Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

laugardagur, janúar 29, 2005

Þú vaknar upp fyrir allar aldir...

Munnurinn er þurr og mikið óbragð. Hausinn er frekar þungur og þig svimar ennþá. Það eina sem kemst að hjá þér er að a) þamba ískalt vatn og b) tannbursta þig áður en þú fyrir slysni drepur einhvern með andfýlunni þinni. Þú lítur í baðherbergisspegilinn og þú myndir öskra upphátt ef að þú héldir ekki að hausinn á þér myndi hreinlega klofna við það. Sýnin sem blasir við þér í speglinum er nefnilega ansi ógurleg, hár sem minnir á gamalt hey, maskari niður á kinnar, rauðhlaupin augu og einhverra hluta ertu ÞAKIN glimmeri. Það er jafnvel glimmer á koddanum þínum (ég verð að hætta að missa mig með þetta glimmer þegar ég fer út á lífið). Restin af pizzunni sem þú pantaðir í gær bíður enn eftir þér og þú ræðst á leyfarnar eins og hungruð hýena (Guð blessi Hróa) en það er ekkert kók til (djöfullinn). Eins velkomin og "næringin" er þá er maginn samt með einhverja uppsteyt og þú nærð ekki að koma meiru en tveim pizzasneiðum ofan í þig. Svo hendir þú þér aftur uppí rúm og hefur damage control á þér:

1) nýr marblettur á upphandlegg, upptök ókunnug.
2) blaðra á hægri fót. líklega sökum mikillar danssýki.
3) veski... þunnt. óbætanlegt tjón.
4) taska. allt á sínum stað. ekkert týndist en allt í töskunni er þakið glimmeri.
5) brunablettur á vísifingri. man ekki eftir hvern en ég man ég var að dansa.
6) hálsrígur. best að reyna að takmarka aðeins þessa höfuðhnykki þegar ég kemst í stuðið.
7) sími. það hafa verið teknar dularfullar myndir af trylltu fólki sem virðist vera andsetið.
8) heyrn. örlítið skemmd.
9) heili.. mikil skemmd.

Niðurstaða: Meðaltjón, svona eins og er við að búast þegar litlar klaufskar stelpur skakklappast útá djammið. Tryggingarnar "covera" þetta ekki og þú mátt búast við auknum óþægindum þegar líður á daginn.

Eftir þessa ýtarlegu skýrslugerð leggstu uppí rúm og starir uppí loftið... þú hugsar í raun ekki um neitt sérstakt. Þú ert eiginlega ekki fær um það, en ein fullyrðing leitar samt á þig. Þetta er sama fullyrðing og heltekur þig í hvert skipti sem þú vaknar þunn og ógeðsleg heima hjá þér.....

ÉG ER HÆTT ÞESSU DJÖFULS BÆJARBRÖLTI.. HÆTT ÞESSU DJAMMI!

....þangað til næst:)

þriðjudagur, janúar 25, 2005

JÆJA!!!! Blogger.com enn að opnast á kínversku! What is the freaking deal??

Hvað er annars að frétta? Frostið farið og allt að leysast upp. Ég vissi t.d ekki að Hofsjökull hefði verið fluttur á bílaplanið mitt! Maður þarf gadda og ísöxi til að komast í blessaðan bílinn. Ég held einnig að yfirborð sjávar eigi eftir að hækka þó nokkuð þegar þennan ís hefur leyst upp!!

Segið mér nú eitt... eru Paris Hilton og Nicole Ritchie virkilega svo veruleikafirrtar að þær haldi að þær komist upp með allt? Ekki segja mér að þetta sé ekki sviðsett. Ég neita að trúa því að þessar stelpur séu svona hrikalega "daft". Þær vita ekki einu sinni að það megi ekki setja málm örbylgjuofninn.. give me a break þær hljóta að vita þetta. Síðan er ég ekki að fatta þessa rassaskoru á Paris Hilton... það er alltaf móða yfir rassgatinu á henni því buxurnar lafa niður fyrir það. Ojæja... bíður einhver stelpa sig fram til að fara með mér hringinn í kringum landið í beinni útsendingu. Við getum gert fullt af skemmtilegum hlutum eins og að míga á billjardborð í Bolungarvík og svo getum við veitt fisk í litlum skurði úti við vegakant. HVER ER TIL????? Hehehehe

Svo er ein spurning til ykkar strákanna... hvor er flottari? Hilton eða Ritchie?

Bara að forvitnast;)

sunnudagur, janúar 23, 2005

Jæja já...

Nú er ég mætt aftur á svæðið. Ég get ekki annað en lýst yfir gremju minni á því hversu ÖMURLEG dagskráin er á Skjá Einum um helgar. Hver nennir að horfa á fótbolta ALLAN daginn?? Í alvöru... endursýningar á einhverjum mörkum og bla bla bla bla *grrrrr* þetta er komið nóg. Svo endursýnir Skjár einn alla leiðinlegu þættina sína í kjölfarið.. Fólkið, Innlitið... úff maður. Er þetta eitthvað ráðabrugg til að tryggja að maður noti helgina í þrif og aðra nytsama hluti. Nei maður spyr sig!

