Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

föstudagur, janúar 14, 2005

Jahér jahér jahér....

Það mætti bara halda að ég hafi dáið í jólafríinu!!! En ég er svo aldeilis ekki dauð (sorry þið sem voruð þegar farin að skipta dánarbúinu á milli ykkar). Ég hef bara verið svo upptekin af því einmitt að vera til. Jólafríið hjá mér var eitt alsherjar náttfatapartý með stöku áfengisskúrum. Áramótin voru æði!!!! Fimmtugsafmælið hans pabba var æði!! (systir mín kom óvænt í afmælið) og skólinn..... já hann er bara ágætur líka, þó svo að forráðamenn skólans virðast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að láta okkur annars árs nema sofna fyrir hádegi í fyrirlestraflóðinu sem á okkur dynur ZZZZZzzzzz vá ég verð bara þreytt að segja þetta orð F-Y-R-I-R-L-E-S-T-U-R.

Já hvað annað er í fréttum..... rokkið á Íslandi aflífað á einu bretti þegar öllum þessum radíox-skonrokk-radioreykjavík stöðvum var lokað (frekar fúlt). Síðan vorum ég, Alla, Lilja Björg og Agnes að drygja þvílíka hetjudáð og skráðum okkur í Jazz-Funk í Laugum. Hressandi að vera taktlausar beljur allar fjórar saman, eykur með okkur samkenndina hhehehehe. Annars er voða voða voða lítið að gerast hjá mér. Mér líður bara stórkostlega vel og er ánægð með þetta nýja ár og það er komin helgi!!!!!!!!!!! Vííííííí

Adios.. nú er ég mætt aftur á svæðið þannig ykkur er óhætt að kíkja í heimsókn ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home