mér þó eins og Magni væri búinn að pakka í huganum, sáttur eftir amstur sumarsins. Enda má hann vera sáttur, glaður, endurnýjaður og endurfæddur. Magni er kominn í allt allt annan status en hann var í áður. Hann er búinn að fá þá viðurkenningu sem hann á svo sannarlega skilið. Fólk hér heima (þar á meðal ég) fór að meta sönghæfileika hans sem eru ótvíræðir.

Og nú er búið að kynna sigurvegarann.. Rossi Possi. Sjálfri fannst mér Dilana vinna svo á í lokin að hún hefði átt að hirða þetta. Mér finnst hún hæfileikaríkari, en hún þarf heldur ekkert á Supernova að halda. Lukas átti þetta skilið. Klöppum fyrir öllum dráttunum sem hann á eftir að fá í kjölfarið:)

Supernova vildu "freaky" týpu í hljómsveitina sína, "freaky" týpu fengu þeir. Til hamingju með það.

Fyrst og fremst óska ég Magna Ásgeirssyni hjartanlega til hamingju með frábæra frammistöðu!!! Djöfull er þessi gaur magnaður söngvari!! THAT BOY CAN SING DAMN!

Nú er Rockstar runnið sitt skeið, ég var farin að venjast því að vaka frameftir tvær nætur í viku, full af eftirvæntingu. Best að venjast því að fá eðlilegan nætursvefn næstu vikur.

Adjö...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home