Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

End of an era (segir maður ekki svoleiðis?)

Þriggja ára tímabili er lokið. Viðskiptum mínum við Kennaraháskóla Íslands er lokið. Vinir fara hver í sína átt og maður vonar bara að sambandið haldist traust og reglulegt en ekki að við verðum rykfallin nöfn í gemsum hvers annars.
Háskólamenntuð (ótrúlegt)!.. og mér finnst enn furðulegra að ég hafi verið 22.ára þegar ég hóf nám þar en nú er ég orðin 25 ára... MIKLU MIKLU ELDRI!! Samt finnst mér ég ennþá vera krakkaskratti sem skelfur á beinunum andspænis þessum stóra heimi *skjálfti*.
Og nú þurrka ég sultardropann af nefinu, girði upp buxurnar og held af stað í frekara nám, mastersnám hvorki meira né minna (í HR). Samhliða því verð ég að vinna á Pizza Hut-Esja, gamall vinnustaður minn. Framtíðin og þátíðin er samantvinnuð hjá Ernu Einu.

Næstu tvö árin eru orðin fullskipuð vinnu og námi... ég er bara spennt.

Aðeins vika í New York bæ ðe veij:D

3 Comments:

Blogger Freyja said...

mastersnám í hverju????

12:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með að vera orðin kennari Erna mín:) Bara 3 ár eftir í þetta hjá mér....aðeins...:) annars gott hjá þér að fara í HR, skemmtu þér í NY og vertu nú dugleg að blogga svo maður getur fylgst með þér:)
kveðja
Bylgja Dögg

1:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með áfangann Erna kennari :)

Kveðja, Oddný (fyrrum Svanalandsskvísa)

2:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home