Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Djöfuls kelling....


Ég átti alveg priceless moment fyrir utan Nordica hótel í gær. Ég var að flýta mér í skólann, hélt á kaffibolla meðan ég talaði í símann og settist inn í bílinn minn. Þegar ég hafði lokið samtalinu (verulega annars hugar) setti ég bílinn minn í gang. Í öllu hugsunarleysinu sá ég ekki að bílinn var í gír, þar af leiðandi steig ég ekki á kúplinguna og *hóst* bílinn hikstaði og þaut fram á við. Ég var aðeins hársbreidd frá því að þrusa nefinu á stálgirðingu fyrir framan mig en betri vitsmunir mínir tóku til sinna ráða og ég steig á bremsuna í tæka tíð (fjúkk). Ég sat í bílnum dágóða stund í sjokki og krossaði mig fram og til baka, þakklát fyrir að ekki fór ver. Í öllu mínu þakklæti finn ég fyrir alveg stingandi augnráði... lít mér á vinstri hönd og sé mann í bílnum við hliðina á mér horfa á mig með þessum líka svip. Stelpur þið þekkið þennan svip hjá karlpeningnum. Það er þessi svipur hneykslunar sem kemur aðeins upp þegar kvenmaður er við stýri og karlmanni líkar ekki aðfarirnar. Ég las það bara úr andliti hans "djöfuls kellingar, kunna ekki að keyra". Ég leit á hann til baka og ætlaði svo að halda kúlinu... en ég varð svo vandræðaleg og það eina sem ég gat gert var að brosa með tunguna út um munnvikið, halla undir flatt og yppa öxlum.... rétt eins og ég væri að staðfesta að þarna væri með sönnu stelpuhálfviti við stýrið... ooooohhhh, kúlið farið!!! Á leiðinni út úr bílastæðinu lít ég í baksýnisspegilinn og sé að hann horfir á eftir mér, enn með kjálkann á gólfinu og hnyklaðar augabrúnir. Hvað haldið þið að hafi gerst þá??? einhver vespudjöfull flaug í andlitið á mér. Skelfing mín var slík að ég negldi niður bílnum, opnaði bílrúðuna og fleygði mér öskrandi til hliðar. Litla paddan lét sig hverfa út um gluggann mér til mikillar gleði, en þá ég gerði mér náttúrulega grein fyrir því að mannfjandinn var enn að horfa á mig og stórkostlegar aðfarir mínar. Blóðið hafði skotist með ógnarhraða í andlitið á mér, ég fann æðina á enninu standa út eins og trjágrein.... vá þvílík skömm. Ég vissi það.. BARA VISSI ÞAÐ að á næsta pókerkvöldi myndi þessi maður fórna höndum og kunnáttuleysi kvenmanna við stýrið, og félagar hans myndu hrista hausinn og umla í kór: djöfuls kellingar að keyra.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

OMG..

Ég bara get ekki setið á mér lengur!!....ég verð að tala um Rockstar!!!

Mér fannst greinin í Fréttablaðinu alveg hreint frábær. "Magni blóðgaður af Dilönu!", mér datt í hug eitthvað úr Íslendingasögum þegar ég las þetta hahahaha:D
Vitið þið ég er samt ansi hrædd um að stelpugreyið sé búin að eyðileggja mikið fyrir sér með síðustu tveim vikum. Ég hugsa ef að hún endi í botnsætinu í kvöld (sem er reyndar ólíklegt miðað við aðdáendahóp hennar), þá hreinlega neyðist Supernovarnir til að senda hana heim. Það myndi aftur gera þessa keppni sérlega áhugaverða og breyta inntakinu gjörsamlega að mínu mati *excellent* (rúlla puttum eins og Mr. Burns). Smá hugleiðingar um þá sem eftir eru.

Toby: Fyndinn, sætur, en ekkert sem heillar mig mikið meira en það. Finnst hann eiginlega miklu meiri sveitaballasöngvari en Magni hahahaha:D
Hvað gæti gerst? Hann gæti farið heim í kvöld og flogið beint til Íslands á þriggja vikna fyllerý með Mínus.

