Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, september 04, 2006

Coke? Pepsi?

Mér finnst alltaf svo ótrúlega fyndið þegar ég afgreiði fólk og býð því eitthvað að drekka. Flestir svara að bragði: Já eina kók takk! Þá tilkynni ég þeim að við séum því miður ekki með Kók heldur Pepsi. Fólk sem elskar kóksopann er ekki á eitt sátt við að það sé ekki Kóka Kóla á boðstólnum.

Nú það sem ég vildi sagt hafa.....

Það er hægt að skipta viðbrögðum "kókista" við áðurnefndu kókleysi, í nákvæmlega tvo flokka (Þessar niðurstöður hef ég fengið eftir háþróaða og hátæknilega rannsóknarvinnu mína sem gengilbeina undanfarnar 4 vikur).

Flokkur1: Tuð, maldað í móinn... uppgjöf.
Fólk í þessum hópi horfir á mann mjög hörundsárt og setur stút á varirnar eins og lítl börn. Svo tuðar það aðeins, maldar í móinn og gefst svo upp fyrir þessum ógnaröflum Egils Skallagrímssonar. Þegar uppgjöfin er í höfn eiga margir í þessum hóp það til að segja: Já... PESPÍ verður það víst, PESPÍ!!!!... svona eins og til að uppnefna blessaðan drykkinn.

Flokkur2: Allt fyrir kókið.
Í þessum flokki er fólkið sem grípur andann á lofti þegar maður segir þeim að Pepsí ráði ríkjum. Eftir mikla umhugsun horfir þetta fólk þungbrýnt á mann og segir annaðhvort:
a) En... hérna.... eigið þið ekki Kók þarna einhversstaðar á bakvið?
b) Ef ég borga aukalega, getið þið þá reddað Kóki?

Ok, það eru kannski ekki hægt að skipta fólkinu svona í tvo hópa.... eeeeen, allt þetta hefur gerst, og það þó nokkrum sinnum. Mér finnst það alveg DREPFYNDIÐ!!

Poteitó, potató... mér finnst enginn merkjanlegur munur á þessum drykkjum. Get a life!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Erna ertu eitthvað veik..... Það er himinn og haf á milli kóks og pepsís bara svo við höfum það á hreinu

8:05 f.h.  
Blogger Erna Björk said...

NEIBBS... sama glundrið! :)

5:32 e.h.  
Blogger Erna Björk said...

og vertu ekki svona sár þó að kærastinn þinn sjái um auglýsingaherferðina hjá Vífilfell;)

5:37 e.h.  
Blogger Íris Sig said...

Hehehe var einmitt að fara að segja að hann Ingi myndi nú EKKI vera sammála þér :)

10:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það kemur því nú bara ekkert við. Ég finn bara mjög mikinn mun á kók og pepsí. Þessi munur felst ekki endilega í bragðinu heldur frekar í ,,áferðinni" á gosinu, þ.e. að kókið er mjög gosmikið og stingur í hálsinn en pepsíið er meira svona eins og froða einhvern veginn. Þá er ég að tala um gosið í lokuðum umbúðum. Þegar þetta kemur úr dælu líkt á á pizza hut er hvort tveggja frekar glatað. En þó finnst mér kókið nú alltaf miklu betra, burt séð frá því hvar Ingi er að vinna

2:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu ekki að grínast með hóp nr 2? hehe...segðu þeim bara að þú skulir redda kóki ef þau borga aukalega og settu svo pepsi í glösin þeirra og hirtu aukapeninginn!

7:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ hvað er að frétta af þér? Hvar ertu að vinna:) En allavega, ég veit að þú ert með msn, svo endilega addaðu mér inn hjá þér kjútípæ:) Msn:bylgja_dogg@hotmail.com
kveðja frá danmörku
Bylgja Dögg

9:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home