Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, apríl 30, 2006


Þetta er textinn við ódauðlega slagarann "Informer" frá 1992. Ég stóðst ekki mátið að "gúggla" lagið eftir að ég heyrði það í útvarpinu um daginn.





Informer:
What?s up man! hey yo what?s up!
Yeah what?s goin? on here.
Sick an? tired of five-oh runnin? up on the block here.
You know what I?m sayin??
Yo snow, they came around here lookin? for you the other day.
Word? word! bust it!

Chorus
Informer, you no say daddy me snow me I?ll go blame,
A licky boom boom down.
Detective mon said daddy me snow me stab someone down the lane,
A licky boom boom down.
Informer, you no say daddy me snow me I?ll go blame,
A licky boom boom down.
Detective mon said daddy me snow me stab someone down the lane,
A licky boom boom down.

Police them come an? now they blow down me door,
One him come crawl through, through my window,
So then they put me in the back the car at the station,
From that point on me reach my destination,
When the destination reached, it was the east detention, where them
Whipped down me pants, looked up me bottom, so

Bigger they are they think they have more power,
They?re on the phone me say that on (every) hour,
Me for want to use it once an? now me call me lover,
Lover who I?ll be callin is the one tammy,
An? me love her in me heart down to my belly,
Yes me daddy me snow me I feel cool an? deadly,
As the one mc shan an? the one daddy snow,
Together we-a love?em as a tor-na-do.

Listen for me, you better listen for me now.
Listen for me, you better listen for me now.
When me rockin? the microphone me rock it steady,
Yes sir, daddy me snow me are the article done.
But in the in an? the out of a dance them they say where you come from,
People them say you come from jamaica,
But me born an? raised in the ghetto that?s the one I want you to know,
Pure black people mon that?s all I mon know.
Yeah me shoes are tear up an? me toes used to show,
Where me born in on the one toronto, so

Come with a nice young lady. intelligent,
Yes she?s gentle an? irie.
Everywhere me go, me never left her at all.
Yes, it?s daddy snow me are the roam dance mon.
Roam between a dancin? in a in a nation-a.
You never know say daddy me snow me are the boom shakata.
Me never lay-a down flat in that one cardboard box.
Yes say me daddy me snow me I?ll go reachin? at the top, so...

Why would he?

Me sittin? ?round cool with my dibbie dibbie girl,
Police knock my door,
Lick up my pal,
Rough me up an? I can?t do a thing
Pick up my line, when my telephone ring.
Take me to the station,
Black up my hands.
Trail me down, ?cuz I?m hangin? with the snowman,
What I?m gonna do,
I?m backed an? I?m trapped,
Slap me in the face an? took all o? my gap.
They have no clues an? they wanna get warmer,
But shan won?t turn informer!

Þvílík snilld sem þessi texti er haha. Við erum að tala um það að þetta var "ÐÍ SONG" á diskótekunum í den, og ekki náði ég einu einasta orði í laginu.. nema auðvitað orðinu "INFORMER"

Hvað varð annars um Snow? ;)

föstudagur, apríl 28, 2006

What about the puffin????

Þetta byrjaði allt á því að systir mín sendi mér e-póst og tilkynnti mér að páfagaukurinn þeirra Putte hefði fundist dauður í búrinu sínu í morgunn. Það var ógurleg sorg hjá elstu dóttur hennar, Söru Ósk, enda fékk hún þennan fugl að gjöf fyrir 2 árum og hún hefur alltaf haldið mikið upp á hann. Á morgun verður haldin fámenn en góðmenn útför fyrir Putte litla. Þessi guli vinur er alls ekki ólíkur Putte.


Í kjölfarið varð mér hugsað til gamla páfagaukarins míns hans Bingó. Hann náði 6 ára aldri en varð svo fársjúkur og varð allur í apríl 1995. Ég hef illan grun um að greyið litla sé enn í nestisboxi, á botni frystikistu foreldra minna í eyjum. Hann hefur sumsé ekki enn fengið jarðaför...10 árum seinna. Að sama skapi varð mér hugsað til Pása hans Afa en hann var alls ekki ólíkum mínum gamla gára. Þegar að Pási "fór í sveitina til Ása frænda" á sínum tíma þá grunaði mig ekki að fuglskrattinn væri dauður, enda hefur hann örugglega kramist undir fjarstýringunni hans Afa.


