Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

OMG..

Ég bara get ekki setið á mér lengur!!....ég verð að tala um Rockstar!!!

Mér fannst greinin í Fréttablaðinu alveg hreint frábær. "Magni blóðgaður af Dilönu!", mér datt í hug eitthvað úr Íslendingasögum þegar ég las þetta hahahaha:D
Vitið þið ég er samt ansi hrædd um að stelpugreyið sé búin að eyðileggja mikið fyrir sér með síðustu tveim vikum. Ég hugsa ef að hún endi í botnsætinu í kvöld (sem er reyndar ólíklegt miðað við aðdáendahóp hennar), þá hreinlega neyðist Supernovarnir til að senda hana heim. Það myndi aftur gera þessa keppni sérlega áhugaverða og breyta inntakinu gjörsamlega að mínu mati *excellent* (rúlla puttum eins og Mr. Burns). Smá hugleiðingar um þá sem eftir eru.

Toby: Fyndinn, sætur, en ekkert sem heillar mig mikið meira en það. Finnst hann eiginlega miklu meiri sveitaballasöngvari en Magni hahahaha:D
Hvað gæti gerst? Hann gæti farið heim í kvöld og flogið beint til Íslands á þriggja vikna fyllerý með Mínus.

Dilana: Vá... ég var handviss að hún myndi taka þetta í nefið... en nú er ég ekki eins viss. Kannski verður leiðin niður jafn hröð og leiðin niður?
Hvað gæti gerst? Gæti unnið þetta, hún gæti blóðgað fleiri... og gæti hreinlega fengið að kenna á því í kvöld og vera send heim.

Storm: Mér finnst hún kúl týpa. Pant líta út eins og hún þegar ég verð 37!!!!
Hvað gæti gerst? Hún gæti farið heim í kvöld en þá á Tommy Lee pottþétt eftir að bóna hana;)

Lukas: Úffff.... sorry, get ekki horft á hann, get ekki hlustað á hann. Hann og Dilana eru eins og einhver disfunctional fjölskylda.
Hvað gæti gerst? Hann gæti týnt augnblýantnum sínum:)

Ryan: The dark horse að sönnu... en er nóg að hann hafi komið út úr skelinni svona í blálokin? Hann er líka hræðilega stífur á sviði en frumsamda lagið hans var að mínu mati mjög gott:)
Hvað gæti gerst? Hann gæti vel unnið þetta.... og þá kannski brosað í leiðinni.

Magni: Hann er besti söngvarinn. Hann er lang alþýðlegastur af keppendunum. Eina sem vantar nú hjá Magna er að láta reyna á frumlegheitin og frumkvæðið. Annars er augljóst að keppendur og hljómsveitin elskar hann.... áhorfendur líka. Það veltur ALLT á næstu tveimur þáttum hvort hann nái að festa sig algjörlega í sessi sem sigurvegar.
Hvað gæti gerst: Það gæti allt gerst.... nema að honum vaxi mikill hárlubbi;) (góðlátlegt grín).

a)Hver haldið þið að vinni?
b)Hver viljið þið að vinni?
c)Hver vonið þið að vinnið alls ekki!

coooommmmmmmeeeeennnntttttt

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vil alls ekki ad Storm vinni, thad yrdi bara frekar leidinleg hljomsveit. Hun er voda saet, en neiiii.

Held ad Ryan eigi goda moguleika, jafnvel Dilana og thott thad vaeri frabaert ad Magni myndi vinna finnst mer bara eitthvad svo oliklegt ad Islendingurinn sjalfur verdi adalsongvarinn i thessari hljomsveit!!! Hann er frabaer en myndi hann ekki hverfa fyrir framan thessa gaura... spurning! Er reyndar morgum vikum eftira ad horfa a thetta en vegna adgerdarleysis i vinnunni er eg buin ad vera ansi dugleg vid ad skoda siduna hehe.

9:36 f.h.  
Blogger Erna Björk said...

Ég get t.d. sagt fyrir minn smekk að ég held að Dilana vinni þetta.
Ég vil að annaðhvort Dilana, Magni eða Ryan vinni þetta.
Ég vona að Lukas vinni ekki... en mér finnst voða leiðinlegt að segja það því mér finnst þau sem eru eftir vera mjög sterkur hópur af einstaklingum.

Díana.. ef þér leiðist í vinnunni, þá vantar mig enn húshjálp *blikk blikk*

7:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Við erum ógó sammála Erna með flest allavega ! Reyndar held ég að Dilana hafi ekkert skemmt svo mikið fyrir sér því hún baðst afsökunar og Dave Navarro sagði sjálfur að hún væri ennþá mjög sigurstrangleg í keppninni !

Ég held að hún vinni og ef það verður ekki hún þá finnst mér Ryan alltaf að verða meiri líklegur.

Ég vona auðvitað að Magna gangi vel. En ég veit aftur á móti ekki hvort ég vilji að hann vinni því ég hugsa að hann henti ekkert fyrir þá, þannig að ég vona bara að Dilana vinni !

Ég vona svo innilega að ógeðisbarnið (sorry, veit þetta er ljótt orð!) hann Lukas vinni ekki. Mér finnst hann óendanlega pirrandi gaur...

7:41 e.h.  
Blogger Erna Björk said...

og þú ert?? :)

9:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man nú þegar maður var að VONA að hann myndir haldast inni í kannski svona 1-2 þætti..jafnvel 3 ! :)

Annars finnst mér Dilana sigurstranglegust og þó ég haldi auðvitað með Magna þá langar mig samt ekkert svo mikið til að hann vinni...væri miklu flottara að komast í úrslitaþáttinn, koma sér duglega á framfæri og geta svo samið við þá sem hann vill og gert það sem hann langar til í staðinn fyrir að fá bara samning upp í hendurnar sem hann er í raun búinn að undirrita nú þegar og vera bundinn við þessa gaura.. en það er bara mín skoðun :)

7:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er rosa erfitt að segja hvernig þetta fer allt saman. En eitt tel ég nokkuð víst og það er að Storm fer næst fyrst Ryan fór núna. Spurningin er hinsvegar hvort tveir fari næst eða hvort þessi house band rúmor er á réttur, þ.e. að þeir ætli að velja sér söngvara úr hópnum. Mér finnst Toby hins vegar vera allur að koma til, þó hann se soldið college legur. En ég set mína peninga á að Magni verði með í úrslitaþættinum, með hverjum er hins vegar erfitt að segja.

7:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home