Ég er að fara á AIRWAVES!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! VÍÍÍÍÍ!!!!
Og komin tími til!! Ég er aðeins búin að vera á leiðinni á Airwaves síðan árið 2000. Og félagskapurinn er nú ekki af verri endanum. Engin önnur en hún Nanna Bryngeirsdóttir góðvinkona mín mun verða mín hægri hönd í þessari veislu sem gjöra skal. Við stöllur munum gerast afar tónlistarlega sinnaðar 19.-23. október þar sem við munum rölta á milli hinna ýmsu dansistaða með bros á vör og bjór í hönd.
Nú veit ég að sumir eru ekki svo hressir með "læn öppið" í ár, að það sé ekki nógu spennandi og lítið af stórum nöfnum. Ég segi bara SVEIATTAN við því. Maður verður bara að taka þessu með opnum hug. Ég get aðeins sagt fyrir mína parta að ég er einmitt þarna til að kynnast nýjum stefnum og straumum.
Eníveis....miðasalan byrjar á morgunn (mánudaginn 19.september) fyrir ykkur sem hafið hugsað ykkur að fara á Airwaves og svo er náttúrulega um að gera og kíkja á heimasíðuna en þetta er hún.
http://www.icelandairwaves.com/
Rokk og ról kæru fól!!!
Og komin tími til!! Ég er aðeins búin að vera á leiðinni á Airwaves síðan árið 2000. Og félagskapurinn er nú ekki af verri endanum. Engin önnur en hún Nanna Bryngeirsdóttir góðvinkona mín mun verða mín hægri hönd í þessari veislu sem gjöra skal. Við stöllur munum gerast afar tónlistarlega sinnaðar 19.-23. október þar sem við munum rölta á milli hinna ýmsu dansistaða með bros á vör og bjór í hönd.
Nú veit ég að sumir eru ekki svo hressir með "læn öppið" í ár, að það sé ekki nógu spennandi og lítið af stórum nöfnum. Ég segi bara SVEIATTAN við því. Maður verður bara að taka þessu með opnum hug. Ég get aðeins sagt fyrir mína parta að ég er einmitt þarna til að kynnast nýjum stefnum og straumum.
Eníveis....miðasalan byrjar á morgunn (mánudaginn 19.september) fyrir ykkur sem hafið hugsað ykkur að fara á Airwaves og svo er náttúrulega um að gera og kíkja á heimasíðuna en þetta er hún.
http://www.icelandairwaves.com/
Rokk og ról kæru fól!!!