Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, mars 28, 2006

You Are A: Bunny!

bunny rabbitThese adorable woodland animals are known for their fluffy cotton tail and shy disposition. Bunnies reproduce like crazy and are found all over the world. As a bunny, you spend your days hopping through fields and chewing on grass and leaves. Your cuddly, gentle appearance is irresistable!

You were almost a: Lamb or a Kitten
You are least like a: Frog or a TurtleTake the Cute Animal Quiz!



Aaaawwww.. I a wittle bunny wabbit!!! :D

Nostalgía.

Það eru nokkrir hlutir sem ég sakna sárt frá uppvaxtarárum mínum. Þegar ég lít til baka þá geri ég mér grein fyrir því að æska mín var náttúrulega miklu heilbrigðari og frábærari æskubrek upplýsingakynslóðarinnar. Nú er allt að fara til fjandans!!..hefu það farið framhjá nokkrum manni? Ég skal bara nefna nokkur vel valin atriði úr fortíðinni til að rökstyðja mál mitt.

1)Cola-hvað? það var til ógrynni af eitursvölum gosdrykkjum sem hafa fallið í gleymskunnar dá. RC cola! Ís cola! Sína cola! Úrvalið var óóótrúúúleeegt.

2)Tölvuvæðingin! Við fengum að upplifa allar nýjungarnar í tölvuheiminum! Fyrsta Game Boy lófatölvan. Fyrsta Nintendo og Sega Mega og allir stórskemmtilegu og EINFÖLDU leikirnir sem þeim fylgdu. Einnig vorum við af þeirri kynslóð sem handskrifaði enn á unglingastigi og þegar heimilistölvur ruddu sér til rúms vorum við alveg VÓ! Í dag er tölvan hinsvegar jafn merkileg og blýantur eða fótbolti fyrir krökkum. Enda hafa þau alist upp við þetta.

3)Símar það var svo einfalt að hringja í gamla daga!! Þú þurftir bara að muna svæðisnúmer og fjögurra stafa símanúmer og "voila" þú gast hringt í hvern sem þig langaði að hringja í. Einnig var maður ekki eins bundinn símanum og margir krakkar eru í dag. Þau ganga með gsm síma á sér svo foreldrarnir geti staðsett þá. Áður fyrr gat maður bara hlaupið frjáls og látið eins og maður hefði gleymt kvöldmatnum... mamma og pabbi þurftu ekkert að vita hvar maður væri.

4)100 kall Halló maður var sko ógeðslega ríkur ef maður átti 100 kall í den!! Maður gat keypt sér snúð og svala í bakaríinu eða farið út í sjoppu og fengið FULLAN já fullan poka af blandípoka. 100 kallinn var líka miklu veglegri og svalari. Hann var seðill. Það ýtir fátt upp egóinu eins og að draga upp skrjáfandi seðil úr veskinu.

5)Tónlist Tónlistin og allt sem henni tengdist var bara miklu betra!!! Við gátum hlustað á vinyl! Ef við vildum safna uppáhalds lögunum okkar þá þurftum við að bretta upp ermarnar og taka upp á kasettu. Það gat verið dagsverk að sitja við útvarpið tilbúin að ýta niður recording takkanum á rétta augnablikinu. Það var kúnst að taka upp lag án þess að heyrðist í útvarpsmanninum í byrjun og í lokin. Diskótekin voru líka þvílíkt skemmtileg. Það slær ekkert út næntís diskótónlistinni! Nónó-nónónónó-nónónónó-nónó ðers nó limit!

6)Leikir við lékum okkur einfaldlega miklu meira heldur en krakkar í dag. Maður stekkur hæð sína ef mað sér krakka í yfir eða slá í rass. Áður fórum við út í leiki og komum heim skítug og grasgræn með bros á vör. Krakkar í dag eru alveg: ha? hvað er grasgræna? oj er það einhver sjúkdómur??

Aaaahh! Those were the days.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Jahérna hér...

Ég hef gefið það út nokkrum sinnum að ég horfi lítið sem ekkert á fréttir í sjónvarpinu (vegna persónulegra ástæðna). Ég les fréttablöð af og til en forðast allan fréttaflutning í gegnum hljóð- eða myndmiðil. Það hefur vissulega ýmsa vankanta í för með sér. Maður er ekki nægilega með á nótunum eins og gefur að skilja. Ég fékk að kenna á þessum fréttaflótta mínum núna síðast í gærkvöldi þegar ég sat við eldhúsborðið hjá Öllu og Inga og var að gæða mér á dýrindis mat frá Grænum kosti. Ingi setti fréttir Stöðvar 2 á og ég hrópaði strax upp fyrir mig hversu glataðar fréttir væru. Það væru ekkert nema svartsýni og bölspár. Heimurinn er að farast á hverju kvöldi klukkan hálfátta!
Svo kom frétt af kettinum Humphrey á Dowing Street í Bretlandi. Hann var víst að deyja blessaður og þá sagði Ingi: hverjum er ekki sama þótt þessi köttur hafi verið að deyja? Ég svaraði að bragði: Æji þetta er merkilegt dýr! Heldurðu að við myndum ekki birta fréttir um það ef nautið Guttormur myndi deyja??.....Alla og Ingi horfðu á mig eins og ég væri eitthvað klikkuð... ég vissi nefnilega ekki að hann Guttormur hefði dáið SÍÐASTA HAUST!!!! Það hafa m.a.s. verið tvö naut í stíu Guttorms síðan hann dó.

