Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, maí 31, 2005

Home again!!!!!!!!!!!!!! Jæja hér er ferðasaga.

Jæja þá er mjög stuttir en ánægjulegri dvöl í London lokið. Ég fór út síðasta laugardag og kom heim seint á mánudagskvöldi. Nú er London eiginleg orðin mitt annað heimili ef svo má segja. Annars var ég lent um hádegi á Heathrow og stuttu seinna hitti ég Díönu í miðbænum. Við settumst og fengum okkur að snæða og drekka saman og síðan fórum við og kærastinn hennar á tónleikana á Astoria. Það var mikið stuð og í kringum miðnætt fékk ég að knúsa kallinn minn eftir næstum 5 vikna aðskilnað. Næsta dag sváfum við út og dóluðum okkur í London þangað til þeir spiluðu aftur um kvöldið á sama klúbbi. Í það skiptið naut ég félagskapar Védísar, Greg og Ástþórs. Eftir það kvöddum við þríeykið og spjölluðum aðeins við vini okkar sem við höfum ekki hitt lengi. Eftir það var haldið upp á hótel því að Anthony var komin með flensu. Síðasti dagurinn fór síðan í myndatökur, viðtöl og spítalaheimsókn áður en ég vippaði mér upp í lestina sem flutti mig á flugvöllinn.
Já þetta er nú bara ferðasagan í grófum dráttum. Ég nenni ekki að fara í smáatriði eins og hvernig sturtusápan á hótelinu var eða hversu gott var að fá café laté á Starbucks.... en það var samt mjög gott ykkur að segja hehehehe.
Ég var bara glöð hversu vel þessi stutta heimsókn heppnaðist og það er líka gott að hittast í borg sem ég þekkji og veit hvernig ég á að koma mér á milli staða í. Ég hefði verið þvííkt týnd í New York í svona stuttri heimsókn.... ég þarf bara nokkrar heimsóknir í viðbót til að læra inn á þá borg;) Það er bara svo þægilegt að nota almenningsamgöngur í London. Lestarkerfið er næstum Idiot-proof og um leið og þú nærð tökum á því þá standa þér allir vegir opnir:D

Annars bara svona í lokin.... ég náði mínum prófum og míns er afar sátt!!!!

Jæja þá er bara að telja vikurnar í næstu heimsókn.... sem er eftir tæpar 7 vikur í USA ef mér skjátlast ekki.

Lifið heil litlu lömb

sunnudagur, maí 22, 2005

Þetta er eitthvað fyrir ykkur stelpur:)






You Are Gwen Stefani!


All guys dream about you
And all the girls want to be you
"Sappy pathetic little me
That was the girl I used to be"





Who's Your Inner Rock Chick? Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



föstudagur, maí 20, 2005

Aftur til siðmenningar!

I´m baaaaack. Nú er ein ritgerð eftir og svo er ég bara búin í prófum vííííííí!!! Eftir 8 daga verð ég síðan í Good old London:D

Annars hefur þessi vika verið alveg hreint furðuleg. Það byrjaði allt á þriðjudaginn þegar ég tók síðasta prófið mitt. Ég hafði ákveðið að skella mér til spákonu í tilefni dagsins og sjá hvað sumarið gæti haft upp á að bjóða. Um leið og ég settist hjá henni sagðiðst hún sjá endurupptektarpróf hjá mér. Margt annað miður skemmtilegt sagði hún mér líka en ég held því útaf fyrir mig. Við skulum bara orða þetta svona... ég ætla ALDREI aftur til spákonu og hana nú. Samdægurs fórum ég og bekkurinn minn á íslenskukjörsviði að fagna próflokum í bústaði bekkjarsystur okkar í Skorradal. Það var mjög skemmtilegt og við sem þurftum að vinna daginn eftir héldum af stað í bæjinn upp úr klukkan eitt. Ég var sumsé komin í Árbæ klukkan tvö um nótt þegar ég uppgvötva mér til mikillar skelfingar að ég hafði skilið lyklana mína eftir upp í Skorradal. Eftir að hafa brotið heilann í þónokkra stund ákvað ég að veðja á að Íris vinkona sæji nú auman á mér og hleypti mér inn í sín híbýli. Íris var sem betur fer vakandi og ég fékk dýrindis Tortellini hjá henni áður en ég sofnaði eins og kettlinglur í stofusófanum hennar. Ekki einu sinni halda að hrakförum mínum hafi lokið þarna. Ónei!!! Ég þurfti að sjálfsögðu að taka leigubíl í vinnuna daginn eftir og þar sem ég kunni ekki við að koma að leikskólanum í leigubíl bið ég leigubílstjórann að stoppa við Árbæjarskólann. Karlhelvítð silaðist þetta svoleiðis á sniglahraða og þegar ég er kominn inn í Árbæjinn sýnir mælirinn 980 krónur og það aðeins eftir að hafa keyrt frá Engihjalla. Hann ætlað að taka lengri krók að áfangastað þannig ég bendi honum á að taka aðra beygju svo við verðum fljótari sem mér fannst bara afar vinsamleg ábending en neeeeeeiiii..... kallinn tjúllaðist og sótbölvaði mér fyrir að láta hann taka götu með svona mörgum hraðahindrunum. Þegar ég kvittaði fyrir farinu fyrir utan Árbæjarskólann spurði mannfjandinn mig að lokum hvort ég væri að fara í síðasta prófið mitt. HANN HÉLT VIRKILEGA AÐ ÉG VÆRI KRAKKI Í 10 BEKK AÐ TAKA LEIGUBÍL Í SAMRÆMDU!! Hvers á ég að gjalda????

