Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Ha?? ég vissi ekki að ég hefði pantað gistingu á Lansanum á Hringbraut???

Smávægilegir verkir sem þú varla tekur eftir á fimmtudagseftirmiðdegi geta verið óbærilegar kvalir á miðnætti sama dag og ástæða þess að þér er hent undir hnífinn á föstudagsmorgni.
Já svona grunlaus var ég en ég ákvað nú svona samt til öruggis að setja i-podinn og tannburstann í töskuna mína áður en ég brunaði niður á bráðamóttökuna eftir að nattenvakten var búin að pota í magann á mér og greina mig með "hugsanlegt botnlangakast". Þannig var ég stödd á sjúkrabörum á Hringbrautinni á meðan að flestir sem ég þekkti voru að jafna sig eftir Duran Duran. Allskyns prufur voru teknar, ég var mæld fram og til baka, potað í mig á alla kanta og sprautuð við öllum andskotanum. Svona lá ég í lyfjamóki fram undir morgunn þar til það var ýtt við mér og mér sagt að ég færi undir hnífinn. "Núnú..." sagði ég hin rólegasta þó svo að þetta væri það allra síðasta sem ég nennti að standa í. +
Jæja ég var "preppuð" eða undirbúin eins og ætti víst að segja og síðan svæfð um áttaleytið á föstudagsmorgni. Svo vakna ég á gjörgæslu alveg úti að aka... það var verið að siða mig til því ég var alltaf að kippa súrefnisslöngu úr nefinu sem átti að láta vera. Í alvöru... nú veit ég hvernig krökkum líður þegar maður talar niður til þeirra: "Erna þú ert á gjörgæslu núna. Það MÁ ekki taka þessa slöngu.. þú verður að fá súrefni ofan í lungun á þér". "Uuhhm.. ókey" sagði ég en rykkti slöngunni samt úr nefinu í tíundusta skiptið. Ég veit ekkert afhverju ég gerði það... mig klæjaði bara eitthvað í nebbann og réð ekki við þessi viðbrögð.
Jæja útskrifuð á laugardegi og komin heim til Eyja samdægurs en stelpan var eitthvað ekki alveg að taka við sér. Ekkert hélst niðri og verkirnir voru verri en nokkurntíma áður þannig mér var brunað í sjúkrabíl uppá Spítalann hérna í Eyjum um kvöldmatarleytið. Þannig lá ég þangað til rétt eftir hádegi í dag... eða í 17klst allt í allt. Það var gott að fá smá vökva og hvíld um nóttina og ég fékk sprautu við verkjunum og ógleðinni (sem ég verð að segja hefur verið versti fylgifiskurinn auk uppkastanna brrrrt).
Ég er sumsé alveg hreint að taka við mér. Get borðað. Svolítið upplásin eftir kuklið í mallanum á mér... Æji já þeir tóku einhverjar blöðrur, uppsafnað blóð og botnlangann. Allt þetta var snyrtilega gert í gegnum þrjá skurði á mallanum mínum og til þess að þetta væri mögulegt þurfti að blása mig upp. Án gríns... maginn er blásinn upp svo betra sé að vinna á manni.
Sumsé.. á batavegi... svolítið uppblásin en þetta kemur vonandi allt eftir vikuhvíld. Nú verðið þið að afsaka mig því ég er alveg búin á því að sitja hérna við tölvuna og ætla aðeins að leggja mig oggupons.

Stay healthy

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home