Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

laugardagur, mars 18, 2006

Halelúja!!!!

Ég kláraði The Da Vinci code. Asskoti er ég stolt af mér. Það var ótrúlega hressandi að lesa eitthvað annað en námsbók svona til tilbreytingar. Ég sat heima í gær (föstudagskvöld) og var þá rúmlega hálfnuð með bókina. Ég var orðin svo spennt að lokum að ég gat ekki rifið mig frá lestrinum og píndi mig í gegnum síðustu 7 blaðsíðurnar klukkan 4 í nótt. Þvílíkur dugnaður!!

Ég hef þurft að venja komur mínar mikið upp í skóla undanfarið. Ástæðan fyrir því er sú að ég er algjörlega netlaus heima. Það hefur verið vesen í langan tíma en núna er það alveg dautt. Ég er svo nálægt því að segja upp öllum áskriftum við símann. Ég er að fá nóg af þessu blessaða fyrirtæki!! Það virðist bara algjörlega vanta upp á þjónustulundina hjá þessu fólki! Eina manneskjan sem hefur verið hjálpleg er einhver kona sem vinnur í reikningsdeild. Fólkið í í tækniþjónustu og internetaðstoð virðist bara alveg hafa tapað gleðinni. Ef þau verða ekki með neina úrlausn fyrir mig í næstu viku.. þá ætla ég að segja upp öllu hjá símanum. DAUÐANS ALVARA. Nenni ekki að standa í þessu lengur. Þetta var nöldurskammturinn í dag.

Nú skulum við vinda okkur í gleðitíðindin! Michael Jackson er að fara á hausinn!!! Og afhverju eru það gleðitíðindi?? Jú það þýðir að hann þurfi að afsala sér réttinum af Bítlalögunum sem hann STAL frá Paul McCartney eftir að hann yfirbauð bæði Paul og Yoko Ono einhverntímann á áttunda eða níunda áratugnum þegar Bítlalögin voru boðin upp. Helvískur þjófurinn! Nú rata lögin vonandi heim til sín:)

Bæjó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home