Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, janúar 30, 2006

Hmmm...

Ég er kannski ekki sú veraldarvanasta. Jú maður hefur svosem ferðast ansi mikið síðastliðið ár og jú ætli það mætti ekki segja að stelpan sé orðin aðeins sjóaðri. Minn mesti lærdómur á þessum ferðalögum er kannski fáfræði mín um mitt eigið land. Já nú ætla ég bara að koma úr felum og viðurkenna það! ÉG VEIT OFSALEGA LÍTIÐ UM LAND MITT OG ÞJÓÐ! Þar að auki kann ég ekki að útskýra suma hluti fyrir útlendingum, eins og trúmál og fleira. Ég fæ alltaf sömu spurningarnar og athugasemdir um Ísland og Íslendinga og það er svo fyrirsjáanlegt að ég reyni helst að koma mér undan því að segja hverrar þjóðar ég er því þessar spurningar eru jafn misskemmtilegar og þær eru margar. Hér eru þær algengustu:

1) Is it true you belive in elves? Why?
2) Is it true that Iceland is green and Greenland is covered in ice? Why?
3) Doesn´t everyone know each other in Iceland?
...og á eftir fylgir vanalega þessi athugasemd:
4) Most of you probably inbreed? How do you not sleep with your relatives in such a small country.
5) Did you really Free Willy?
6) Did you really free Bobby Fischer?
7) Why do you have children before you get married?
8) Why do couples in Iceland have kids when they are so young?
10) Why are there so many single mothers in Iceland?
11) Do you know Björk?? Are you related to her? (spurt vegna millinafns míns)
12) How big is Iceland and how long does it take for you to drive around it?
13) How hot is the summer?
14) How cold is the winter?
15) Is it true you barely have sun in Iceland?

Ég ætla bara að láta hér við sitja. Þetta eru þær spurningar sem ég er alveg pottþétt spurð að þegar að erlent fólk hittir mig í fyrsta skipti. En oftar en ekki kemur fólk með eina yfirlýsingu þegar það veit að ég er Íslendingur. Þessa yfirlýsingu gjörsamlega hata ég og mig langar að æla 10 sinnum í skóna mína þegar ég heyri hana.......

"Oh my God are you from Iceland?? I´ve heard it´s beautiful! Oh I´ve always wanted to got there and I´m defintly going to visit one day.... blah blah Björk, blah blah glaciers blah blah"

Einmitt..... Samkvæmt þessu þá eru u.þ.b 90% Ameríkana á leið að heimsækja Ísland og 85% Breta.
Það er alveg pottþétt! Ekki satt?

Jæja nóg um það í bili.
Aldrei að vita nema ég verði svona alþjóðlega í næstu bloggskrifum.

Síjú
Erna Björk

laugardagur, janúar 28, 2006

Góða kvöldið

Ég hef aðeins eina spurningu til dómaranna í íslensku stjörnuleitarkeppnina í ár. Hvernig dirfast þið að segja að Fuzzy með Grant Lee Buffalo sé LEIÐINLEGT lag? Ég er ekki aðeins sármóðguð.. ég er yfir mig hneyksluð! Þetta er svo gott sem þjóðsöngur gítarpartýa! Kannski ekkert skrýtið að ákveðnir dómarar viti ekki betur þegar að þeir yfirlýsa POPP-guttann Gavin Degraw sem ROKKARA. Ég veit ekki á hverju þau voru þegar þau hlustuðu á plötuna hans en ég sé ekki Metallica aðdáendur fylla Egils höll til að hlusta á Gavind Degraw!

Ég hef lokið máli mínu:) og ég bíð eftir formlegri afsökunarbeiðni góðu dómarar;)

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Hér með biðst ég Erna Björk Einarsdóttir innilegrar afsökunar á fjölda stafsetningarvillna, innsláttarvillna og klaufalegrar uppröðunar orða á bloggfærslunni hér á undan. Var færsla sú unnin af mikilli hroðvirkni og er ekkert sem afsakar það. Hér eftir mun ég gæta vandvirkni við skrif á bloggsíðu þessa.

Með kveðju

Erna Björk

Hillú og gleðileg jól og til hamingju með nýja árið og allt það... (of mikið af "og" í einni setningu)

Já ég er svo sannarlega komin heim frá New York eftir 4ra vikna dvöl. Það er alveg ágætt nema ég er lítið hrifin af þessu snjófargi og síðan skil ég hreinlega ekki afhverju það tekur mig allt í einu hálftíma að keyra í skólann á morgnanna. Voru bílar á útsöluverði um jólin þannig að bílaeigendum fjölgaði um helming á þessu ári? Hvað um það.... þetta er myndarlega bílahalarófa sem myndast frá Árbænum og niður að skólanum mínum. Það er ágætt að hafa með sér afþreyingarefni í bílnum, ég segi ekki annað.

En jæja ameríska jólamenningin var nokkuð frábrugðin þeirri íslensku. Neysluæðið var í algjöru hámarki og mér varð það ljóst mjög fljótlega að landinn var ekkert að sætta sig við kerti og spil í jólagjöf. Jólagjafirnar voru veglegar, flestar í tækjaformi. Ég komst t.d að því að hægt er að tengja i-podinn sinn við allan andskotann þarna úti: I-pod vélmenni, i-pod koddi, i-pod lazyboy o.s.frv. Það eina sem mér fannst virkilega leitt... já jafnvel sorglegt, var hvað fólki virtist vera skítsama um gjafirnar. Þetta var allt bara enn ein græjan í húsið. Að ég tali nú ekki um þá alkunnu staðreynd að það er ekkert verið að klæða sig neitt sérstaklega upp fyrir jólin. Ég og Anthony puntuðum okkur reyndar aðeins en margir voru bara á stuttermabol og hversdagsbuxunum.
Gamlárskvöldið var það furðulegasta sem ég hef upplifað á allri minni ævi. Við vorum stödd í Miami því strákarnir áttu að spila í einhverju snobbpartý á klúbb sem heitir The Mantion. Þeir spiluðu á miðnætti og eftir að þeir höfðu spilað drukkum við allan þann fríbjór sem við gátum í okkur látið. Partýið var mjög súrt. Þarna var stappað af krökkum sem voru moldríkir því að foreldrar þeirra áttu olíupening, hótel eða voru í skemmtanbransanum og annað slíkt. Öryggisgæslan var líka kolklikkuð þannig að við fengum fljótlega ógeð. Eftir mikið þref héldum við á hótelið okkar og slöppuðum af við barinn og fylgdumst með gömlum köllum með hárígræðslu kafa í brjóstin á fertugum konum sem reyndu að líta út fyrir að vera tvítugar.
Morguninn eftir flugum við til NY og fengum fyrir "slysni" sæti á fyrsta farrými sem var nokkuð ljúft fyrir utan það að flugfreyjan á fyrsta farrými var snargeðveik. Fyrir það fyrsta þá leit hún út eins og afkvæmi Dolly Parton og The Crypt-keeper ( ógeðslega múmíudúkkan frá Tales from the crypt) og bæði ég og Anthony vorum pottþétt á því að hún hefði sogið feita línu af kóla áður en við komum um borð. Kellingarbeyglan (sem var örugglega rúmlega fimmtug) malaði út stanslaust allt flugið á talhraða sem er ekki mannlegur og skreið um allt farrýmið eins og kónguló með og tróð vatni og snakki framan í andlitið á nokkuð skelkuðum farþegum.

En nóg um það.... er ekki komið nóg af þessu blaðri mínu í bili. Vonandi eruð þið bara öll södd og sæl eftir jólin.

Bestu kveðjur

Erna Björk