Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, september 02, 2005

Góðan daginn frú mín góð!

Suss... já þetta er slappt að blogga ekki svona lengi. Ég vona bara að hann Ástþór hafi ekki sett mig í hundakofann! En hmmm... ætti maður að gera upp þetta sumar? Nei ég held ekki.. ég fékk mig svo sannarlega fullsadda af því! Haustið er að ganga í garð. Manni er óhætt að skella á sig trefli jafnvel (þ.e.a.s. ef maður er kuldaskræfa líkt og ég er). Síðan er skólinn kominn á fullt skrið og það er gaman. Ég er alveg komin í gír fyrir skólabekkinn held ég barasta. Svo var daman líka að koma frá úgglöndum og nældi sér meira að segja í smá lit (leiðrétting, freknur). Hver veit hvenær næsta útlandaferð verður, ég er nú heldur betur orðinn sjóuð. Ég vona bara að það verði fyrr heldur en síðar. Því miður lítur allt út fyrir að ég fari ekki í mína næstu ferð fyrr en eftir aðrar 12 vikur *dæs*. Svona er það. Maður tekur því bara með jafnaðargeði.

Hvað er það annars með London? Maður fer á Oxford street að versla og þriðja hver manneskja talar íslensku! Hvaðan koma allir þessir Íslendingar???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home