Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Góðan dag herra/frú Bloggvakt!

Ég veit ég hef fengið ítrekaðar sektir fyrir þær sakir að hafa ekki lagt inn í bloggbankann í háa herrans tíð. Vonast ég til að með þessu nái ég að drýgja skuldirnar að einhverju leyti.

Hvað hefur á daga mína drifið?

Jú það eru misskemmtilegir hlutir. Próf- og verkefnatörnin er alltaf jafn hressandi. Ég var búin að gleyma því hvað ég er fær um að þamba marga lítra af kaffi ef ég legg mig virkilega fram. Nú þegar prófstressið er að baki þá lætur maginn all illilega, kvartar og kveinar... eflaust með vott af magasári blessaður kúturinn. Allt vegna kaffineyslu sinnar. Ég hef verið að "tríta" mallann vel með sódavatni og mjólk, í von um að hann fyrirgefi mér fljótlega.

En spólum nú aðeins til baka, cirka einn mánuð. Þá var ég stödd í London að hitta Anthony. Mikið gekk á eins og von er og visa þegar Erna Björk leggur land undir fót. T.d er eg eflaust fyrsta manneskjan sem heimsækir París án þess að sjá svo lítið sem sjálfan Eiffel turninn. Ég brunaði nefnilega með hljómsveitinni til Paris þar sem þeir attu að spila og við Anthony svafum frá okkur allt vit í rútunni og vöknuðum ekki fyrr en rétt áður en þeir áttu að spila... sei sei. Svo var haldið af stað til Englands síðar um kvöldið. Ég er nú pínulítð sorry að hafa aðeins séð eitt hús, einn bíl og kókdós þegar ég heimsótti París.
Annars vorum við mikið a ferðinni um England. Fórum til Louchester, Southampton (þar sem veskinu mínu var stolið enn eina ferðina jeeeeesssss), Birminham, Nottingham (heimabær Hroa Hattar) og síðan endaði eg í Manchester og tók lest þaðan til London. Svaka roadtrip á manni. En hvað sem hver segir ykkur, aldrei trúa því að það sé gott að sofa í svona hljómsveitarrútu. Það er eins og að sofa í líkkistu með 10 manns a 200km hraða í lausamöl. Do the math!

En eg rita þess orð hér og nú aðallega vegna þess að ég er að fara til NY á morgunn. Ég mun eyða jólunum með kallinum og fjölskyldunni hans. Svo verðum við áramótinn í Miami. Ég er voða spennt.... en.... það verður voða súrt að vera langt í burtu frá hyskinu mínu:( Svo gerði ég mér skyndilega grein fyrir því að ég mun ekki borða aspassúpu, hamborgarahrygg og sykraðrar kartöflur um hátíðirnar...... grátur!!!!!! Kannski á ég bara eftir að hverfa á aðfangadag og þegar allir fara að leita að mer munu þau finna mig undir jólatrénu, vafða inn í íslenska fánann, faðmandi egilsmalt og appelsín dósina mína og organdi í geðshræringu "oooh noo where is my hamburger-hrygg"!!!!!!!!

Þetta verður stuð;)

Gleðileg jól

Erna Björk