Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Djöfuls kelling....


Ég átti alveg priceless moment fyrir utan Nordica hótel í gær. Ég var að flýta mér í skólann, hélt á kaffibolla meðan ég talaði í símann og settist inn í bílinn minn. Þegar ég hafði lokið samtalinu (verulega annars hugar) setti ég bílinn minn í gang. Í öllu hugsunarleysinu sá ég ekki að bílinn var í gír, þar af leiðandi steig ég ekki á kúplinguna og *hóst* bílinn hikstaði og þaut fram á við. Ég var aðeins hársbreidd frá því að þrusa nefinu á stálgirðingu fyrir framan mig en betri vitsmunir mínir tóku til sinna ráða og ég steig á bremsuna í tæka tíð (fjúkk). Ég sat í bílnum dágóða stund í sjokki og krossaði mig fram og til baka, þakklát fyrir að ekki fór ver. Í öllu mínu þakklæti finn ég fyrir alveg stingandi augnráði... lít mér á vinstri hönd og sé mann í bílnum við hliðina á mér horfa á mig með þessum líka svip. Stelpur þið þekkið þennan svip hjá karlpeningnum. Það er þessi svipur hneykslunar sem kemur aðeins upp þegar kvenmaður er við stýri og karlmanni líkar ekki aðfarirnar. Ég las það bara úr andliti hans "djöfuls kellingar, kunna ekki að keyra". Ég leit á hann til baka og ætlaði svo að halda kúlinu... en ég varð svo vandræðaleg og það eina sem ég gat gert var að brosa með tunguna út um munnvikið, halla undir flatt og yppa öxlum.... rétt eins og ég væri að staðfesta að þarna væri með sönnu stelpuhálfviti við stýrið... ooooohhhh, kúlið farið!!! Á leiðinni út úr bílastæðinu lít ég í baksýnisspegilinn og sé að hann horfir á eftir mér, enn með kjálkann á gólfinu og hnyklaðar augabrúnir. Hvað haldið þið að hafi gerst þá??? einhver vespudjöfull flaug í andlitið á mér. Skelfing mín var slík að ég negldi niður bílnum, opnaði bílrúðuna og fleygði mér öskrandi til hliðar. Litla paddan lét sig hverfa út um gluggann mér til mikillar gleði, en þá ég gerði mér náttúrulega grein fyrir því að mannfjandinn var enn að horfa á mig og stórkostlegar aðfarir mínar. Blóðið hafði skotist með ógnarhraða í andlitið á mér, ég fann æðina á enninu standa út eins og trjágrein.... vá þvílík skömm. Ég vissi það.. BARA VISSI ÞAÐ að á næsta pókerkvöldi myndi þessi maður fórna höndum og kunnáttuleysi kvenmanna við stýrið, og félagar hans myndu hrista hausinn og umla í kór: djöfuls kellingar að keyra.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Haaaahahaha..snillingur! :)

11:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahahahahaha, thu ert algjor meistari!!! Takk fyrir ad hringja i gaer, alltaf gott ad tala vid thig x

9:28 f.h.  
Blogger Íris Sig said...

híhíhíhíh ég bara get ekki hætt að tísta.. Sé þetta SVO fyrir mér :) hahahah

10:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home