Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Haaa? Próflestur segirðu???

Já... ég hef lýst yfir viðbjóði mínum á þessu tímabili á lífi mínu... P-R-Ó-F (brrrrrr). Ég er ekki prófmanneskja, ég er ritgerðar og verkefnamanneskja. Fyrir mér jafnast próflestrartörnin á við tíðir-pungspark-niðurgang-sinadrátt-botlangabólgu og ælupest öllu saman troðið settlega í tvo verstu mánuði í heimi!

En maður gallar sig bara upp og stendur óttalaus framm fyrir sínum versta óvini. Ég er kannski bara Davíð á móti þessum Golíat en ég á sko hríðskotabyssu hahahahahahahahahaha!! Die you big fat giant!!!
Það verður síðan afar hressandi að byrja sumarið fyrir alvöru. Byrja að vinna, spóka sig í sólinni (þ.e. þess inn á milli sem hún gægist í gegnum skýin), hlaupa undan öllu gul-svartröndóttu. Aaaaahhh sumarið er tímin!

Ég fór reyndar svona að velta einu fyrir mér. Ég verð ekkert fyrir miklu ónæði af íbúðunum í kringum mig. Stigagangurinn er frekar rólegur og friðsæll NEMA á fréttatímanum!! Þá virðist bara vera sem nágrannar mínir skrúfi svoleiðis í botn í sjónvarpstækjunum sínum að það mætti halda að himin og jörð væru að farast. Þetta er bara algengt.... það hækka allir í botn þegar það er fréttatími í sjónvarpinu og svo er kveikt á öðru sjónvarpstæki eða útvarpstæki í hinum enda hússins til að skapa svona skemmtilega steríóstemningu, og svo má auðvitað enginn mæla orð. Afhverju ætli þetta sé??? Meðtekur maður fréttirnar betur séu þær á hæsta styrk? Verður meira eftir af þeim í hausnum á manni ef maður hlýtur heyrnaskaða á fréttatíma? Verður heyrnin mín kannski ofurnæm á milli 19-20 alla daga?? Er þetta samsæri? Nei ég spyr bara, manni verður sko ekki um sel hérna hehehehe. En ég get nú sagt ykkur það að ég get vel hlustað á fréttir á eðlilegum hljóðstyrk, þið ættuð að prófa það;)

Bestu kveðjur
Erna Björk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home