Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Closer....

Jæja ég fór í mjög svo langþráða bíóferð í gærkvöldi. Ég hef ekki farið í kvikmyndahús síðan.... tjá.... ég veit bara ekki hvenær. Myndin Closer með Jude Law, Natalie Portman, Juliu Roberts og Clive Owen varð fyrir valinu og shiiiiit hvað þetta er mögnuð mynd. Þetta er ekki mynd sem þú tekur kærastann þinn eða kærustuna með á og þetta er ekki mynd sem þú ferð á ef þér líður ekki nógu vel en þetta er samt alveg svaðaleg ræma!!!! Að mínu mati stóðu Natalie Portman og Clive Owen algerlega uppúr í leik í myndinni en Jude Law fær alltaf stóran plús hjá mér því hann er bæði drulluhæfileikaríkur og viðurkennum það bara.... fallegasti maðurinn á jarðríkinu!!! Þetta er ýmist mynd sem fólk heillast af eða finnst alveg hrikalega ömurleg og ég er í fyrri hópnum alveg tvímælalaust. Hún er svo mannleg og raunsæ að mann verkjar hálfpartinn undan því.
Því mæli ég tvímælalaust með henni... það er að segja ef þið þolið að horfa á kvikmynd þar sem pör veltast EKKI um í slow motion í blómabeði, lítandi alveg óaðfinnanlega út og laus við allt mannlegt böl.

Jæja þetta er gott í bili. Nanna mín ég reikna enn með þér í næstu bíóferð því mig langar að sjá White Noise (gefum skít í þessar ömurlega gellur sem fóru án okkar að horfa á Alfie *heheheheheh*) !!!

Lifið heil

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Hmmm skrýtið.....

Fæ tölvuna úr viðgerð, nýtt móðurborð og bætt vinnsluminni.....en allir tölustafalyklarnir virka ekki:S Svo er blogger enn að opnast á kínversku hjá mér!

Samsæri????? Ég giska á Vinstri Græna í slagtogi við Fjölni Tattú, THEY WANNA GET ME!!!!!!!!!!!!!!

mánudagur, febrúar 21, 2005

Já og svo gleymi ég bara aðaldæminu!!!!!

Ég á svo frábærar, fallegar og brjóst(a)góðar vinkonur að þær komu þrjár að taka á móti mér í Keflavíkurflugvellinum:D
Elsku Alla, Íris og Nanna takk takk takk fyrir að taka á móti mér því ég þurfti ekkert smá á því að halda að fá hópknús frá ykkur. Vonandi getum við hist seinna í vikunni yfir kaffibolla og þá getið þið sagt mér frá sápuóperunni sem við ætlum að setja á laggirnar;)

Love you guys!!!!!

Jæja þá er kellan komin frá London.

Mér líkar alltaf betur og betur við borgina en mikið svakalega sakna ég alltaf íslenska vatnsins og kókómjólkur þegar ég er þar:( Mér tókst þó enn og ný að koma mér á óvart þar sem ég verslaði svo til ekkert í London nema helstu nauðsynjar:D Djöfull er ég duglega hah!! Ég var ekki einu sinni rænd... hvað er að gerast?

Lukkan hefur samt ekki leikið við mig því ég er enn hálflasin núna eftir rúmlega tveggja vikna veikindabrölt. Þar að auki hrundi móðurborðið í tölvunni minni þannig ég er algerlega internets og tónlistarlaus þegar ég kem heim á kvöldin, ég er strax farin að svitna við tilhugsina úffff og að þurfa að sitja í tölvuverinu að læra JEDÚDDA...ekki minn stíll!!

Æj jæja... ég er farin að koma röð og reglu á draslið mitt svo ég átti mig á því hvað ég er að gera í þessum skóla hehe.

Bestu kveðjur með rauðum nebba og fljótandi augum!!!!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Já það eru stundum engin takmörk fyrir heimsku minni!!!!!

