Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Hey babies!!!!

Jeeeeyyy allt a fullu her i New York, svaka mikid fjor. Vildi bara lata ykkur vita ad allt gengur vel og tad er hugsad otrulega vel um mig herna. Eg gef ykkur ferdasoguna tegar eg kem heim,,, en bara i grofum drattum tvi hun er svo long!! jaeja eg aetti ekki ad segja tetta en eg hlakka til ad koma aftur til ferska fallega Islands, eg byst vid ad eg se faranlegur islendingur eftir allt saman.
Hafid tad gott og eg hlakka til ad hitta ykkur tegar eg kem til baka og segja ykkur fra aevintyrinu sem tessi ferd hefur verid.
Bestu kvedjur

Ykkar Erna Bjork

föstudagur, apríl 15, 2005

Jæja elskurnar!!!!

Ég er farin en ekki búin að vera. Ég er farin til New York og það verður því vafalaust lítið sem ekkert skrifað inn á þessa bloggsíðu næstu tíu dagana. Ég var beðin um að halda fast í eigur mínar og skilja alla lélega brandara um handsprengjur og miltisbrand heima og ég lofa ykkur öllum því alveg hátíðlega;-)

Annars bið ég ykkur bara um að hugsa vel til mín, ég er nú ofurlítið kvíðin en aðallega spennt. Það er ekki oft sem maður hittir tengdó í fyrsta skiptið alveg sóló. Já og það er ekki oft sem maður fer til Bandaríkjanna, meira að segja er ég bara að fara í fyrsta skiptið þannig ég býst við að þetta verði mikið upplifelsi. Það furðulega er bara að ég hef tekið upp á algjöru aðgerðarleysi... mér finnst ekkert eins og ég sé að fara!! Klukkann er tíu um kvöldið og ég er ekki búin að pakka niður eða neitt!! Ég er örugglega ekkert að fara til Long Island!... ég er að fara til Westman Island!!!! Er það ekki???????

Ehm.... hjálp!

Lifið heil!!!!

mánudagur, apríl 11, 2005

Æææjjj ég verð að lýsa yfir óánægju minni!!!!

Nú er ég alveg opin fyrir öllum tónlistarstefnum (svo gott sem) ég er sumsé týpan sem skiptir á jafnt á milli fm957 og Xfm... EN og þetta er stórt EN!! Ég er orðin rosalega þreytt á þessu svaðalega metnaðarleysi í fm957 og Kiss fm. Eru þessar stöðvar með sama 15 laga play-listann eða er ég bara að ímynda mér?? Og þvílíkt eymdarprógramm!!! Ekki misskilja mig... I like RnB.. en er það bara málið að spila 50cent, einhvern helv..Mr lonely og Destiny´s child ALLAN LIÐ-FUCKING-LANGAN DAGINN?? Er líka bara ekki mál að þessar stöðvar reyni... bara reyni að aðgreina sig frá hvorri annari?? Nei ég bara spur... Djöfull er ég orðin leið á þessum hip-hop hálfvitum!!!!! brrrrr ég fæ bara aulahroll við tilhugsunina:(
Ég hef því hreiðrað um mig makindalega á rás 2, xFm og létt 96,7 og er ekkert á leiðinni þaðan fyrr en mér hefur runnið reiðin.

Takið ykkur á fulltrúar rnb, hip-hop og popp-kynslóðar!!!!!

Kv. Erna Björk

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ææææji:(

Tölvan mín er biluð.... AFTUR!! Sama djöfuls vesenið, móðurborðið farið og svona skemmtilegheit. Nú verð ég sumsé í 10 daga án tölvunnar minnar, án tónlistar og án nokkurar gleði svona yfir höfuð! Jæja það góða við þetta er að þetta er framleiðslugalli þannig að buddan mín bíður þess ekki varanlegs skaða að tölvan sé í viðgerð (á maður ekki alltaf að reyna að líta á björtu hliðarnar??).

