Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, ágúst 08, 2005

Komin tími til að blogga
Tomin kími bil að bogga

Já já já. Hvar skal byrja?
Þjóðhátíðin?? Bara frrrrrábær en ég sver það að ég tek hann Inga Frey (Öllu kærasta) aldrei aftur á orðinu þegar hann biður mig um að vera drykkjufélaga sinn í Dalnum... ég tók hann bara mjög alvarlega, var mikill drykkjufélagi, nema að hinn félagann (þ.e.a.s Inga) vantaði bara oft á tíðum. Æji svona fer aldurinn með karlmenn *andvarp*. Það er samt alltílagi. Vinkonur mínar klikkuðu náttúrulega ekkert á því og á sunnudaginn vorum við góðar á því og komnar í ansi hreint skemmtilegan gír þar sem við lékum okkur að því að ráðast á saklaust fólk og blása af alefli í nefið á þeim. Ójá... í nefið á þeim! Og það er ekki ekki neitt smá fyndið. Sérstaklega þegar maður er búin að sitja á sumbli í Fishermans og Gajol-staupi.

Svo er allt að komast í réttar skorður hérna hjá dömunni. Æji já kannski ekki skemmtilegasti júlímánuður sem ég hef upplifað en ég er öll að koma til og nú get ég náð í allar bækur og skó í frystinn og komið fyrir á sínum stað. Það sem gerði þetta allt saman alveg bærilegt og alls ekki óþolandi var að ég á bara svo fjandi frábæra vini og ættingja. Það vantaði ekki stuðninginn og ég þakka líka ykkur öllum fyrir góð orð í minn garð hér á blogginu mínu:) Já stelpurnar mínar þær Alla, Nanna og Íris trítuðu mig líka með frábærum kvöldmati hjá Öllu og gáfu mér smá dekur í Laugar Spa. Öfundið mig bara af þessum stelpum... þær eru yndislegar!!

Svona að lokum vill ég deila skemmtilegri sögu með ykkur. Ég er að vinna á Leikskóla og í síðustu viku kom þriggja ára guttinn hlaupandi til mín í hjúkkuslopp og með hlustunarpípu og svona fór okkar samtal.

Gutti: Erna ég þarf að lækna þig! (rífur upp bolinn hjá mér og leggur hlustunarpípu á magann á mér)
Ég: Hva er ég veik?
Gutti: Já þú ert veik í bumbunni.
Ég: Nú? Hvað er að mér?
Gutti: Það er eitthvað í bumbunni á þér!! (hlustar af ákafa)
Ég: Ha? Er það?
Gutti: Já... það er KÚKUR í bumbunni!

Gotta love those kids!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home