Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, júní 24, 2005

Gamli sorry Gráni.

Komiði sæl! takk fyrir reglubundið innlit hér á síðuna mína en ég hvet ykkur þó eeeiiindregið til að commenta meira. Æji þið vitið hvernig ég er. Elska að fá smá feedback. En það eru ákveðnir einstaklingar sem standa nú alltaf fyrir sínu og það eru mínur kærustu vinir (sumsé vinirnir sem eru mér kærastir en ekki vinir kærustunnar minnar hahaha).

Humm og ha... fór á árgangsmót og það var baaara gaman fyrir allan peningin. Gaman að knúsa gamla félaga og skála með þeim. Þetta var svo sannarlega ekki eins ógurlegt og ég hélt það yrði. Ég tapaði mér alveg í mómentinu og þegar ég sagði Írisi í tuttugasta skiptið að ég bara tryði því ekki að ég væri í svona frábærum árgangi þá ældi hún svoleiðis yfir mig... í nítjánda skiptið (sorry Íris mín). En nóg með mómentin... átti það nú samt gott þegar ég skutlaði mér í mölina til að grípa bolta í kýló. Maður tapar sko ekkert fyrir Barnaskólanum... Hamarsskólinn í Vestmannaeyjum ber auðvitað af í þokka og íþróttafrekum. Verst að það olnboginn á mér er allur svoleiðis myglugrænn og marin eftir herlegheitin. En allt fyrir sigurinn!!!!

Annars er bara allt pollrólegt hér hjá Ernunni. Ætla á snúruna í óákveðin tíma því ég skelf alveg í tremmanum hérna eftir tvær fylleríhelgar í röð UUUUUSSSSSSSS!!!

Já svo segja mér allir að von sé á The Bravery á Airwaves?? Ha? Ekki hef ég heyrt neitt um það en djöfull mundi mér nú ekki leiðast það svei mér þá. Ég spurði Anthony en hann kemur ofan af fjöllum. Það er verið að altera þessari stundatöflu þeirra enn eina ferðina þannig að það má bara vel vera. Ég spurði líka hvort þeir yrðu næst bókaðir á tunglinu því það er alltaf verið að bóka þá fjær og fjær Íslandi. Japan, Ástralía og Indonesía.... anskotinn hafi það.... færið ykkur norðar for crying out loud!

En ég get sagt ykkur þetta... þið munuð vita ef þeir koma á Airwaves. Þá munu heyrast stríðsöskur úr Hraunbænum og ef þið horfið vel... mjög vel.. þá sést ég sveifla mér á milli ljósastaura borgarinnar í sæluvímu.

Þangað til næst... lifið heil! og ekki gleyma trefjunum. Þær gera salernisferðirnar svo miklu ánægjulegri híhíhíhí!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home