Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, september 18, 2005

Ég er að fara á AIRWAVES!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! VÍÍÍÍÍ!!!!

Og komin tími til!! Ég er aðeins búin að vera á leiðinni á Airwaves síðan árið 2000. Og félagskapurinn er nú ekki af verri endanum. Engin önnur en hún Nanna Bryngeirsdóttir góðvinkona mín mun verða mín hægri hönd í þessari veislu sem gjöra skal. Við stöllur munum gerast afar tónlistarlega sinnaðar 19.-23. október þar sem við munum rölta á milli hinna ýmsu dansistaða með bros á vör og bjór í hönd.
Nú veit ég að sumir eru ekki svo hressir með "læn öppið" í ár, að það sé ekki nógu spennandi og lítið af stórum nöfnum. Ég segi bara SVEIATTAN við því. Maður verður bara að taka þessu með opnum hug. Ég get aðeins sagt fyrir mína parta að ég er einmitt þarna til að kynnast nýjum stefnum og straumum.
Eníveis....miðasalan byrjar á morgunn (mánudaginn 19.september) fyrir ykkur sem hafið hugsað ykkur að fara á Airwaves og svo er náttúrulega um að gera og kíkja á heimasíðuna en þetta er hún.
http://www.icelandairwaves.com/

Rokk og ról kæru fól!!!

sunnudagur, september 11, 2005

Oh no no no don´t pee in your pants!

Sagan segir....
Að Fergie söngkonan í Black eyed peas hafi gert sér lítið fyrir og migið í sig á tónleikum sem þau héldu nýverið. Af þessu náðust af sjálfsögðu myndir sem berast um netið eins og eldur í sinu. Sjálf segir Fergie að þetta sé svitablettur en eftir að hafa séð þessar myndir sjálf þá finnst mér ekki fara á milli mála að stelpugreyið missti þvag í brækurnar.
Hér er linkurinn að myndunum http://www.thewebshite.net/?p=116 ... hvað haldið þið? Aldrei á minni ævi hef ég heyrt eða orðið vitni að svona slæmu og staðbundnu klobbasvitakasti.

Commentið

föstudagur, september 09, 2005

Neighbours!

Já ég var að horfa á helvíti skemmtilegan þátt sem er var skjá einum í gær. Læknadrama-gaman um lækninn House og hans samstarfsmenn. Mér brá heldur í brún þegar ég sá að einn af aðaleikurunum er er enginn annar en Billy úr nágrönnum. Leikurunum úr þessari áströlsku sápuoperu er alltaf að bregða fyrir hér og þar í allra kvikinda líki. Þannig ég fór svona að velta fyrir mér hverjar aðrir fyrrum nagrannastjörnur hafa hlotið frægð eftir að yfirgefið hið vinalega Ramsay-street.
Fyrst ber að nefna Kylie Minougue sem lék Charlene. Hún er vafalaust sú þekktasta af þeim öllum. Nú svo er Natalie Imbruglia, önnur fræg söngkona. Hverja hun lék man eg ekki (endilega hjalpið mer hér). Hann Jim gamli frá Ramsey Street birtist okkur nýlega sem Caleb i OC. Delta Goodrem sem lek Ninu er að gera það gott sem söngkona og kærasta Bryan Mcfadden úr West life. Guy Pierce sem lek mótorhljólatöffarann Mike, sýndi snilldartakta í Memento og öðrum ræmum. Einmitt nuna koma mer ekki fleiri leikara i hug.... getið þið bent mer a fleiri "my fellow neighbours nerds"?

Það ætti ekki að fara að fara a milli mala að ég er mikill granna-fan hehehe. En eg vil lika biðjast afsökunar a að það vantar kommu yfir suma stafi herna. Lyklaborðið mitt er i fokki!

laugardagur, september 03, 2005

Franz Ferdinand

Jeeeessss! Loksins, loksins, loksins komu skosku snúðarnir í Franz Ferdinand til Íslands og heiðruðu okkur með nærveru sinni í Kaplakrika (sem mig langar alltaf til að kalla Armakrika hahaha).
Ég og Nanna vorum mættar nokkuð tímanlega rúmlega átta og sáum The Jeff Who spila tvö síðustu upphitunarlögin. Eftir að ég hafði fjárfest í einum köldum kranabjór hófst biðin eftir gulldrengjunum. Biðin var ekki svo löng og strákarnir stigu á svið rúmlega níu (held ég).
Tónleikarnir voru í sjálfu sér nokkuð góðir. Franz Ferdinand eru fínir live og ég gat ekki hamið mig þegar þeir tóku sína helstu slagara. Þeir eru líka voða hlýlegir á sviði, spjölluðu aðeins og sögðu "takk takk" á íslensku og annað í þeim dúr. Það er bara eitthvað við menn með skoskan hreim.. manni finnst þeir svo hrikalega kammó þó svo að maður skilji varla eitt orð af þvi sem þeir segja hahahaha.
Það eina sem mér fannst skorta var meira stuð. Ég hefði viljað sjá þá missa sig aðeins meira í gleðinni. En það er náttúrulega bara mitt álit og alls ekki heilagt sem slíkt.
Ég bíð spennt eftir nýju plötunni hjá skotunum vinalegu. Sumt af nýja efninu sem þeir spiluðu lofaði góðu, kannski svolítið poppað við fyrstu hlustun en ég er vongóð.

Einhverjir fleiri sem voru á tónleikunum???

föstudagur, september 02, 2005

Góðan daginn frú mín góð!

Suss... já þetta er slappt að blogga ekki svona lengi. Ég vona bara að hann Ástþór hafi ekki sett mig í hundakofann! En hmmm... ætti maður að gera upp þetta sumar? Nei ég held ekki.. ég fékk mig svo sannarlega fullsadda af því! Haustið er að ganga í garð. Manni er óhætt að skella á sig trefli jafnvel (þ.e.a.s. ef maður er kuldaskræfa líkt og ég er). Síðan er skólinn kominn á fullt skrið og það er gaman. Ég er alveg komin í gír fyrir skólabekkinn held ég barasta. Svo var daman líka að koma frá úgglöndum og nældi sér meira að segja í smá lit (leiðrétting, freknur). Hver veit hvenær næsta útlandaferð verður, ég er nú heldur betur orðinn sjóuð. Ég vona bara að það verði fyrr heldur en síðar. Því miður lítur allt út fyrir að ég fari ekki í mína næstu ferð fyrr en eftir aðrar 12 vikur *dæs*. Svona er það. Maður tekur því bara með jafnaðargeði.

Hvað er það annars með London? Maður fer á Oxford street að versla og þriðja hver manneskja talar íslensku! Hvaðan koma allir þessir Íslendingar???