Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég er hrædd við hársnyrtistofur!

Þegar maður situr tímunum saman í skólanum og reynir að æla eins og þremur til fjórum málsgreinum á tölvuskjá, þá er alveg merkilegt hvað hugurinn myndast við að vekja athygli á hlutum sem tengjast lærdómi ekki neitt. Ég segi það satt!! KLIPPING! ég hef verið að hugsa um klippingu undanfarið. Í mótmælaskyni við kærastann minn hef ég hótað að fara og stytta hárið mitt um helming (let´s not go to details) en allavega ég hef verið að fletta blöðum og flakka um netið að finna draumaklippinguna. Nýlega rakst ég á ljómandi fína klippingu, en það er galli á gjöf Njarðar (hver í fjandanum er Njörður annars? og er íþróttagalli eða vinnugalli á gjöfinni hans? og hver setur eiginlega galla á gjöfina hans Njarðar?). Jæja... hvað um það, ég er alveg skíthrædd við að láta klippa á mér hárið! Það er stórhættulegt! Í alvörunni.. líkurnar á því að maður verði fullkomnlega sáttur eru næstum engar. Ef maður sér draumklippinguna í blaði þá lítur maður bara ekkert út eins og Jennifer Aniston eða Charlize Theron eftir að hafa beðið um hana. Þess í stað er maður eins og fuglahræða næstu mánuðina á meðan að klippingin er að vaxa niður. Svo eru þessar skolskálar hugsanlega versta uppfinning. Þetta er örugglega gamalt pyntingartæki frá Frönsku byltingunni. Hverjum þykir eiginlega gott að hanga með hausinn á postulínsskál á meðan að vatn lekur niður með hálsinum og augun fyllast af sápu?

Í anda þess hversu sérlega heppin ég er þá get ég tilkynnt það með stolti að ég hef slasast inni á hárgreiðslustofu. Jájá.. engin lygi, það var gaur að blása á mér hárið og potaði þumlinum svo fast í galopið augað á mér að ég hélt að hann drægi fingurinn út með auganu föstu á nöglinni. *Helvítið af honum að gefa mér ekki afslátt af þessari helvítis pínu og kvöl*. Auglýsi eftir hársnyrti sem getur tekið mig í sálfræðilega klippimeðferð. Býður sig einhver fram?

Adios

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home