Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, mars 06, 2005

Hillú:)

Ekki nenni ég nú að færa neinar afsakanir fyrir því hversu langur tími er liðinn frá síðasta bloggi. Maður er bara misupptekinn og þannig er það hjá öllum:)
En jæja ég ákvað samt sem áður á þessu ágæta sunnudagskvöldi að setjast niður með smá þankahríð.

Um helgina vann ég síðustu vinnuvaktina mína á Nasa.... í bili. Ég hef unnið þarna með hléum síðan staðurinn opnaði í október árið 2001 og þegar ég vann síðustu vaktina mína í gær þá sagði Inga við mig "Erna mín ég er ekkert að kveðja þig, þú kemur alltaf aftur" hehehe... já og hún hefur rétt fyrir sér. Á föstudaginn vann ég á Austfirðingaballi og ég get sagt ykkur það að þetta fólk elskar bjórinn sinn. Það var mikið skálað og dansað... og því miður fylgdu þessu nokkrir leiðinlegir fylgifiskar því sumir karlmenn stóðu í þeirri trú að það mætti pota í mig og klípa hvar sem er (og þá meina ég HVAR SEM ER). Kveikiþráðurinn var orðinn ansi stuttur hjá minni því mér finnst þetta svo ógeðslega mikill dónaskapur og vanvirðing að mig langar helst að svara fyrir mig með grófu ofbeldi þegar þetta gerist. Þykir einhverjum þetta virkilega sjálfsagður hlutur að káfa á annari manneskju? Nei ég spyr... ég vissi ekki að þetta væri nýja "hæpið" á Íslandi.

Svo er ein spurning að lokum... ef þið gætuð bókað eina hljómsveit eða tónlistarmann til landsins, hver yrði þá fyrir valinu??

........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home