Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Nei nú er mér allri lokið!

Ég gerði mjög tæknilega rannsókn síðasta laugardagskvöld. Ég var stödd á Ara í Ögri og brá mér í gervi rannsóknarkonu. Ég ákvað að kanna meðaltímann á því hvað það tekur meðalkonuna að sinna sínum salerniserindum. Röðin náði langt útá gólf og auðvitað fóru aldrei færri en tvær inn í einu. Ég tók tímann á rösklega 12 stelpum og hver haldið þið að meðaltíminn hafi verið á konu? 3,5 mínútur!!!!
Stelpur mínar er ekki í lagi?? Sjálf fór ég á klósettið og ég komst að því að það þarf ekki að taka meira en 1,5 mínútu að fara á klósettið, sturta niður, þvo hendur og skella á sig glossi. ÞAÐ ER HÁMARKSTÍMI!!!! Svo á ég ekki til aukatekið orð yfir dónaskapinn í okkur kvendýrunum þegar við ryðjumst inn á karlaklósettið eins og brjáluð naut! Eiga strákgreyinn að líða fyrir þetta trúnókjaftæði? Svo standa þeir þarna sárasaklausir greyin með litla vininn hangandi út úr buxnaklaufinni. Hvers eiga þeir að gjalda??.. og litlu vinirnir þeirra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home