Dilana: Vá... ég var handviss að hún myndi taka þetta í nefið... en nú er ég ekki eins viss. Kannski verður leiðin niður jafn hröð og leiðin niður?
Hvað gæti gerst? Gæti unnið þetta, hún gæti blóðgað fleiri... og gæti hreinlega fengið að kenna á því í kvöld og vera send heim.

Storm: Mér finnst hún kúl týpa. Pant líta út eins og hún þegar ég verð 37!!!!
Hvað gæti gerst? Hún gæti farið heim í kvöld en þá á Tommy Lee pottþétt eftir að bóna hana;)

Lukas: Úffff.... sorry, get ekki horft á hann, get ekki hlustað á hann. Hann og Dilana eru eins og einhver disfunctional fjölskylda.
Hvað gæti gerst? Hann gæti týnt augnblýantnum sínum:)

Ryan: The dark horse að sönnu... en er nóg að hann hafi komið út úr skelinni svona í blálokin? Hann er líka hræðilega stífur á sviði en frumsamda lagið hans var að mínu mati mjög gott:)
Hvað gæti gerst? Hann gæti vel unnið þetta.... og þá kannski brosað í leiðinni.

Magni: Hann er besti söngvarinn. Hann er lang alþýðlegastur af keppendunum. Eina sem vantar nú hjá Magna er að láta reyna á frumlegheitin og frumkvæðið. Annars er augljóst að keppendur og hljómsveitin elskar hann.... áhorfendur líka. Það veltur ALLT á næstu tveimur þáttum hvort hann nái að festa sig algjörlega í sessi sem sigurvegar.
Hvað gæti gerst: Það gæti allt gerst.... nema að honum vaxi mikill hárlubbi;) (góðlátlegt grín).

a)Hver haldið þið að vinni?
b)Hver viljið þið að vinni?
c)Hver vonið þið að vinnið alls ekki!

coooommmmmmmeeeeennnntttttt

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Háöldruð manneskja á þrítugsaldri í Hraunbænum óskar eftir húshjálp.

Þjáist af síþreytu og rykofnæmi á háu stigi. Helstu húsverk sem þarf að ynna af hendi eru eftirfarandi.

-Gala í eyra mér klukkan 9 á morgnanna, hella upp á kaffi og hvetja mig til dáða fyrir daginn.
-Vaska upp potta og pönnur og gefa mér meira kaffi.
-Bera mig inn í rúm þegar ég hef sofnað í sófanum (og fjarlægja þennan eina sokk sem ég virðist alltaf gleyma að klæða mig úr)
-Þvo bíldrusluna mína og biðja með mér að hún lifi af veturinn.
-Svara Gallup-símhringingum sem ég virðist fá 5 sinnum á viku.
-Axlarnudd eftir þörfum.

Áhugasamir commenta hér að neðan.

Kveðja
Erna Björk

Ég er enn hér!

Ég hef verið tölvulaus í soldið langan tíma núna, en nú er ég enn á ný nettengd og það er bara gaman:)

Anywho, ég er alltaf voða glöð að sjá hvað Oddný og Bylgja frá Svanalandi eru duglegar að kíkja hingað inn. Ég hugsa mikið til ykkar stelpur mínar. Spurningin er bara þessi, hvenær er hittingur????

Nú er ég alveg á miljón og tíu að vinna á Pizza Hut og í kvöldskóla í HR. Ég verð bara að segja að fyrsta vikan var hroðalega erfið. Ég var eins og undin tuska... sussubía. Skólinn er virkilega áhugaverður en ég verð bara að segja að ég er með smá hnút í maganum. Góðu fréttirnar eru þær að það er spennuhnútur en ekki kvíðahnútur. Þetta eru mjög mikil viðbrigði, ég sakna gömlu skólafélaganna og kærastans, en ég er tilbúin að takast á við ný og spennandi verkefni.
Allt í lífi mínu þessa stundina snýst um að hafa hvatann til þess að framkvæma og ég þarf að leggja áherslu á að fara vel með peningana mína, læra og kannski skalla mér í smá líkamsrækt. En við skulum ekki gerast of stórtæk hehehehe.
Þetta er stutt og ómerkilegt blogg.. aðeins að láta vita að ég er á lífi. Ég vil að lokum minna ykkur á að kjósa Magna. Maðurinn er að standa sig stórvel og það er ekki komið að heimför fyrir hann strax:)

Later...

