Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

laugardagur, september 03, 2005

Franz Ferdinand

Jeeeessss! Loksins, loksins, loksins komu skosku snúðarnir í Franz Ferdinand til Íslands og heiðruðu okkur með nærveru sinni í Kaplakrika (sem mig langar alltaf til að kalla Armakrika hahaha).
Ég og Nanna vorum mættar nokkuð tímanlega rúmlega átta og sáum The Jeff Who spila tvö síðustu upphitunarlögin. Eftir að ég hafði fjárfest í einum köldum kranabjór hófst biðin eftir gulldrengjunum. Biðin var ekki svo löng og strákarnir stigu á svið rúmlega níu (held ég).
Tónleikarnir voru í sjálfu sér nokkuð góðir. Franz Ferdinand eru fínir live og ég gat ekki hamið mig þegar þeir tóku sína helstu slagara. Þeir eru líka voða hlýlegir á sviði, spjölluðu aðeins og sögðu "takk takk" á íslensku og annað í þeim dúr. Það er bara eitthvað við menn með skoskan hreim.. manni finnst þeir svo hrikalega kammó þó svo að maður skilji varla eitt orð af þvi sem þeir segja hahahaha.
Það eina sem mér fannst skorta var meira stuð. Ég hefði viljað sjá þá missa sig aðeins meira í gleðinni. En það er náttúrulega bara mitt álit og alls ekki heilagt sem slíkt.
Ég bíð spennt eftir nýju plötunni hjá skotunum vinalegu. Sumt af nýja efninu sem þeir spiluðu lofaði góðu, kannski svolítið poppað við fyrstu hlustun en ég er vongóð.

Einhverjir fleiri sem voru á tónleikunum???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home