Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, júní 24, 2005

Gamli sorry Gráni.

Komiði sæl! takk fyrir reglubundið innlit hér á síðuna mína en ég hvet ykkur þó eeeiiindregið til að commenta meira. Æji þið vitið hvernig ég er. Elska að fá smá feedback. En það eru ákveðnir einstaklingar sem standa nú alltaf fyrir sínu og það eru mínur kærustu vinir (sumsé vinirnir sem eru mér kærastir en ekki vinir kærustunnar minnar hahaha).

Humm og ha... fór á árgangsmót og það var baaara gaman fyrir allan peningin. Gaman að knúsa gamla félaga og skála með þeim. Þetta var svo sannarlega ekki eins ógurlegt og ég hélt það yrði. Ég tapaði mér alveg í mómentinu og þegar ég sagði Írisi í tuttugasta skiptið að ég bara tryði því ekki að ég væri í svona frábærum árgangi þá ældi hún svoleiðis yfir mig... í nítjánda skiptið (sorry Íris mín). En nóg með mómentin... átti það nú samt gott þegar ég skutlaði mér í mölina til að grípa bolta í kýló. Maður tapar sko ekkert fyrir Barnaskólanum... Hamarsskólinn í Vestmannaeyjum ber auðvitað af í þokka og íþróttafrekum. Verst að það olnboginn á mér er allur svoleiðis myglugrænn og marin eftir herlegheitin. En allt fyrir sigurinn!!!!

Annars er bara allt pollrólegt hér hjá Ernunni. Ætla á snúruna í óákveðin tíma því ég skelf alveg í tremmanum hérna eftir tvær fylleríhelgar í röð UUUUUSSSSSSSS!!!

Já svo segja mér allir að von sé á The Bravery á Airwaves?? Ha? Ekki hef ég heyrt neitt um það en djöfull mundi mér nú ekki leiðast það svei mér þá. Ég spurði Anthony en hann kemur ofan af fjöllum. Það er verið að altera þessari stundatöflu þeirra enn eina ferðina þannig að það má bara vel vera. Ég spurði líka hvort þeir yrðu næst bókaðir á tunglinu því það er alltaf verið að bóka þá fjær og fjær Íslandi. Japan, Ástralía og Indonesía.... anskotinn hafi það.... færið ykkur norðar for crying out loud!

En ég get sagt ykkur þetta... þið munuð vita ef þeir koma á Airwaves. Þá munu heyrast stríðsöskur úr Hraunbænum og ef þið horfið vel... mjög vel.. þá sést ég sveifla mér á milli ljósastaura borgarinnar í sæluvímu.

Þangað til næst... lifið heil! og ekki gleyma trefjunum. Þær gera salernisferðirnar svo miklu ánægjulegri híhíhíhí!

þriðjudagur, júní 14, 2005

Fjúúúffff!

Já þetta gengur allt í hringi. Þegar maður byrjaði að smakka áfengi þá var nú afar takmarkað aðgengið sem maður fékk að böllum þannig að mesta drykkjan fór fram í heimahúsum. Síðan eyddi maður 4 árum í að þrá að komast inn á flest alla skemmtistaði. Það það takmark náðist loks voru nokkrir aðrir klúbbar sem maður þurfti að bíða í 2 ár í viðbót með að komast inn á.. og hvar stend ég núna rúmlega 23 ára gömul stelpa?? Já ég skal segja ykkur það. Ég er komin á byrjunarreit þar sem ég eyddi allri helginni á kojufyllerý með henni Írisi vinkonu! Miðbærinn var meira að segja nokkuð fjarri okkar huga. Sérstaklega föstudagskvöldið. Ooooohh ég er svo göööömul. Ég er meira að segja að fara á ÁRGANGSMÓT næstu helgi. Biðjið fyrir ykkur!!!!!!!!! Þetta á nú eftir að verða eitthvað magnað hjá henni Ernu Björk Einarsdóttur!

Fyrir utan þetta hef ég haft það alveg ágætt. Vinnan gengur vel fyrir sig og við erum með þrjá nýja gutta inn á deildinni okkar sem er voða gaman að knúsast aðeins með því þeir eru svo litlir og dúllulegir. Já þetta er alveg ágætis vinna á leikskóla. Maður er misþreyttur eftir daginn og þessar dúllur geta ýmist bætt manns geð eða svoleiðis sogið úr manni alla orku þannig maður fellur eins og tré í stofusófann og rotast algjörlega.

