Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Closer....

Jæja ég fór í mjög svo langþráða bíóferð í gærkvöldi. Ég hef ekki farið í kvikmyndahús síðan.... tjá.... ég veit bara ekki hvenær. Myndin Closer með Jude Law, Natalie Portman, Juliu Roberts og Clive Owen varð fyrir valinu og shiiiiit hvað þetta er mögnuð mynd. Þetta er ekki mynd sem þú tekur kærastann þinn eða kærustuna með á og þetta er ekki mynd sem þú ferð á ef þér líður ekki nógu vel en þetta er samt alveg svaðaleg ræma!!!! Að mínu mati stóðu Natalie Portman og Clive Owen algerlega uppúr í leik í myndinni en Jude Law fær alltaf stóran plús hjá mér því hann er bæði drulluhæfileikaríkur og viðurkennum það bara.... fallegasti maðurinn á jarðríkinu!!! Þetta er ýmist mynd sem fólk heillast af eða finnst alveg hrikalega ömurleg og ég er í fyrri hópnum alveg tvímælalaust. Hún er svo mannleg og raunsæ að mann verkjar hálfpartinn undan því.
Því mæli ég tvímælalaust með henni... það er að segja ef þið þolið að horfa á kvikmynd þar sem pör veltast EKKI um í slow motion í blómabeði, lítandi alveg óaðfinnanlega út og laus við allt mannlegt böl.

Jæja þetta er gott í bili. Nanna mín ég reikna enn með þér í næstu bíóferð því mig langar að sjá White Noise (gefum skít í þessar ömurlega gellur sem fóru án okkar að horfa á Alfie *heheheheheh*) !!!

Lifið heil

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home