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Jaeja tha fer ad lida ad brottfor.

Nuna eru adeins nokkrir klukkutimar thar til eg keyri a JFK flugvoll og hoppa upp i velina mina til Islands.

Nokkud til ad kvida..

-Eg er hreadd um ad eg frjosi til dauda thegar eg kem heim. Hitinn hefur ekki farid undir 30 gradur herna i New York og eg byst vid ad min bidi 12 gradu islenskt sumarvedur... brrrrrrrr.

-Eg hlakka ekki til ad fara i gegnum oryggisgaesluna, thad tekur vist nokkra klukkutima nuna eftir thessar svokolludu "sprengjuognanir". Eg akvad thvi ad setja handtoskuna mina i ferdatoskuna og bera adeins vegabrefid og kreditkortid a mer.

-Aldrei gaman ad kvedja kaerastann.... eg aetla ad reyna ad halda tarunum aftur, thau eru adeins soun a vokva. Vid hittumst fyrr en sidar, gaetu reyndar verid 3 manudir, en madur verdur bara ad vera sterkur.

Nokkud til ad hlakka til....

-Eg hlakka OFGA MIKID til ad hitta Nonnu, Ollu og Irisi!!!!!

-Spennandi ad byrja i nyjum skola og nyrri vinnu.

-Eg fae ad hitta og knusa tvo nybakada grislinga fra Laru og Jou (jibby).

Ad lokum....

-Vardandi thessa vokva sem ad geta sprengt upp flugvelar ef their blandast saman. Thegar eg horfdi a sjonvarpid sa eg oryggisverdi a Heathrow og JFK fleygja ollum brusum og tupum saman i eina tunnu. Ef thetta er svona mikil ogn... afhverju fleygja oryggisverdirnir thessum brusum ofan i tunnu eins og einhverju drasli sem skiptir engu mali. Skapast ekki haetta ad hafa thetta allt saman? Hvad ef thessir brusar leka eda springa? Thad segir mer adeins eitt: Thetta er djofulsins thvaela og ekkert annad.

Og hana nu!

Sjaumst bradlega elskurnar minar..... heimahagarnir kalla.

mánudagur, ágúst 07, 2006

Stodst ekki matid ad taka mynd af thessu a fyllerisflippi fyrir 3 dogum sidan....



...spurningin er hinsvegar thessi. I hvada fraegu kvikmynd kom nafnid a thessari voru fyrir og hvernig var setningin (ollu heldur spurningin) sem innihelt nafnid a thessari voru?

Anyone?

laugardagur, ágúst 05, 2006

Tonleikarnir voru FRABAERIR!!!!!!

Eg og Anthony komum til Manhattan um eittleytid og borgin var gjorsamlega logandi i hitanum (hatt i 40 gradur). Vid fengum hotelherbergi i Lower East Side a St. Marks Street en thad svaedi er mjog thekkt fyrir flottar vintage budir og thad ad hljomsveitin Ramones a raetur ad rekja thangad. Hotelherbergid var algjor hola og sama hvad vid reyndum tha fundum vid ekki fjarstyringuna af sjonvarpinu en a skjanum var "non stop" klam a haesta hljodi. Loftkaelingin virkadi varla, virtist vera ad braeda ur ser med tilheyrandi havada. Hitinn og klamid var bara adeins of mikid thannig vid skelltum okkur undir kalda sturtu og drifum okkur ut. Vid flokkudum a milli loftkealdra buda og veitingastada i nokkra klukkutima thar til vid gafumst upp a thvi ad labba og drifum okkur aftur upp a hotelherbergi til ad kaela okkur undir kaldri sturtu enn a ny.
Vid maettum i Hammerstein Ballroom tiu minutur yfir niu. Okkur til mikillar gledi saum vid ad vid hofdum fengid saeti a besta stad tvi vid vorum a nedstu svolunum haegra megin vid svidid og utsynid var naer fullkomid (fyrir utan hatalara sem skyggdi a hluta af svidinu). En thetta baetti svo sannarlega fyrir sidasta skiptid sem eg var a Muse thvi tha var eg a golfinu og sa ekki baun i bala. Thad maetti segja ad thad hafi borgad sig ad eiga kaerasta sem thekkir retta folkid (loksins kom hann mer ad einhverjum notum hehe).
Enihu.... Muse byrjadi ad spila um leid og vid vorum sest i saetin okkar og allir stodu upp "med det samme", tha sa eg enn betur a svidid thar sem eg stod fremst a svolunum. Haegra megin vid mig stodu thrir mestu Muse-nordar sem eg hef a aevi minni hitt og eg var bara hress med thad enda er eg forfallid nord lika. Vid stodum tharna og sungum med hverju einasta lagi og heldum hondunum uppi.
Eg hugsa ad their hafi bara spilad oll login sem eg var ad vonast eftir ad heyra. Their byrjudu a Take a bow, sem er fyrsta lagid a nyju plotunni, svo toku their smelli eins og Newborn, Super massive black hole, Time is running out, Felling good, Space Dementia o.m.fl. Nyju login theirra hljoma yndislega a svidi og thegar their luku tonleikunum med Knights of Syriana fekk eg svo mikla gaesahud ad thad halfa vaeri hellingur. Her eru vel valdar myndir fra tonleikunum.