Annars eru 35 dagar í næstu Ameríkuheimsókn. Ekki svo slæmt... en heldur ekki svo gott. Stundum óskar maður bara þess að tíminn flygi áfram fyrirhafnarlaust. Talaði einmitt við kallinn minn í dag og þeir hita upp fyrir ekki verri hljómsveit en U2 á morgunn. Ég held ég myndi skera af mér annað eyrað og selja það ef ég vissi að yrði til þess að ég gæti orðið vitni að þessum atburði.... eeeeen svona er lífið, soddan tík.

Sparnaðar- og lífstílsráð Ernu Bjarkar

-Kojufyllerý: alveg inni! Sparar leigubílakostnað og annan peningaskaða (og bara almennan skaða yfir höfuð) sem hlýst af bæjarbrölti.
-Skalli-Hraunbæ: ný spóla og gömul á 300. Bara eins og í gamla daga!!!!
-Smoothie: nei ekki skyr smoothie heldur svona venjulegur ávaxtasmoothie sem því miður er bara til frá erlendum fyrirtækjum. Þetta er þvílíkt hollt og gott nammmmmmmm!
-Ferðalög: æji afhverju ekki? Hvort sem er til útlanda eða hér innanlands. Ferðist bara og víkkið sjóndeildarhringinn.
-Kókómjólk: trúið ekki vondu sögunum!! Ég er að segja ykkur það... þetta er uppspretta lífs og almennrar heilsu! SKÁL!
-Að lokum......afhverju að kaupa kort í ræktina á sumrin þegar þú getur frekar: farið í göngu, synt, hjólað, prílað Esjuna, farið og sparkað í tuðru með vinum þínum, stundað kynlíf, sippað, stundað kynlíf, labbað með hundinn, stundað kynlíf, slegið blettinn, stundað kynlíf, stundað kynlíf, stundað kynlíf........ fleiri uppástungur???? hahahahahaha

Njótið sumarsins!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, júní 09, 2005

Vinir, vandamenn!

Endursýningin á Jay Leno þættinum sem var sýndur í kvöld miðvikudaginn 8. júní (þar sem Adam Brody er gestur) er algjört möst, ekki láta endann á þættinum framhjá ykkur fara. Þið vitið útafhverju ef þið þekkið mig;) Stelpan getur bara ekki setið á sér núna og auglýst aðeins í þágu hjarta síns. Ef þið sáuð þáttinn.... enn betra!!

Rock on

mánudagur, júní 06, 2005

hmmmm....


Ég hef enga afsökun því miður. Ég horfi stundum á Bachelor og Bachelorette eeeeeeeen..... ég fékk eiginlega ógeð þegar ég horfði á síðasta þátt af Bachelor "the women tell all". Er þessi þáttur kannski hugsanlega það heimskulegasta sem hefur verið sýnt í sjónvarpi? Þarna voru þær allar komnar saman konurnar sem piparsveinninn dömpaði og allar alveg brjálaðar út í einu kvensuna sem passaði ekki inn í normið. Ef þessi þáttur sýnir ekki kveneðliðið í sinni verstu mynd þá megið þið bróka mig og kalla mig Sebastían (eða eitthvað svoleiðis). Þær voru allar á svo háum stalli blessaður glyðrurnar, mér varð bara illt af því. Alveg þori ég að veðja að þær hafi flestar misst meydóminn blindfullar í baksætinu á bíl með gaur sem var þegar búinn að bóna allar vinkonur þeirra!
Annars gæti ég eytt þúsund orðum í það hversu pirruð ég varð á því að horfa á þetta, ég bara nenni því ekki. Það eina sem ég vil segja er þetta:

Stelpur, konur, kellingar.... baknag, nöldur, hroki, fals o.s.frv er það sem gerir okkur óaðlaðandi og hindrar að við sigrum heiminn! Stígum niður úr hásætinu og reynum að komast áfram á eigin verðugleikum og ekki annara.

Athyglisvert var líka að þær hömpuðu allar piparsveininum sjálfum.... það var náttúrulega ekkert út á hann að setja þó svo að hann væri oftar en ekki algjörlega ósamkvæmur sjálfum sér og veiklyndur. Allt fyrir peningana og tittlinginn ekki satt??

Takk fyrir!