Ég fékk síðan algjört taugaáfall í gær... TAUGAÁFALL SEGJI ÉG!!!! Þrír krakkar (svona á aldrinum 10-11 ára) voru hér inni í Kennaraháskólanum að renna sér á hjólabretti og þegar að starfsmenn skólans báðu þá um að fara út þá rifu þeir þvílíkan kjaft að ég bara roðnaði. Þeir brunuðu um gangana, skildu eftir sig hjólaför og ýttu hverjum þeim sem varð á vegi þeirra. Og fóru þeir út?? Ónei.. þeir fóru á hjólabrettunum sínum í lyftuna og niður á bókasafn þar sem þeir héldu áfram að bruna um. Þessir drengir eru víst fastagestir hér í skólanum og það hefur oftar en ekki komið upp pústrar á milli þeirra og starfsfólks skólans. Ég bara trúi ekki að lítil börn geti verið svona hryllilega dónaleg og næstum því bara illa innrætt að manni finnst. Þið hefðuð átt að heyra orðin sem komu frá þeim... ég get bara ekki haft það eftir þeim:( Úfff... ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri að kenna svona strákum. Er búið að banna að binda krakka við sætin sín???... nei ég spyr bara hehehehe (*djók*)

Lifið heil

föstudagur, apríl 01, 2005

Áhugaverðar nætur.

Já líf mitt er ekki eingöngu ein alsherjar rússibanareið að degi til heldur eru næturnar uppfullar af spennandi atburðum. Draumfarir mínar hafa t.a.m. verið afar áhugaverðar og markverðasti draumurinn var án efa þegar mig dreymdi í fyrrinótt að systir mín kæmi að mér Clint Eastwood-style með risastóra silfurgljáandi skammbyssu og plaffaði mig í hausinn. Ég lifði hamfarirnar af en systir mín harðneitaði að hjálpa mér að komast á spítala þannig að ég ætlaði að rjúka út í brjálæðiskasti en gat það ekki því ég hafði lamast öðrum megin og gat ekki opnað útidyrahurðina. Í staðinn lamdi ég öxlinni endurtekið utan í hurðina í örvæntingu minni með handlegginn lafandi máttlausan meðfram síðunni.
Án þess að það tengist draumi mínum nokkuð þá er systir mín einmitt í heimsókn hjá mér með stelpurnar sínar tvær. Við gistum í litlu íbúðinni minni í Hraunbænum og deilum allar fjórar rúmi. Ég set nú þrengsli ekki fyrir mig og sef alveg ágætlega þrátt fyrir að plássið sé takmarkað en bæði systir mín og yngri dóttir hennar hún Kristín tala alveg svaðalega upp úr svefni. Ég hrökk upp með andfælum um miðja nótt við það að Kristín litla var andsetin og talaði tungum. Orðin bunuðust út úr henni samhengislaust en mér heyrðist hún vera reyna að rífa kjaft eða eitthvað. Jæja ég breiddi sængina yfir hana og reyndi að róa hana þar sem hún lá við hliðina á mér en þá upphóf systir mín raust sína á hinum enda rúmsins. Hún fór að kalla á Kristínu hástöfum en hristi eldri dóttur sína hana Söru Ósk á meðan líkt og hún væri Kristín.

Ég: Þórey hvurn andskotann ertu að gera Kristín liggur hérna hjá mér.
Þórey: Kristín! Kristín!
Ég: Hættu þessu! Þú ert að vekja Söru.
Þórey (enn að ýta við Söru): Kristín! Kristín! Er þér svona kalt elskan mín?? Farðu til Ernu og lokaðu glugganum. Glugginn er á rúminu hjá henni.
Ég: Dísús!! Þetta er Sara Ósk en ekki Kristín!!
Þórey: ZZZZZzzzz-ZZZZZ........ SARA ÓSK FAR ÞÚ OG LEGGSTU INN Í ELDHÚS... NÚNA!!!
Ég: ............?????

Já... þetta endurtók sig nokkrum sinnum og alltaf var Þórey að babbla eitthvað um hitastigið inn í herberginu eða hvað það væri lítið pláss í rúminu á meðan að Kristín hélt áfram að þylja upp eitthvað sem ekki var möguleiki að fá botn í.

......Ég var þreytt þegar ég vaknaði í morgunn.