Nú eftir mikið hugarflug þá hlaut að koma að því að fuglaflensan kæmi upp í kolli mínum. Ég er nú yfirlýstur andstæðingur þessarar fuglaflensu og er með mínar samsæriskenningar um hana. Ég hugsa að þessi flensa hafi verið til staðar alla tíð og að Bandaríkjastjórn sé aðeins að kasta ryki í augu okkar með því að hræða okkur með henni. En hvað um það... ég fékk allt í einu áhyggjur af lundanum og lundapysjunum. Hvað ef enginn vill hjálpa lundapysjunum í ágúst af ótta við fuglaflensuna? Og hvað ef að enginn þorir að fara út í eyju að veiða lunda... þá verður enginn lundi á Þjóðhátiðinni!! Ómæ God!!!!


En svona án gríns... haldið þið að fólk eigi eftir að verða hrætt við að veiða lunda og lundapysjur eða leggja farfugla eins og lundann sér til munns?

Ma ma ma mabara spyr sko.

fimmtudagur, apríl 27, 2006

100 kynþokkafyllstu konur heims, skv FHM magazine.

FHM magazine birti nýlega niðurstöður frá kosningunum um 100 kynþokkafyllstu konur heims. Á toppinum trónir engin önnur en Scarlett Johansen en hún er ein af þessum fallegu "curvy" stelpum sem að fólk heldur vart vatni yfir. Hún hefur m.a.s verið kölluð "hin nýja Marilyn Monroe".



Hasarskvísan Angelina Jolie þurfti að víkja fyrir þrýstnu fegðurðardísinni en hún vermir nú annað sæti listans.
Ýmsar fleiri fegurðardísir sitja á listanum, eins og Heidi Klum (25), Natalie Portman (61) og Gisele Bundchen (83). Það er líka augljóst að yfirhalningin sem að Kelly Clarkson fékk, hefur borgað sig margfalt, enda skaust stelpan úr sæti 92 í sæti 50 á milli ára.





Vissulega var margt um fagra kroppa á þessum góða lista. Hinsvegar er sú kona sem mér finnst fegurst ekki á honum, en það er leikkonan Jennifer Connely. Ég er kannski svolítið hlutdræg en svo vill til að hún er uppáhalds leikkonan mín. Hvað um það... skamm skamm FHM magazine!

Hvaða konur finnst ykkur annars vera fegurstar?

Kveðja
Erna Björk

þriðjudagur, apríl 25, 2006


Víí:D

21 dagur í útskriftarferð!! Húrra húrra! En sú gleði!
Er reyndar að fara í aðgerð á vinstri öxl tveimur dögum eftir að ég kem að utan. Á leiðbeiningarblaðinu fyrir aðgerðina stóð stórum stöfum:

Ekki er leyfilegt að taka bólgueyðandi lyf, skyld lyf eða nein náttúrulyf 2 vikum fyrir aðgerðina.

Ohhh.. mikið hlakka ég til timburmannanna úti á Lanzarote, ég má ekki einu sinni taka panodil eða Alka Seltzer....vúhú!

sunnudagur, apríl 23, 2006

Ferming smerming!

Fór í tvær fermingar í dag. Sú fyrsta var hjá Herdísi (móðursysturdóttir) og sú seinni hjá Jonna (föðursystursyni). Þau voru bæði svo ótrúlega sæt og fín að ég var að springa úr stolti. Mér fannst svo gaman að sjá hvað þau voru flott klædd. Mjög þroskað og töff fataval verð ég að segja. Svo varð mér hugsað til fermingardags míns. Ég get ekki sagt að ég hafi verið eins "dönnuð" og mín kæru frændsystkin. Ég var klædd í flöskugrænan, þröngan og glansandi stuttermakjól. Síðan var ég í "sanseruðum" nælonsokkabuxum og lólítu lakkskóm (lakkskór með háum þykkum hæl og járnspennu á hliðinni). Við skulum heldur ekki gleyma slöngulokkunum og gerviblómunum í hárinu... úúúffff. En hey!..þetta var flott þá:) Aaahh.. góðar minningar.

Kv. Erna Björk

föstudagur, apríl 21, 2006

Gott að eiga góða að.

Sumir hafa þennan náttúrulega eiginleika til að láta mann hlæja endalaust. Það er fólkið sem hjálpar manni að halda geðheilsu þegar maður heldur að maður sé endanlega að tapa því. Ein af þessum manneskjum í mínu lífi er hann Smári Jökull. Ég bara get ekki setið við hliðina á þessum dreng án þess að emja a.m.k. einu sinni úr hlátri. Í dag hittumst ég og Smári eftir gott og hressandi páskafrí og unnum verkefni saman. Smári sat við tölvuna á meðan að ég þuldi upp tilgangslausar staðreyndir úr grein nokkurri.