mánudagur, maí 09, 2005

Eeeeiiiiitt prrróóóf búúúið!!!

Ég verð nú bara að mannlegri ruslahrúgu eftir próf... ég get svarið það! Ég held ég ætti betur með að hlaupa berfætt með sjónvarpstæki í fanginu upp og niður Esjuna heldur en að leggja þennan prófviðbjóð á mig OJBARASTA!!!!
Annars er ég á leiðinni til London eftir rúmar tvær vikur og hlakka bara nokkuð mikið til. Verð reyndar bara í tvær nætur sem er eins og dropi í hafið þegar maður ætlar að eyða tíma með kallinum sínum en maður kyngir því bara eins og stór stelpa og gerir það besta úr hlutunum.

Annars þykir mér nú miður hversu þunnt tevatn ferðasagan mín til NY var. Það gerðist nú ýmislegt skemmtilegt þarna skal ég segja ykkur. Ég hitti náttúrulega tengdaforeldrana í fyrsta skiptið og það var virkilega hressandi. Fjölskyldan er mjög Amerísk (eins og gefur að skilja). Allur skarinn mætti á seinni tónleikana hjá strákunum og þá er ég að tala um settið, systkini og makar mömmunnar (Roz), bróðir Anthony (James) og Marissa kærastan hans. Það gekk nú ekki lítið á. Þetta er mjög stór og hávær fjölskylda og þau fundu sér góðan stað á svölunum og tóku frá stól sérstaklega fyrir mig. Á tímabili var ég ekki viss hvort þau væru þarna til að sjá Anthony eða mig því þau svoleiðis mynduðu mig fram og til baka. Á endanum komu dyraverðirnir askvaðandi og rifu myndavélina af pabba Anthony og gott betur því þeir tóku filmuna úr vélinni. Kallinn var ekki sá hressasti og sendi þeim fingurinn. Ekki þorðu þeir nú í hann því hann er tæpir tveir metrar á hæð og ansi massívur. Jæja svo byrja þeir að spila og öll hersingin klífur upp á borði og stóla, hoppandi og skoppandi og aftur koma dyraverðirnir hlaupandi og biðja alla vinsamlegast að drulla sér niður. Það þýddi samt ekki að það færi minna fyrir þeim þessum elskum... þau hrópuðu og kölluðu nafn gulldrengsins síns við hvert tilefni og þegar að þriðji gesturinn var búin að fara í dyrnar og kvarta yfir þessum látum lét ég mig bara hverfa og stóð við barinn það sem eftir var af kvöldi.

Æj þetta er besta fólk og þótti mikið til koma að ég var með blá augu... þau voru óð og uppvæg að fá þau gen í sína fjölskyldu hehehehehe:D

Jæja ég er farin að taka smá til í litlu íbúðinni minni... það veitir nú ekki af.

Adios!!!!!!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Haaa? Próflestur segirðu???

Já... ég hef lýst yfir viðbjóði mínum á þessu tímabili á lífi mínu... P-R-Ó-F (brrrrrr). Ég er ekki prófmanneskja, ég er ritgerðar og verkefnamanneskja. Fyrir mér jafnast próflestrartörnin á við tíðir-pungspark-niðurgang-sinadrátt-botlangabólgu og ælupest öllu saman troðið settlega í tvo verstu mánuði í heimi!

