Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, júlí 15, 2005

Staðan er þessi....og lesið þetta vel og lærið af mínum mistökum!!!!!!!!!

Stofusófi: farin á haugana
Svefnsófi: farin á haugana
Tveir bólstraðir stólar: Farnir á haugana
Rúm: farið á haugana sniff sniff sniff

Þar að auki er ég búin að þvo hverja einustu flík af mér. Henda slatta af fötum sem ég nota lítið sem ekkert (bara að létta undir með þvottamennskunni. Allar bækur, blöð, bæklingar, bangsar, töskur, veski og skór eru í frysti næstu tvær vikurnar. Og svo var auðvitað eitrað. Það var eitrað við gólf, veggi, ljós, hurðar, glugga, innstungur, inní skápa, aftan á allt sem hékk á veggjum og annað smádrasl. Íbúðin er svo gott sem tóm og ég er búin á því. Ég hef sem betur fer notið góðrar hjálpar fjölskyldumeðlima og vina. Þið sem hafið verið í heimsókn hjá mér þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að þetta hafi borist með ykkur eða með mér. Ég spurði meindýraeyðinn. Þið hafið ekki gist í rúminu mínu með farangur;) En þetta get ég sagt ykkur. Þið skuluð alltaf skoða rúmin á hótelum sem þið gistið á í útlöndum. Ekki skilja töskurnar eftir opnar á gólfinu. Hafið þær lokaðar upp á borði með fötunum í. Þegar þið komið heim skuluð þið skutla ÖLLUM fötum rakleiðis í þvottavél og svo skuluð þið þvo og rykskuga töskuna að utan og innan, spreyja hana með pödduspreyi og helst geyma hana niðrí geymslu eða bara úti í tvær vikur. Meindýraeyðirinn sagði mér að þetta væri að aukast verulega. Áður voru svona 2-3 tilfelli á ári en núna eru það 2-3 tilfelli á viku. Við erum að ferðast miklu meira en áður því flugfargjöldin eru orðin miklu lægri.

Og hér kemur það sem vonandi það sem vekur okkur öll til umhugsunar. VIÐ GETUM EKKI TRYGGT OKKUR GEGN MEINDÝRUM. Tjónið sem ég hef því orðið fyrir er óbætanlegt að öllu leyti.

Lifið og lærið

Ykkar Erna Björk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home