Muse-lidar voru med thrjar storar viftur a svidinu sem blesu beint framan i tha til ad kaela tha nidur i hitabylgjunni. Thad fekk mig til ad kvida komunni a hotelid enn meira thvi thar var svo sannarlega engin vifta til ad kaela okkur nidur. Til ad skera nidur alla hoteldvol, gridpum vid samloku ad eta og fengum okkur sidan saeti a pobb og sotrudum bjor i rolegheitunum. Fyrir algjora tilviljun hittum vid gamla vinkonu Anthony og hun var a leid i eftirparty og baud okkur med. Vid thadum thad med glodu gedi og skemmtum okkur til 6 um morgunin. Vid thurftum thvi ekki beint ad dvelja lengi i litlu klam-svitaholunni thar sem vid thurftum ad hreinsa ut herbergid fyrir klukkan 11.
Thegar vid komum til Long Island hoppudum vid beint i sundlaugina og hreinsudum af okkur threytuna. Rett eftir kvoldmat vorum vid gjorsamlega utbrunnin og hentum okkur upp i rum. Thad hafdi tekid a ad skemmta ser i borginn, vid svafum eins og ungaborn.....mer fannst eg heyra brekkusonginn medan eg sveif inn i draumalandid.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Jesus minn.

Eg helt eg faeri ad grata i kvold thegar eg horfdi a rockstar. Til ad byrja med tha vil eg bara segja ad mer finnst Magni vera algjor hetja. Mer finnst svo frabaert hversu ohraeddur hann er ad syna thessa mannlegu hlid a ser.
Eg var hraedd um ad thetta yrdi notad gegn honum og thad gefid i skyn ad hann myndi ekki thola ad vera i thessum bransa. Thess i stad maetti hann algerum skilningi, og Supernova aetlar ad aetlar ad bjoda fjolskyldu hans til Los Angeles (uff verid tilbuin med vasaklutana).
Ja eg er mjog stolt af fulltrua okkar i Rockstar (eins stolt og eg get verid af manneskju sem eg thekki ekki neitt hehehehe). Eg hugsa samt ad Herra Long Island hafi gjorsamlega jardad alla ad thessu sinni, hann var bara yndislegur vid pianoid (skjalfti).



Annars eru eingongu tveir dagar i MUSE jeeeeeeeeeeeeeeeh!!! A fimmtudag forum eg og Anthony til Manhattan ad fylgjast med thessari gudsgjof af hljomsveit spila i Hammerstein Ballroom. Vid aetlum ad gista a hoteli og hitta vini okkar a fostudaginn. Baetir thad upp fyrir Thjodhatid? Njjjjjaaaahhh.... thad kemur i ljos, en eg las ad thad yrdi rigning um verslunarmannahelgina. Thad myndi baeta skap mitt orlitid ef eg vissi ad folk vaeri blautt i brekkunni i fjarveru minni (muhahhahaha). Thangad til aetla eg ad ylja mer vid tilhugsunina ad sja bestustu bestu hljomsveit i heimi!!!!!!!!!!! Later suckers.



BTW... bid enn eftir commenti a sidasta bloggi fra skodanaglodum vinum minum. Come out come out wherever you are.