Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Góða kvöldið, ég hef ákveðið að blogga.

Eruð þið að lenda í því að blogger.com opnist á kínversku hjá ykkur??? Ég er að lenda í því statt og stöðugt og ekki nóg með það þá opnast hotmail.com oft á arabísku hjá mér? Getið þið útskýrt þetta fyrir mér??

Annars langar mig að tilkynna að ég aðhyllist "hænuskrefum" í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Það sýnir sig alltaf aftur og aftur að þegar maður ætlar í allsherjarátak í einhverju þá hrynur það alltaf um sig eins og spilaborg. Dæmi: Nú ætla ég að taka mig á í skólanum vera dugleg að læra og vera með betur á nótunum heldur en síðustu önn. Það þýðir samt ekki að ég byrji á að lesa á fullu fyrsta daginn. ÓNEI!!! þá myndi ég strax gefast upp. Ég hef fyrstu skólavikuna á léttri upphitun þar sem ég sit og horfi á bækurnar, tala við þær á rólegu notunum og kannski pota í þær með priki. Í næstu viku ætla ég að prófa að lesa síðustu blaðsíðuna á þeim öllum því ég vill ekki að endirinn komi mér of mikið á óvart sjáið til. Eftir þetta get ég farið að lesa eina og eina blaðsíðu og slegið um mig með einhverjum heitum og hugtökum (þó ég viti í raun ekkert um hvað ég er að tala). Að þessu loknu hef ég hitað nægilega upp til að geta lesið nokkra kafla í senn. STÓRGOTT!!!!!

Jæja ég er svo þreytt og freðin að ég er farin að sofa.

Í guðs bænum munið að taka hita létt upp líkt og ég geri áður en þig hellið ykkur í lesturinn.

Bæjó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home