Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Fjúúúffff!

Já þetta gengur allt í hringi. Þegar maður byrjaði að smakka áfengi þá var nú afar takmarkað aðgengið sem maður fékk að böllum þannig að mesta drykkjan fór fram í heimahúsum. Síðan eyddi maður 4 árum í að þrá að komast inn á flest alla skemmtistaði. Það það takmark náðist loks voru nokkrir aðrir klúbbar sem maður þurfti að bíða í 2 ár í viðbót með að komast inn á.. og hvar stend ég núna rúmlega 23 ára gömul stelpa?? Já ég skal segja ykkur það. Ég er komin á byrjunarreit þar sem ég eyddi allri helginni á kojufyllerý með henni Írisi vinkonu! Miðbærinn var meira að segja nokkuð fjarri okkar huga. Sérstaklega föstudagskvöldið. Ooooohh ég er svo göööömul. Ég er meira að segja að fara á ÁRGANGSMÓT næstu helgi. Biðjið fyrir ykkur!!!!!!!!! Þetta á nú eftir að verða eitthvað magnað hjá henni Ernu Björk Einarsdóttur!

Fyrir utan þetta hef ég haft það alveg ágætt. Vinnan gengur vel fyrir sig og við erum með þrjá nýja gutta inn á deildinni okkar sem er voða gaman að knúsast aðeins með því þeir eru svo litlir og dúllulegir. Já þetta er alveg ágætis vinna á leikskóla. Maður er misþreyttur eftir daginn og þessar dúllur geta ýmist bætt manns geð eða svoleiðis sogið úr manni alla orku þannig maður fellur eins og tré í stofusófann og rotast algjörlega.

Annars eru 35 dagar í næstu Ameríkuheimsókn. Ekki svo slæmt... en heldur ekki svo gott. Stundum óskar maður bara þess að tíminn flygi áfram fyrirhafnarlaust. Talaði einmitt við kallinn minn í dag og þeir hita upp fyrir ekki verri hljómsveit en U2 á morgunn. Ég held ég myndi skera af mér annað eyrað og selja það ef ég vissi að yrði til þess að ég gæti orðið vitni að þessum atburði.... eeeeen svona er lífið, soddan tík.

Sparnaðar- og lífstílsráð Ernu Bjarkar

-Kojufyllerý: alveg inni! Sparar leigubílakostnað og annan peningaskaða (og bara almennan skaða yfir höfuð) sem hlýst af bæjarbrölti.
-Skalli-Hraunbæ: ný spóla og gömul á 300. Bara eins og í gamla daga!!!!
-Smoothie: nei ekki skyr smoothie heldur svona venjulegur ávaxtasmoothie sem því miður er bara til frá erlendum fyrirtækjum. Þetta er þvílíkt hollt og gott nammmmmmmm!
-Ferðalög: æji afhverju ekki? Hvort sem er til útlanda eða hér innanlands. Ferðist bara og víkkið sjóndeildarhringinn.
-Kókómjólk: trúið ekki vondu sögunum!! Ég er að segja ykkur það... þetta er uppspretta lífs og almennrar heilsu! SKÁL!
-Að lokum......afhverju að kaupa kort í ræktina á sumrin þegar þú getur frekar: farið í göngu, synt, hjólað, prílað Esjuna, farið og sparkað í tuðru með vinum þínum, stundað kynlíf, sippað, stundað kynlíf, labbað með hundinn, stundað kynlíf, slegið blettinn, stundað kynlíf, stundað kynlíf, stundað kynlíf........ fleiri uppástungur???? hahahahahaha

Njótið sumarsins!!!!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home