En maður gallar sig bara upp og stendur óttalaus framm fyrir sínum versta óvini. Ég er kannski bara Davíð á móti þessum Golíat en ég á sko hríðskotabyssu hahahahahahahahahaha!! Die you big fat giant!!!
Það verður síðan afar hressandi að byrja sumarið fyrir alvöru. Byrja að vinna, spóka sig í sólinni (þ.e. þess inn á milli sem hún gægist í gegnum skýin), hlaupa undan öllu gul-svartröndóttu. Aaaaahhh sumarið er tímin!

Ég fór reyndar svona að velta einu fyrir mér. Ég verð ekkert fyrir miklu ónæði af íbúðunum í kringum mig. Stigagangurinn er frekar rólegur og friðsæll NEMA á fréttatímanum!! Þá virðist bara vera sem nágrannar mínir skrúfi svoleiðis í botn í sjónvarpstækjunum sínum að það mætti halda að himin og jörð væru að farast. Þetta er bara algengt.... það hækka allir í botn þegar það er fréttatími í sjónvarpinu og svo er kveikt á öðru sjónvarpstæki eða útvarpstæki í hinum enda hússins til að skapa svona skemmtilega steríóstemningu, og svo má auðvitað enginn mæla orð. Afhverju ætli þetta sé??? Meðtekur maður fréttirnar betur séu þær á hæsta styrk? Verður meira eftir af þeim í hausnum á manni ef maður hlýtur heyrnaskaða á fréttatíma? Verður heyrnin mín kannski ofurnæm á milli 19-20 alla daga?? Er þetta samsæri? Nei ég spyr bara, manni verður sko ekki um sel hérna hehehehe. En ég get nú sagt ykkur það að ég get vel hlustað á fréttir á eðlilegum hljóðstyrk, þið ættuð að prófa það;)

Bestu kveðjur
Erna Björk

sunnudagur, maí 01, 2005

Hádí hó.

Komin frá New York. I´ve seen it all.....Sex and the city, Desperate Housewifes, Frelsistyttuna, Times Square, Victorias Secret, Starbucks og já... meira að segja Dunkin Donuts. Að ógleymdri Empire State building sem var hreint út sagt frábær upplifun, að standa á 86 hæð og horfa yfir eina helstu stórborg heimsins. Verst að ég var stödd þarna með manni sem var svo hrikalega lofthræddur að hann vildi ekki einu sinni standa með mér og líta niður í gegnum rimlana.... ojæja maður getur víst ekki fengið allt hehehehe. Ég fékk Kanamenninguna beint í æð og var eldað ofan í mig dýrindis Amerískur morgunverður á öðrum degi: pönnslur með sýrópi, egg, bacon, kringlur og rjómaostur. SVAKA FÍNHEIT ALVEG. Eini gallinn er sá að maður er ekki beint vanur því að troða sig út af kræsingum á morgnanna hérna á Íslandi og mig svimaði alveg þegar ég var búin að pína ofan í mig einni pönnslu, eggi og kringlu. Þá var pískrað yfir matarborðið að þessi litla stelpa væri ekki beint með mikla matarlyst en ég tjáði öllum um leið að við værum bara ekki vön að borða svona stóran morgunverð. Þá var ég spurð hvað væri þá traditional icelandic breakfast og ég svaraði bara voða einlægt.. nú Cheerios! Þá hlógu bara allir dátt og ég bara roðnaði svolítið. Ekki skánaði það þegar ég var spurð um traditional Icelandic cooking og ég alveg....: öööööö Þorramatur????? Djöfull er asnalegt að vera frá Íslandi, næst segjist ég bara vera frá Danmörku eða eitthvað. Svo auðvelt að eigna sér menningu þeirra.
Einnig sló sú staðreynd heldur betur í gegn að Free Willy hefði gist í höfninni í Vestmannaeyjum með því markmiði að frelsa hann. Okkur tókst nú ekki að frelsa Willy greyið en hann frelsaði svolítið annað þegar hann lenti í Eyjum því eins og svo margir vita þá var Willy kallinn með svaka bóner þegar hann var settur í kvínna sína. Við frelsuðum allaveganna eitthvað;)

En já þetta er ekki meira í bili lömbin mín.

Hafið það svo ágætt og þar til næst veriði bless.