Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, janúar 17, 2005

Stelpur hér er ráð til ykkar:)

Aldrei aldrei aldrei verða of fullorðnar til að hafa sleep-over. Síðasti laugardagur var gargandi snilld!!!!!!! Ég bauð Öllu, Nönnu og Írisi heim til mín í ekta stelpu-sleep-over:D Við pöntuðum okkur pizzu, kepptum í Sing-star, drukkum RISA Irish Coffee í mjólkurglösum og vorum við allan tímann í náttfötunum okkar. Je dúdda mía þetta var svo gaman og ég er hér með orðin Singstar-sjúklingur og ef ég mætti monta mig aðeins þá vann alltaf liðið sem ég var í (ekki svo galið eða hvað?).

Það er svo gaman að byrja árið að gera eitthvað uppbyggjandi og öðruvísi. T.d að halda svona stelpupartý og að drífa sig með vinkonunum í Laugar og æfa Djass-fönk. Næsta mál á dagskrá er að fá stóra svarta labrador-hundinn hennar Baddý frænku að láni og fara með hann í göngu. Stóra spurningin er bara hvort ég labbi með hann eða hann með mig. Ég er ekkert hrikalega vön að labba með stóran seppa eins og hann Prins hehehe.

Ég verð samt að segja að ég hef komist að þvi að ég er orðin gömul. Hér koma atriði sem staðfesta það.
1) Ég er orðin heimakær og nenni ekki út á lífið (finnst meira kósý að sitja með bók uppí sófa *Jesús Kristur*)
2) Ég er orðin meðvituð um peningana mína. Einu sinni hafði ég alltaf efni á nýrri peysu... jafnvel þó ég hefði engan pening á milli handanna. Núna er ég farin að SPARA og er SKYNSÖM í eyðslunni (Úff).
3) Mér finnst stelpur klæða sig of glennulega (haaaaaa?????)
4) Mér finnst tónlist oft of hátt stillt.
5) MÉR FINNST ALLIR SEM DANSA Í KRINGUM MIG Á HVERFISBARNUM OG SÓLON VERA AMK 6 ÁRUM YNGRI EN ÉG:(
6) Og hér kemur það besta... þegar ég segji litlum börnum að ég sé 23 ára þá glenna þau upp augun og spurja afhverju í ósköpunum ég sé ekki GIFT og komin með BÖRN.

Jæja á ég að hengja mig núna eða....???

Lifið heil dúllur.

Ykkar Erna Björk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home