Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, október 24, 2005

Jææææææjjjjjjaaaaaa!!!!!!

Loooong time... alltof langur tími! Ástæða þess að ég hef ekki bloggað síðastliðnar vikur er bæði vegna þess að nettengingin mín liggur niðri og svo er ég svo hrikalega upptekin og því hefur andgiftin verið afar takmörkuð.

En hvað er annars að frétta á mínum vígstöðum? Jú ég hef verið afar iðinn við skemmtanalífið í október. Bæði fór ég á októberfest og svo hélt ég afmælið mitt. Einnig fórum ég á Nanna á Airwaves um helgina og ef við vorum ekki þær allra þreyttustu og tættustu manneskjur á þessari hátíð þá veit ég bara ekki hvað. Við fórum samt víða og að mínu mati stóðu Lokbrá, We painted the walls, Ensími og Bang Gang algjörlega upp úr. Ég var afar sátt bara og langar mjög að fara aftur á næsta ári. Þá kannski safnar maður kjarki og sér meira af erlendum skemmtikröftum. Maður er svo mikill Íslendingur alltaf hreint... æji hvað maður er leim.

Það er samt svo ótrúlega skemmtilegt að skoða mannlífið á Airwaves. Ég fann nokkrar týpur sem virtust vera þarna gegnumgangandi. Fyrst ber að nefna "15 minutes of fame" týpurnar. Það eru tónlistarmennirnir sem voru að missa sig í að vera performer á Airwaves og upplifðu sig sem algerar stjörnur. Svo voru "Too cool for school" týpurnar. Þessar týpur voru mestmegnis Íslendingar sem voru svo artí og hipp og kúl að það rétt svo tók því að nikka höfðinu með tónlistinni. Allt klapp var líka af takmörkuðu magni... það er bara ekki nógu kúl. Inná milli læddust með "ég er á Airwaves og fuck you" týpurnar. Það var fólk sem var á öndverðu meiði við "too cool for school" og misstu sig gjörsamlega yfir öllu því sem fór fram mörgum til mikillar armæðu. Að lokum má ekki gleyma blessuðum túrhestunum eða "I´m on Iceland and I´m so fucking lost and broke" týpurnar. Túrhestarnir stóðu ráðavilltir úti á dansgólfi, grátandi ofan í Airwaves dagskránna sína því þeir kláruðu vasapeninginn sinn fyrsta kvöldið á barnum. Þeir þjáðust líka herfilega því að þeir héldu að þeir hefðu þvegið sér úr rotnu vatni þegar þeir vöknuðu um morguninn til að fara í heita sturtu.

Þannig er það... auðvitað gæti ég haldið svona lengi áfram en þetta var það sem bar helst á góma.

Airwaves á næsta ári?? Já ég held það bara