Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, september 11, 2006


Remember, remember last september.....

Í dag eru 5 ár liðin frá hörmulegu atburðunum sem áttu sér stað í New York.

Afleiðingar þessa atburða hrintu af stað annari atburðarrás sem virðist engan endi ætla að taka.

Mikil spenna ríkir í Bandaríkjunum þar sem nýjustu tölur sýna að nær þriðjungur Ameríkana telja að Bandaríkjastjórn hafi átt aðild að árásinni á WTC.

Nýlega kom Donalds Rumfeld fram í sjónvarpsviðtali og sakaði þá sem ekki eru pro-Bush, um að vera engu betri en nasistar. Þá loksins fengu fréttamenn og almenningur nóg.... hver líður að vera kallaður nasisti fyrir að benda á hið augljósa?

Eftir Patriotic-act þora Bandarískir ríkisborgarar ekki að tjá sig opinberlega og lýsa yfir vanþóknun sinni á þessu hörmulega ástandi sem ríkir núna í landi þeirra. Það er útaf því að Patriotic-act heimilar að einstaklingur sé handtekinn og settur í varðhald að ósekju, án ákæru, fyrir það eitt að vera föðurlands-óvinur. En í því getur einmitt falist það eitt að tala á móti stjórninni.

Staðreyndin er þessi: Eftir að Bush ríkisstjórnin komst til valda, hafa Bandaríkin verið á hraðri niðurleið efnahagslega. "Statusinn" sem þetta land hafði áður er gjörsamlega farinn fyrir bí.

Næst þegar að "hryðjuverkaárás" verður sviðsett á svona aumkunarverðan hátt, og fleiri saklausir gjalda með lífi sínu, mun ríkisstjórnin (eða þeir sem starfa á bakvið tjöldin) notfæra sér það. Menn verða kallaðir til í herinn og heimsbyggð látin halda að það sé allt í nafni réttlætis, til að verjast "terroristum" sem fela sig í hellum eyðimarka Evrópu.
Það er verið að stefna okkur í heimsstyrjöld.
Er okkur sama?

Því miður...því miður.... eru enn 5 ár í næstu kosningar. Það þýðir að þessi stjórn hefur feikinógan tíma til aðgerða sem þeim henta best.

Hugur minn er hjá öllum sem eiga um sárt að binda eftir 9/11

Peace
Erna Björk

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Eru 5 ár???

Ég hélt að þau væru ekki nema 4....

Athyglisverð pæling samt...

Guðni

2:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það eru bara tvö ár í forsetakostningar í Bna, kjörtímabilið eru fjögur ár

9:03 e.h.  
Blogger Erna Björk said...

Takk fyrir þetta Guðni og Alla:) Rétt skal vera rétt!

11:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home