Ég (las upp): Könnuð var notkun frumlagsfalli og hvort að félagslegir þættir eins og búseta, menntun og kyn foreldra hefði áhrif.
Smári: Bíddu, bíddu.... er verið rannsaka hvort að menntun foreldra hafi áhrif eða hvort að menntun OG kyn foreldra hafi áhrif?
Ég:.......
Smári:....
Ég: Smári minn..
Smári: Já..
Ég: Eru foreldrar barna ekki alltaf af sitthvoru kyninu?

Svo litum við á hvort annað og emjuðum úr hlátri í svona tíu mínútur.

Svona getur maður verið klikkaður.... IT´Z BANANAS!

mánudagur, apríl 10, 2006


Hugljómun!

Er ekki kjörið að birta þessar fáu myndir sem ég á eftir á myndavélinni minni. Bara svona til að heiðra minningu hinna 70 myndanna sem ég eyddi óvart og einnig til að skemmta mér og öðrum.
Hér er fyrsta myndin.. auglýsi eftir sögu fyrir þessa mynd. Notið hugarflugið;)

Sitjið heil á húfi þar til næstu bloggfærslu.. þá kemur önnur mynd.

sunnudagur, apríl 09, 2006


Ettekki að grínast kjélling!!!!

Tók mér smá pásu frá lestrinum ákvað að búa mér til myndaalbúm á photobucket. Ætlaði nefnilega að gleðja gesti mína með skemmtilegum myndum.

....en einhvernveginn tókst mér að eyða næstum því öllum myndunum útaf myndavélinni minn. Það var nú gaman!!!

Ég er greinilega enginn Einstein


Ástarþakkir..

...elsku Freyja mín fyrir að nenna að vesenast í bloggsíðunni með mér enn og aftur. Þú ert alveg allrahanda-Freyja-mín;)
Nýtt útlit-bara gaman og nú getið þið skoðað gamlar bloggfærslur (sem var ekki hægt áður). Ég tók næturvaktina hér í Kennó, vakti frameftir og náði ágætis-árangri. Rauðhetta og úlfurinn biðja kærlega að heilsa;)
Síjú

laugardagur, apríl 08, 2006

Gleðilegan laugardag!

Vil byrja á því að óska Snorra Snorrasyni til hamingju með titilinn Idol-stjarna Íslands.
Svo vil ég óska hljómsveitinni Mary Poppins til hamingju með að hafa alið tvær Idol-stjörnur af sér:)
Vil einnig óska dómnefndinni til hamingju með að hafa haft titilinn af Ínu með því að láta hana syngja þetta hræðilega Celine Dion væl. Svakalega fann ég til með stelpugreyinu að syngja þetta sultutau sem sýndi engan veginn kraftinn og gleðina sem býr í röddinni hennar.
Að lokum vil ég óska mér til hamingju með að vera búin að skrifa 15 blaðsíður í lokaverkefninu mínu.

P.s vil fá fleiri comment við þar síðasta pósti hjá mér. Ég veit að það búa fleiri yfir skrýtnum áráttum en ég;) (Takk Sigrún fyrir þitt innlegg)

Bleh

föstudagur, apríl 07, 2006

Sorrý.. ég er bloggsjúk í dag!!

Ég er náttúrulega vakandi á óeðlilegasta tíma í heimi, þ.e.a.s. þegar að þorri Íslendinga liggur uppí rúmi og hrýtur, þá er ég vakandi klukkan hálffimm að vinna í lokaverkefni. Þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör nátthrafn.Þetta er að mínu mati besti tími sólarhringsins, verst að fáir vilja deila þeirri gleði með mér nema þá kannski kærastinn sem er 5 tímum á undan mér (vííí). En nóg um það, ég var á tónleikum með Deus á Nasa fyrr í kvöld. Bjarki Páll frændi bauð mér og Kristínu Maríu frænku, enda ber hann ábyrgð á tónlistarlegu uppeldi okkar. Ég verð bara að segja að ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. Tónleikarnir voru alveg magnaðir, þetta er þrusu live-band og þið sem ekki voruð þarna... greyið þið.

