Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, maí 20, 2005

Aftur til siðmenningar!

I´m baaaaack. Nú er ein ritgerð eftir og svo er ég bara búin í prófum vííííííí!!! Eftir 8 daga verð ég síðan í Good old London:D

Annars hefur þessi vika verið alveg hreint furðuleg. Það byrjaði allt á þriðjudaginn þegar ég tók síðasta prófið mitt. Ég hafði ákveðið að skella mér til spákonu í tilefni dagsins og sjá hvað sumarið gæti haft upp á að bjóða. Um leið og ég settist hjá henni sagðiðst hún sjá endurupptektarpróf hjá mér. Margt annað miður skemmtilegt sagði hún mér líka en ég held því útaf fyrir mig. Við skulum bara orða þetta svona... ég ætla ALDREI aftur til spákonu og hana nú. Samdægurs fórum ég og bekkurinn minn á íslenskukjörsviði að fagna próflokum í bústaði bekkjarsystur okkar í Skorradal. Það var mjög skemmtilegt og við sem þurftum að vinna daginn eftir héldum af stað í bæjinn upp úr klukkan eitt. Ég var sumsé komin í Árbæ klukkan tvö um nótt þegar ég uppgvötva mér til mikillar skelfingar að ég hafði skilið lyklana mína eftir upp í Skorradal. Eftir að hafa brotið heilann í þónokkra stund ákvað ég að veðja á að Íris vinkona sæji nú auman á mér og hleypti mér inn í sín híbýli. Íris var sem betur fer vakandi og ég fékk dýrindis Tortellini hjá henni áður en ég sofnaði eins og kettlinglur í stofusófanum hennar. Ekki einu sinni halda að hrakförum mínum hafi lokið þarna. Ónei!!! Ég þurfti að sjálfsögðu að taka leigubíl í vinnuna daginn eftir og þar sem ég kunni ekki við að koma að leikskólanum í leigubíl bið ég leigubílstjórann að stoppa við Árbæjarskólann. Karlhelvítð silaðist þetta svoleiðis á sniglahraða og þegar ég er kominn inn í Árbæjinn sýnir mælirinn 980 krónur og það aðeins eftir að hafa keyrt frá Engihjalla. Hann ætlað að taka lengri krók að áfangastað þannig ég bendi honum á að taka aðra beygju svo við verðum fljótari sem mér fannst bara afar vinsamleg ábending en neeeeeeiiii..... kallinn tjúllaðist og sótbölvaði mér fyrir að láta hann taka götu með svona mörgum hraðahindrunum. Þegar ég kvittaði fyrir farinu fyrir utan Árbæjarskólann spurði mannfjandinn mig að lokum hvort ég væri að fara í síðasta prófið mitt. HANN HÉLT VIRKILEGA AÐ ÉG VÆRI KRAKKI Í 10 BEKK AÐ TAKA LEIGUBÍL Í SAMRÆMDU!! Hvers á ég að gjalda????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home