Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

JÆJA!!!! Blogger.com enn að opnast á kínversku! What is the freaking deal??

Hvað er annars að frétta? Frostið farið og allt að leysast upp. Ég vissi t.d ekki að Hofsjökull hefði verið fluttur á bílaplanið mitt! Maður þarf gadda og ísöxi til að komast í blessaðan bílinn. Ég held einnig að yfirborð sjávar eigi eftir að hækka þó nokkuð þegar þennan ís hefur leyst upp!!

Segið mér nú eitt... eru Paris Hilton og Nicole Ritchie virkilega svo veruleikafirrtar að þær haldi að þær komist upp með allt? Ekki segja mér að þetta sé ekki sviðsett. Ég neita að trúa því að þessar stelpur séu svona hrikalega "daft". Þær vita ekki einu sinni að það megi ekki setja málm örbylgjuofninn.. give me a break þær hljóta að vita þetta. Síðan er ég ekki að fatta þessa rassaskoru á Paris Hilton... það er alltaf móða yfir rassgatinu á henni því buxurnar lafa niður fyrir það. Ojæja... bíður einhver stelpa sig fram til að fara með mér hringinn í kringum landið í beinni útsendingu. Við getum gert fullt af skemmtilegum hlutum eins og að míga á billjardborð í Bolungarvík og svo getum við veitt fisk í litlum skurði úti við vegakant. HVER ER TIL????? Hehehehe

Svo er ein spurning til ykkar strákanna... hvor er flottari? Hilton eða Ritchie?

Bara að forvitnast;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home