Nostalgía.
Það eru nokkrir hlutir sem ég sakna sárt frá uppvaxtarárum mínum. Þegar ég lít til baka þá geri ég mér grein fyrir því að æska mín var náttúrulega miklu heilbrigðari og frábærari æskubrek upplýsingakynslóðarinnar. Nú er allt að fara til fjandans!!..hefu það farið framhjá nokkrum manni? Ég skal bara nefna nokkur vel valin atriði úr fortíðinni til að rökstyðja mál mitt.
1)
Cola-hvað? það var til ógrynni af eitursvölum gosdrykkjum sem hafa fallið í gleymskunnar dá. RC cola! Ís cola! Sína cola! Úrvalið var óóótrúúúleeegt.
2)
Tölvuvæðingin! Við fengum að upplifa allar nýjungarnar í tölvuheiminum! Fyrsta Game Boy lófatölvan. Fyrsta Nintendo og Sega Mega og allir stórskemmtilegu og EINFÖLDU leikirnir sem þeim fylgdu. Einnig vorum við af þeirri kynslóð sem handskrifaði enn á unglingastigi og þegar heimilistölvur ruddu sér til rúms vorum við alveg VÓ! Í dag er tölvan hinsvegar jafn merkileg og blýantur eða fótbolti fyrir krökkum. Enda hafa þau alist upp við þetta.
3)
Símar það var svo einfalt að hringja í gamla daga!! Þú þurftir bara að muna svæðisnúmer og fjögurra stafa símanúmer og "voila" þú gast hringt í hvern sem þig langaði að hringja í. Einnig var maður ekki eins bundinn símanum og margir krakkar eru í dag. Þau ganga með gsm síma á sér svo foreldrarnir geti staðsett þá. Áður fyrr gat maður bara hlaupið frjáls og látið eins og maður hefði gleymt kvöldmatnum... mamma og pabbi þurftu ekkert að vita hvar maður væri.
4)
100 kall Halló maður var sko ógeðslega ríkur ef maður átti 100 kall í den!! Maður gat keypt sér snúð og svala í bakaríinu eða farið út í sjoppu og fengið FULLAN já fullan poka af blandípoka. 100 kallinn var líka miklu veglegri og svalari. Hann var seðill. Það ýtir fátt upp egóinu eins og að draga upp skrjáfandi seðil úr veskinu.
5)
Tónlist Tónlistin og allt sem henni tengdist var bara miklu betra!!! Við gátum hlustað á vinyl! Ef við vildum safna uppáhalds lögunum okkar þá þurftum við að bretta upp ermarnar og taka upp á kasettu. Það gat verið dagsverk að sitja við útvarpið tilbúin að ýta niður recording takkanum á rétta augnablikinu. Það var kúnst að taka upp lag án þess að heyrðist í útvarpsmanninum í byrjun og í lokin. Diskótekin voru líka þvílíkt skemmtileg. Það slær ekkert út næntís diskótónlistinni! Nónó-nónónónó-nónónónó-nónó ðers nó limit!
6)
Leikir við lékum okkur einfaldlega miklu meira heldur en krakkar í dag. Maður stekkur hæð sína ef mað sér krakka í
yfir eða
slá í rass. Áður fórum við út í leiki og komum heim skítug og grasgræn með bros á vör. Krakkar í dag eru alveg: ha? hvað er grasgræna? oj er það einhver sjúkdómur??
Aaaahh! Those were the days.