Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, apríl 07, 2006

Sorrý.. ég er bloggsjúk í dag!!

Ég er náttúrulega vakandi á óeðlilegasta tíma í heimi, þ.e.a.s. þegar að þorri Íslendinga liggur uppí rúmi og hrýtur, þá er ég vakandi klukkan hálffimm að vinna í lokaverkefni. Þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör nátthrafn.Þetta er að mínu mati besti tími sólarhringsins, verst að fáir vilja deila þeirri gleði með mér nema þá kannski kærastinn sem er 5 tímum á undan mér (vííí). En nóg um það, ég var á tónleikum með Deus á Nasa fyrr í kvöld. Bjarki Páll frændi bauð mér og Kristínu Maríu frænku, enda ber hann ábyrgð á tónlistarlegu uppeldi okkar. Ég verð bara að segja að ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. Tónleikarnir voru alveg magnaðir, þetta er þrusu live-band og þið sem ekki voruð þarna... greyið þið.

Ég var samt heldur framlág á þessum tónleikum enda vaknaði ég með hálsbólgu og kvef í morgunn. Því meikaði ég ekki alveg troðninginn og reykinn og fann mér því fínasta hásæti upp á barborðinu hjá henni Öllu minni sem var einmitt að vinna (maður er allur í samböndunum össs). "Nösin" var bara vel pökkuð af "treflum", fræga fólkinu, wanna-be fræga fólkinu og síðast en ekki síst... VESTMANNAEYINGUM. Já ég sagði Vestmannaeyingum!! Pysjur og peyjar í massavís... ekki gleyma því að ég er líka Vestmannaeyingur lömbin mín! Og Alla líka! Ég sver til Guðs, ég hugsa að ég hafi hitt fleiri frá Eyjum þetta kvöld en á árgangsmótinu mínu!

Í kjölfarið komu nokkrar kenningar upp í höfði mínu.

a)Vestmannaeyingar eru flestir treflar og hlusta á xfm og xid?
b)Vestmannaeyingar eru meiri áhugamenn um tónlist en annað annað landsbyggðarfólk (kannski út af einangruninni)?
c)Deus er eyjaband og ég vissi það ekki?
d)Vestmannaeyingar eru að taka yfir heiminn... enda get ég ekki einu sinni ferðast á milli landa öðruvísi en að rekast á Eyjabúa:) (sönn saga) að ég tali nú ekki um Kringluna og Ara í Ögri.
e)Vestmannaeygingar elta mig hvert sem ég fer?
f)Ég elti Vestmannaeyinga hvert sem þeir fara?

hmmmmm.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home