....ég held að ég þurfi að stíga útúr þessari kúlu minni og fara að fylgjast meira með fréttum...sérstaklega svo ég geti myndað mér skoðanir á stóriðjuframkvæmdum áður en að Alla drepur mig!

Bið að heilsa...
Bubblegirl

laugardagur, mars 18, 2006

Halelúja!!!!

Ég kláraði The Da Vinci code. Asskoti er ég stolt af mér. Það var ótrúlega hressandi að lesa eitthvað annað en námsbók svona til tilbreytingar. Ég sat heima í gær (föstudagskvöld) og var þá rúmlega hálfnuð með bókina. Ég var orðin svo spennt að lokum að ég gat ekki rifið mig frá lestrinum og píndi mig í gegnum síðustu 7 blaðsíðurnar klukkan 4 í nótt. Þvílíkur dugnaður!!

Ég hef þurft að venja komur mínar mikið upp í skóla undanfarið. Ástæðan fyrir því er sú að ég er algjörlega netlaus heima. Það hefur verið vesen í langan tíma en núna er það alveg dautt. Ég er svo nálægt því að segja upp öllum áskriftum við símann. Ég er að fá nóg af þessu blessaða fyrirtæki!! Það virðist bara algjörlega vanta upp á þjónustulundina hjá þessu fólki! Eina manneskjan sem hefur verið hjálpleg er einhver kona sem vinnur í reikningsdeild. Fólkið í í tækniþjónustu og internetaðstoð virðist bara alveg hafa tapað gleðinni. Ef þau verða ekki með neina úrlausn fyrir mig í næstu viku.. þá ætla ég að segja upp öllu hjá símanum. DAUÐANS ALVARA. Nenni ekki að standa í þessu lengur. Þetta var nöldurskammturinn í dag.

Nú skulum við vinda okkur í gleðitíðindin! Michael Jackson er að fara á hausinn!!! Og afhverju eru það gleðitíðindi?? Jú það þýðir að hann þurfi að afsala sér réttinum af Bítlalögunum sem hann STAL frá Paul McCartney eftir að hann yfirbauð bæði Paul og Yoko Ono einhverntímann á áttunda eða níunda áratugnum þegar Bítlalögin voru boðin upp. Helvískur þjófurinn! Nú rata lögin vonandi heim til sín:)

Bæjó

þriðjudagur, mars 14, 2006

Gúd deij!

Ég er svo hrædd um að Ástþór setji mig í hundakofann... þori ekki annað en að blogga (skjálfti)!!

Nú er ég á leiðinlegum kafla í lífi mínu. Ekkert nema lærdómur og einsemd. Kannski ekki besta efnið til að blogga um eeeeen það hefur ekki verið algjörlega "all work and no play".
Ég kyngdi loksins stoltinu og byrjaði að lesa The Da Vinci Code. Ég hef þrjóskast við að lesa hana ekki því mér fannst það of "mainstream" fyrir minn smekk. Á tímabili voru allir að lesa þessa bók í einu og þá var ekki talað um neitt annað, maður var voða hipp og kúl ef maður gat vitnað í DaVinci Code. Aðalæðið í dag eru þessar blessuðu Sudoku þrautir og ég þverneita að kynna mér Sudoku!!!.Alltof mainstream!! En nú hefur frægðarljóminn runnið aðeins af DaVinci Code og myndin á leiðinni út. Þá er manni óhætt að lesa gripinn í ró og næði. Langt í burtu frá skoðunum annara. Ég verð líka að lesa bókina áður en myndin kemur út! Ég hafði reyndar byrjað á henni útí NY og var orðin ansi spennt. Það vildi síðan bara svo vel til að Mæja frænka átti hana einmitt á ensku. Því kom ég mér vel fyrir í sófanum um helgina með rauðvínsglas við hönd og hellti mér í lestur á þessari ágætu skáldsögu eftir Dan Brown. Að lesa hana á ensku er svolítið krefjandi.. maður les ekki eins hratt yfir. En það er líka voða hollt að lesa á öðru tungumáli en manns eigins. Tvær síðusta skáldsögurnar sem ég las voru einmitt líka á ensku en það voru sögurnar The Alchemist og Eleven minutes eftir Paul Coelho. Ég get alveg mælt með þeim.
En talandi um bækur... eruð þið með einhverjar góðar upp í erminni? Bæði erlendar og íslenskar. Endilega commentið. Ég er í bókaleit.

Kveðja frá bókaorminum.

sunnudagur, mars 05, 2006

Sælinú:)

Síðust þrír dagar hafa verið sérdeilis skemmtilegir hjá mér. Á fimmtudaginn kom Anthony frá Stockholm í Svíðþjóð. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann kom hingað til Íslands síðan við hittumst fyrst á Airwaves hátíðinni 2005.