Ég kom var uppí skóla áðan og spjallaði við Smára og Ingunni bekkjarsystikin áður en ég fór inní kaffiteríu að grípa mér kaffibolla. Meðan ég stóð og beið eftir afgreiðslu heyri ég alltíeinu "Everybody´s Changing" með Keane óma um kaffiteríuna nema það hljómaði eitthvað voðalega skringilega. "Hmmm þetta er símhringing hugsa ég" og fer að litast um til að sjá hver er eigandi þessarar hringingar. Enginn kippir sér upp við þetta og ég fer að velta fyrir mér hvort þetta sé nú hugsanlega í útvarpinu þannig ég sperri eyrun og litast um eftir þessu útvarpstæki en viti menn.... ég sé ekkert útvarp og ég sé engan síma liggja glámbekk. Mér var nú nóg boðið... lagið var enn á fullu þannig ég sný mér að afgreiðslustúlku kaffiteríunnar og spyr hana af mikill einlægni hvort þetta sé síminn hennar að hringja eða hvort ég sé bara að heyra þetta lag í útvarpinu??? Hún horfir á mig glottandi og segir "þetta lag kemur frá þér". Ég rek upp stór augu og lít niður og sé að ég held á GSM síma sem ég kannast EKKERT VIÐ!! Í fyrstu kafroðna ég svo illilega að ég glóði gjörsamlega því ég hafði ekki aðeins gert mig að fífli heldur hafði ég tekið einhvern GSM síma án þess að fatta það og gengið með hann inní kaffiteríu. Stuttu seinna kom eigandinn sjálfur hlaupandi til mín hann Smári Jökull..... ég eiginlega gat ekki útskýrt þessa furðulegu hegðun mína en það tók mig svona 20 mínútur að jafna mig á roðakastinu og hlátursgusunum.

Mér er greinilega ekki treystandi krakkar mínir:( Passið hlutina ykkar!!!!!!!!!!!!

mánudagur, febrúar 07, 2005

Veeeeeiiii:)

Fimmþúsundasti gesturinn :) Mikil gorm og gleði !!!! Þú hefur unnið þér inn eilífðarinneign af steiktum kjúkling í Nóatúni. Inneignin liggur á bekknum við kirkjuna sem liggur við götuna þar sem rauði Skodinn stendur á horninu við matvöruverslunina.... þú finnur þetta elskan mín.

Lifið heil!

laugardagur, febrúar 05, 2005

Hjartnæmt Idol.

Já hún Brynja litla kvaddi... mér fannst einhvernveginn hálf-leiðinlegt að sjá á eftir henni litla skinninu. Við erum að tala um það að það var grátið í áhorfendastúkum, litlar stelpur komu hlaupandi til hennar með tárin í augunum þegar kvöldinu lauk og já.. kærastinn hennar virtist ekki sérlega ánægður. Ég verð eiginlega að segja að þetta er mest spennandi Idol-úrslit sem ég hef séð!! Ég vildi sjá Ylfu eða Lísu fara en ætli hún Brynja hafi bara ekki verið búin með sjensana sína.

Annars er sama veikindaástandið á mér hérna. Mamma og pabbi komu í gær og ég fékk Norska brjóstdropa og Panodil Hot, nú ætti ég sko að geta dópað mig upp jess. Og það besta var náttúrulega að þau komu með afruglarann sinn sem ég fæ að vera með í láni meðan þau eru úti í Svíþjóð í viku LIGGA LIGGA LÁI!!!!!

Jæja ég er hálf tóm... held ég leggjist uppí rúmið mitt og drekki smá te. Hausinn á mér er bara eiginlega að springa hérna.

Bless dúfur


föstudagur, febrúar 04, 2005

Og hápunktur þessa árs.....