Ég var samt heldur framlág á þessum tónleikum enda vaknaði ég með hálsbólgu og kvef í morgunn. Því meikaði ég ekki alveg troðninginn og reykinn og fann mér því fínasta hásæti upp á barborðinu hjá henni Öllu minni sem var einmitt að vinna (maður er allur í samböndunum össs). "Nösin" var bara vel pökkuð af "treflum", fræga fólkinu, wanna-be fræga fólkinu og síðast en ekki síst... VESTMANNAEYINGUM. Já ég sagði Vestmannaeyingum!! Pysjur og peyjar í massavís... ekki gleyma því að ég er líka Vestmannaeyingur lömbin mín! Og Alla líka! Ég sver til Guðs, ég hugsa að ég hafi hitt fleiri frá Eyjum þetta kvöld en á árgangsmótinu mínu!

Í kjölfarið komu nokkrar kenningar upp í höfði mínu.

a)Vestmannaeyingar eru flestir treflar og hlusta á xfm og xid?
b)Vestmannaeyingar eru meiri áhugamenn um tónlist en annað annað landsbyggðarfólk (kannski út af einangruninni)?
c)Deus er eyjaband og ég vissi það ekki?
d)Vestmannaeyingar eru að taka yfir heiminn... enda get ég ekki einu sinni ferðast á milli landa öðruvísi en að rekast á Eyjabúa:) (sönn saga) að ég tali nú ekki um Kringluna og Ara í Ögri.
e)Vestmannaeygingar elta mig hvert sem ég fer?
f)Ég elti Vestmannaeyinga hvert sem þeir fara?

hmmmmm.....

fimmtudagur, apríl 06, 2006

I have a thing!!!! What about you?

Allir eru með áráttur, fóbíur, skrýtna hegðun, þið vitið... þetta skrýtna sem þú gerir eða þér finnst, og enginn annar skilur.
Tökum mig sem dæmi. Ég fæ innilokunarkennd ef fólk grípur um úlnliðinn á mér og mér finnst að það myndist ójafnvægi í líkamanum mínum ef ég þvæ hárið á mér en ekki líkamann og öfugt. Svo veit ég ekki hvort það telst óvenjuleg hegðun en ég get aldrei borðað endann á pulsu eða langloku.

Hvað um ykkur??? Komið nú út úr skápnum með skrýtnu abnormal hegðunina ykkar;)

Ég er hrædd við hársnyrtistofur!

Þegar maður situr tímunum saman í skólanum og reynir að æla eins og þremur til fjórum málsgreinum á tölvuskjá, þá er alveg merkilegt hvað hugurinn myndast við að vekja athygli á hlutum sem tengjast lærdómi ekki neitt. Ég segi það satt!! KLIPPING! ég hef verið að hugsa um klippingu undanfarið. Í mótmælaskyni við kærastann minn hef ég hótað að fara og stytta hárið mitt um helming (let´s not go to details) en allavega ég hef verið að fletta blöðum og flakka um netið að finna draumaklippinguna. Nýlega rakst ég á ljómandi fína klippingu, en það er galli á gjöf Njarðar (hver í fjandanum er Njörður annars? og er íþróttagalli eða vinnugalli á gjöfinni hans? og hver setur eiginlega galla á gjöfina hans Njarðar?). Jæja... hvað um það, ég er alveg skíthrædd við að láta klippa á mér hárið! Það er stórhættulegt! Í alvörunni.. líkurnar á því að maður verði fullkomnlega sáttur eru næstum engar. Ef maður sér draumklippinguna í blaði þá lítur maður bara ekkert út eins og Jennifer Aniston eða Charlize Theron eftir að hafa beðið um hana. Þess í stað er maður eins og fuglahræða næstu mánuðina á meðan að klippingin er að vaxa niður. Svo eru þessar skolskálar hugsanlega versta uppfinning. Þetta er örugglega gamalt pyntingartæki frá Frönsku byltingunni. Hverjum þykir eiginlega gott að hanga með hausinn á postulínsskál á meðan að vatn lekur niður með hálsinum og augun fyllast af sápu?

Í anda þess hversu sérlega heppin ég er þá get ég tilkynnt það með stolti að ég hef slasast inni á hárgreiðslustofu. Jájá.. engin lygi, það var gaur að blása á mér hárið og potaði þumlinum svo fast í galopið augað á mér að ég hélt að hann drægi fingurinn út með auganu föstu á nöglinni. *Helvítið af honum að gefa mér ekki afslátt af þessari helvítis pínu og kvöl*. Auglýsi eftir hársnyrti sem getur tekið mig í sálfræðilega klippimeðferð. Býður sig einhver fram?

Adios