Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Ég er enn hér!

Ég hef verið tölvulaus í soldið langan tíma núna, en nú er ég enn á ný nettengd og það er bara gaman:)

Anywho, ég er alltaf voða glöð að sjá hvað Oddný og Bylgja frá Svanalandi eru duglegar að kíkja hingað inn. Ég hugsa mikið til ykkar stelpur mínar. Spurningin er bara þessi, hvenær er hittingur????

Nú er ég alveg á miljón og tíu að vinna á Pizza Hut og í kvöldskóla í HR. Ég verð bara að segja að fyrsta vikan var hroðalega erfið. Ég var eins og undin tuska... sussubía. Skólinn er virkilega áhugaverður en ég verð bara að segja að ég er með smá hnút í maganum. Góðu fréttirnar eru þær að það er spennuhnútur en ekki kvíðahnútur. Þetta eru mjög mikil viðbrigði, ég sakna gömlu skólafélaganna og kærastans, en ég er tilbúin að takast á við ný og spennandi verkefni.
Allt í lífi mínu þessa stundina snýst um að hafa hvatann til þess að framkvæma og ég þarf að leggja áherslu á að fara vel með peningana mína, læra og kannski skalla mér í smá líkamsrækt. En við skulum ekki gerast of stórtæk hehehehe.
Þetta er stutt og ómerkilegt blogg.. aðeins að láta vita að ég er á lífi. Ég vil að lokum minna ykkur á að kjósa Magna. Maðurinn er að standa sig stórvel og það er ekki komið að heimför fyrir hann strax:)

Later...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home