...,mun án efa vera það að bíða í tvo tíma á biðstofu heilsugæslunnar ásamt 15 manneskjum. Helsta lesefnið var eitthvað danskt Hús og Híbýli og eitt og eitt Mannlíf og Nýtt líf. Það eru fáir staðir á jörðu sem ég hata eins mikið og biðstofur.... sérstaklega ef ég þarf að dvelja þar lengi. Það er alltaf sömu steríótýpurnar sem þar sitja. Það er konan í móttökunni sem er mátulega kurteis en ekki of því hún er bitur og hefur unnið þetta starf alltof lengi. Það er mamman sem baðar krakkann sinn í athygli og mamman sem gæti ekki verið meira skítsama og sekkur nefinu ofana í öll tímaritin á meðan krakkinn hennar veður um allt og talar án afláts. Það er manneskjan sem talar í símann sinn frá því að hún kemur og þar til hún fer. Það eru tvær konur sem þekkjast og tala án afláts og svo er það alltaf ALLTAF einn gamall kall sem snýtir sér endalaust (sjáið bara til). Þarna inná milli leynast síðan manneskjur í aukahlutverki. Stundum er það konan sem starir á alla, maðurinn sem talar við sjálfan sig eða unglingurinn með vasadiskóið...afsakið iPodin sinn stilltan á hæsta styrk.
Jæja þetta var nú allt saman mikið fjör og eftir að læknirinn hafði útskrifað mig með vírusskýkingu var lítið annað fyrir mig að gera en að halda aftur í Árbæjarapótekið og leysa út lyfseðilinn minn. Í leiðinn ákvað ég að grípa með mér Panodil Hot en afgreiðslukonan tjáði mér að það hefði ekki verið til alla vikuna og ekki heldur VENJULEG HÓSTAMIXTÚRA.... sem styrkir enn og aftur þá trú mína að hippakellingarnar þarna hafi bara gefið mér eitthvað eldgamalt glundur þegar þær seldu mér þessa einskis nýtu SpitzwerBLABLA-sirup sem á að vera við kvefi en gefur mér lítið annað en tannskemmdir.

Já...og hvaða týpa ætli ég sé á biðstofu læknisins?

Farin uppí rúm að vorkenna mér aðeins meira. Bless!

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Ég er veik...

....og það er ekki gaman.

Ég komst samt að því að kálbögglar með smjöri og soðnu káli frá 1944 eru hreinasti viðbjóður *hrollur* , ég held ég hafi komist að því hvað er eldað í kvöldmat í helvíti.

Ég var að enda við það að horfa á Skrekk, hæfileikakeppni félagsmiðstöðva grunnskólanna. Ég gat einhvernveginn ekki annað en glott útí annað þegar að Stuðmenn komu sviðið því krakkarnir gjörsamlega töpuðu sér. Þau dönsuðu og sungu eins og þau ættu lífið að leysa og fagnaðarlætin voru þvílík!! Stuðmenn eru svolítið eins og Austin Powers. Frekar hallærisleg, ekki það mikið fyrir augað, skrýtin föt en það er samt eitthvað..... THEY´VE GOT THE MOJO!!! Yeah baby-YEAH!

Ég brölti uppí apótek til að kaupa eitthvað sem gæti létt mér lífið. Þið vitið, þetta vanalega.. parkódín, strepsils, kamillute og svo bað ég um gott slímlosandi hóstasaft. "Já þetta hefur verið að virka mjög vel" sagði apótekardaman og rétti mér flösku af einhverju sem gæti verið úr apóteki frá 1860 GRÍNLAUST! Flaskan er dökkbrún og ferhyrnd og á henni stendur "Spitzwegerich Sirup".. já og þetta bragðast líka eins og eitthvað sem var bruggað 1860. Og virkar þetta?? Tja já já þetta gerir það sosum og svona til gagns og gaman má geta þess að saftið er bruggað úr selgraslaufum og sykri..meiri hippakellingarnar þarna uppí Árbæjarapóteki.

....og ég sem ætlaði bara að kaupa norska brjóstdropa.

Lifið heil