Fimmtudagur
Ég náði í hann óvænt á Leifsstöð, ég var búin að segja greyinu að ég kæmist ekki að ná í hann og að hann yrði að taka rútuna til Reykjavíkur. Hann varð auðvitað mjög glaður að sjá mig á flugstöðinni en skammaði mig fyrir að gera hann svona stressaðan yfir því að þurfa að taka rútuna (hehehe). Við fórum beint frá Leifsstöð í Bláa Lónið. Hann varð himinlifandi því hann fór í Lónið þegar hann var hér síðast. Við svömluðum í heita vatninu í nokkurn tíma og Anthony náði í leðju á botninn, hann ætlaði að maka henni framan í sig en hætti við það á síðustu stundu þegar ég benti honum á að leðjan var full af litlum krulluðum hárum af mjög persónulegum stað mannslíkamans... frekar ógeðslegt. Svo brunuðum við heim en ég hafði fengið Írisi til að henda kjúklingarétt inní ofninn fyrir mig og kveikja kerti. Það var því afar rómó andrúmsloftið í íbúðinni minni þegar við mættum á svæðið. Eftir matinn píndum við okkur í bíó til að sjá Underworld Evolution. Um miðnætti skröltum við svo heim og misstum hreinlega meðvitund í rúminu. Enda hafði dagurinn verið langur og strangur hjá okkur báðum.

Föstudagur:
Við sváfum út og fórum síðan í Laugar-World Class. Þar æfðum við aðeins og fórum í Spa klefann í afslöppun.. en það fór ekki alveg eins og á horfði. Við byrjuðum á að panta okkur mat og við vorum látin bíða í 45 mínútur eftir honum. Þá var lítill tími aflögu til afslöppunar. Í sárabót fengum við gjafabréf í Spa og mat, og mjög innilega afsökunarbeiðni frá starfsfólki Lauga. Við drifum okkur þvínæst heim til að undirbúa óvænta afmælisveislu fyrir Nönnu. Þegar Nanna kom heim til mín klukkan átta hafði vinahópurinn skreytt íbúðina og svo vorum við með dýrindis ístertu í hermannalitum. Þegar Nanna kom inn byrjuðu allir að syngja afmælissönginn hástöfum. Svipurinn á Nönnu var alveg óborganlegur.. ég hugsa að við höfum náð að koma henni algjörlega á óvart!! Eftir að hafa snætt á ístertunni byrjaði partýið af fullri alvöru. Áfengið flæddu og málbeinið hjá öllum losnaði allverulega í kjölfarið. Enginn átti í vandræðum með að tjá sig á ensku. Anthony fékk hraðkennslu í öllu því sem viðkemur Íslandi þ.e.a.s. íslensk menning, fegurð íslenskra kvenna, íslenskir álfar, íslensk kímnigáfa (Ísland best í heimi), íslenskir drykkju- og slagsmálasiðir og margt margt fleira. Við gátum heldur ekki látið það vera að spurja hann : so how do you like Iceland? Um miðnætti héldum við í miðbæinn og sátum á Ara í Ögri til lokunar. Ég hugsa að Anthony hafi ekki skilið þörfina hjá okkur vinkonunum að gala með hverju einasta lagi sem var tekið þetta kvöld hehe. Einnig fórum við inn á Prikið í smá stund. Upp úr fimm ákváðum við að koma okkur heim.. enda vorum við gjörsamlega vatnsósa af áfengi og gleði.

Laugardagur:
Þetta var kósý dagurinn okkar. Við lágum í leti til tvö, fórum í Laugar í meiri leti og svo fórum við út að borða á Maru. Ég verð bara að mæla með þessum veitingastað. Maturinn er rosalega góður og alls ekki svo dýr. Við vorum mjööög þreytt þegar við komum heim eftir Maru. Anthony pakkaði niður og við hentum okkur i sófann fyrir framan sjónvarpið þar sem við fórum fljótlega að dotta. Rúmlega fjögur í nótt fórum við á fætur, leigubíllinn kom að ná í hann klukkan hálfsex og þar með var ég orðin ein í kotinu. Sem er ekki gaman... en við gerðum ótrúlega mikið á þessum stutta tíma sem hann var hérna hjá mér. Hann kemur líklega aftur til Íslands eftir 5 vikur. Þá verður hann kominn í mjög svo langþráð frí. Strákarnir eru núna búnir að vera næstum því stanslaust á ferðalagi í 1,5 ár og þá er farið að lengja eftir kærustum sínum, fjölskyldum og gæludýrum. Næst á dagskrá hjá þeim er að fara að taka upp næstu plötu. Loksins er að sjá fyrir endann á þessu langa ferðalagi þeirra.. ég gæti ekki verið ánægðari:)

Jæja... svona var heimsókn Anthony hér á Íslandi. Þetta gekk allt að óskum og ég er strax farin að hlakka til að hitta hann.

Adjö vinir mínir