Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ææææji:(

Tölvan mín er biluð.... AFTUR!! Sama djöfuls vesenið, móðurborðið farið og svona skemmtilegheit. Nú verð ég sumsé í 10 daga án tölvunnar minnar, án tónlistar og án nokkurar gleði svona yfir höfuð! Jæja það góða við þetta er að þetta er framleiðslugalli þannig að buddan mín bíður þess ekki varanlegs skaða að tölvan sé í viðgerð (á maður ekki alltaf að reyna að líta á björtu hliðarnar??).

Ég fékk síðan algjört taugaáfall í gær... TAUGAÁFALL SEGJI ÉG!!!! Þrír krakkar (svona á aldrinum 10-11 ára) voru hér inni í Kennaraháskólanum að renna sér á hjólabretti og þegar að starfsmenn skólans báðu þá um að fara út þá rifu þeir þvílíkan kjaft að ég bara roðnaði. Þeir brunuðu um gangana, skildu eftir sig hjólaför og ýttu hverjum þeim sem varð á vegi þeirra. Og fóru þeir út?? Ónei.. þeir fóru á hjólabrettunum sínum í lyftuna og niður á bókasafn þar sem þeir héldu áfram að bruna um. Þessir drengir eru víst fastagestir hér í skólanum og það hefur oftar en ekki komið upp pústrar á milli þeirra og starfsfólks skólans. Ég bara trúi ekki að lítil börn geti verið svona hryllilega dónaleg og næstum því bara illa innrætt að manni finnst. Þið hefðuð átt að heyra orðin sem komu frá þeim... ég get bara ekki haft það eftir þeim:( Úfff... ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri að kenna svona strákum. Er búið að banna að binda krakka við sætin sín???... nei ég spyr bara hehehehe (*djók*)

Lifið heil

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home