Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Nei nú er mér allri lokið!

Ég gerði mjög tæknilega rannsókn síðasta laugardagskvöld. Ég var stödd á Ara í Ögri og brá mér í gervi rannsóknarkonu. Ég ákvað að kanna meðaltímann á því hvað það tekur meðalkonuna að sinna sínum salerniserindum. Röðin náði langt útá gólf og auðvitað fóru aldrei færri en tvær inn í einu. Ég tók tímann á rösklega 12 stelpum og hver haldið þið að meðaltíminn hafi verið á konu? 3,5 mínútur!!!!
Stelpur mínar er ekki í lagi?? Sjálf fór ég á klósettið og ég komst að því að það þarf ekki að taka meira en 1,5 mínútu að fara á klósettið, sturta niður, þvo hendur og skella á sig glossi. ÞAÐ ER HÁMARKSTÍMI!!!! Svo á ég ekki til aukatekið orð yfir dónaskapinn í okkur kvendýrunum þegar við ryðjumst inn á karlaklósettið eins og brjáluð naut! Eiga strákgreyinn að líða fyrir þetta trúnókjaftæði? Svo standa þeir þarna sárasaklausir greyin með litla vininn hangandi út úr buxnaklaufinni. Hvers eiga þeir að gjalda??.. og litlu vinirnir þeirra.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Sælinú!!

Hvað er að frétta?? Það er nú ekkert gott að frétta úr Ártúnsbrekkunni skal ég segja ykkur. 3-7 bíla árekstur virðist vera orðinn daglegur viðburður. Hvað er eiginlega að gerast fólk? Hefur þetta nýja götufyrirkomulag haft svona gífurleg áhrif á umferðina þarna? Ma´bara spyr sko!

Nú gerist ég sófakartafla af og til. Helst á mánudögum en maður á það til að gleyma sér yfir imbanum inn á milli. Íslenskt sjónvarpsefni er missgott og þeir viðburðir sem því tengjast, það hefur ekki farið framhjá neinum. Ég eiginlega lofaði mér að vera ekki opinberlega gagnrýnin á fólk og fyrirbæri hér á bloggsíðunni minni þar sem slíkt getur sært. En ég verð að leyfa mér nokkrar athugasemdir og ég lofa að vera góð þó ég gagnrýni hér aðeins.

Númer 1: Íslenska Idol
Ég er Idol aðdáandi. Ég á reyndar engan uppáhalds-uppáhalds keppanda en þetta eru voða sætir og skemmtilegir krakkar sem syngja fyrir sínu litla lífi vikulega fyrir alþjóð. Mér gremst stundum í geði að hlusta á dómarana, sérstaklega þegar þeir eyða óheyrilega löngum tíma í að hrósa klæðaburði keppenda og útliti. Ég fæ bara hroll þegar Sigga (eða einhver annar dómari) byrjar á því að segja "þú er ógeðslega flott klædd". Reynum að gera þennan þátt faglegri og vitsmunalegri með því að sleppa þessum tískuhluta þáttarins. Þau eru öll voða sæt og fín... ÞAÐ ER NÓG!. En þetta er eflaust erfitt starf og átökin mikil (eins og við sáum í síðasta þætti).

Númer 2: Kallarnir
Strákar... æji strákar. Ég held þið séuð að skemmta ykkur frábærlega í þessum þætti og ég er bara nokkuð viss um að þetta er eitt allsherjar djók hjá ykkur. En hvernig væri bara að taka einhvern meðal-Jón af götunni og gefa honum "decent" yfirhalningu í stað þess að vera í þessu helv... hnakkar vs treflar rugli. Það væri miklu raunsærra og skemmtilegra heldur en að gefa einhverjum "trefli" strípur og glimmer í hárið. Hvaða heilvita maður í dag fær sér strípur og fer í áttfaldan tíma í brúnkumeðferð?

Númer 3: Forkeppni í Eurovision.
Drop the charges! Lag Silvíu hefði komist áfram og mun vinna næstu helgi hvort sem því hefði lekið á netið eður ei.
Afhverju? Það segir sig sjálft.... Þorvaldur samdi lagið, Silvía Nótt syngur það, Sigga Beinteins og Pétur Jesú syngja bakraddir í fjólubláu spandexi. Taktu alla þessa þætti, bættu við glimmeri, Homma og Namma. Útkoman er svo pottþétt að við gætum jafnvel komist í gegnum forkeppni Eurovision 2006... kannski.

VÁ HVAÐ MÉR LÍÐUR VEL AÐ HAFA KOMIÐ ÞESSU AF MÉR!!!

Ef þið hafið athugasemdir við þessi skrif mín... þá skuluð þið bara athugasemdast, kannski komin tími til! Ég sakna þess að fá comment... búhú.