Annars var mér og Öllu boðið í partý í gær hjá Gunnari vini okkar og eins og oft vill gerast í partýjum þá urðu umræðurnar æði skrautlegar. Flestar tengdust kynlífi og kynlífstengdum hlutum. T.d hversu mikill "mood killer" smokkurinn er, hvað fólk fílar í rúminu, tepruskapur og margt annað sem ég þori ekki að hafa eftir hehehe;) Það kemur mér samt alltaf jafnmikið á óvart hvað það eru skiptar skoðanir um kynlíf. Sumir vilja helst stunda sitt með ljósin slökkt í trúbbanum á sunnudegi á meðan aðrir eru algjörlega á útopnu og spreyta sig á ólíklegustu stöðum. Já... en ég hef tileinkað mér máltæki alltaf þegar umræðurnar beinast að kynlífi og það er bara "whatever turns you on". Ef uppþvottahanskar og flókainniskór koma einhverjum pörum til þá gæti mér ekki verið meira sama. Svo lengi sem þetta er sameiginlegur vilji beggja aðila og báðir eru glaðir þá sé ég ekki hvað málið er.

Vonandi er ég ekki að valda neinum taugaskaða með þessum umræðum;) Ég hef bara óþolandi þörf fyrir að tjá mig um ólíklegustu hluti.)

Adios

laugardagur, janúar 22, 2005

Hola everybody!!!

Já það er alltaf verið að skamma mig því ég er orðin svo löt að blogga og það er alveg rétt hjá ykkur. Að ég skammist mín ekki svei svei svei;)

Jæja Eyjastúlkan okkar hún Vala datt út í gær mér til mikillar mæðu. Ég vil samt gefa henni eitt stórt klapp fyrir það hversu frábærlega hún hefur staðið sig og úff... að standa undir skothríðinni frá dómnefndinni... það er greinilega ekkert grín.
Annars finnst mér sérstaklega þrjár stelpur standa uppúr þarna í hópnum og ég spái þeim besta genginu. Allir hinir keppendurnir þurfa að bretta upp ermarnar ef þeir ætla að eiga sjens í heilögu þrenninguna.. annað segi ég ekki.
Ég greip líka tækifærið og pantaði mér pizzu yfir Idol... jájá.. þurfti BARA að bíða í 1.5klst eftir kaldri pizzu og köldum brauðstöngum. Ekkert smá gaman af því, auk þess sem pizzatittinum sem kom með pizzuna stökk ekki "fokking" bros! Auðvitað til að kóróna þetta allt þá gleymdi ég pizzunni hjá Lilju Björg sem var svo væn að bjóða okkur í Idol þannig Lilja mín ég vona þú hafir tekið þér það bessaleyfi að hita upp restina af pizzunni í dag;) Líttu bara á þetta sem þakklætisvott fyrir heimboðið:)

Jæja elskurnar þetta er gott í bili. Hverjum haldið þið annars með í Idol?? Coma-coma-commenta.

Örný

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Góða kvöldið, ég hef ákveðið að blogga.

Eruð þið að lenda í því að blogger.com opnist á kínversku hjá ykkur??? Ég er að lenda í því statt og stöðugt og ekki nóg með það þá opnast hotmail.com oft á arabísku hjá mér? Getið þið útskýrt þetta fyrir mér??

Annars langar mig að tilkynna að ég aðhyllist "hænuskrefum" í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Það sýnir sig alltaf aftur og aftur að þegar maður ætlar í allsherjarátak í einhverju þá hrynur það alltaf um sig eins og spilaborg. Dæmi: Nú ætla ég að taka mig á í skólanum vera dugleg að læra og vera með betur á nótunum heldur en síðustu önn. Það þýðir samt ekki að ég byrji á að lesa á fullu fyrsta daginn. ÓNEI!!! þá myndi ég strax gefast upp. Ég hef fyrstu skólavikuna á léttri upphitun þar sem ég sit og horfi á bækurnar, tala við þær á rólegu notunum og kannski pota í þær með priki. Í næstu viku ætla ég að prófa að lesa síðustu blaðsíðuna á þeim öllum því ég vill ekki að endirinn komi mér of mikið á óvart sjáið til. Eftir þetta get ég farið að lesa eina og eina blaðsíðu og slegið um mig með einhverjum heitum og hugtökum (þó ég viti í raun ekkert um hvað ég er að tala). Að þessu loknu hef ég hitað nægilega upp til að geta lesið nokkra kafla í senn. STÓRGOTT!!!!!

Jæja ég er svo þreytt og freðin að ég er farin að sofa.

Í guðs bænum munið að taka hita létt upp líkt og ég geri áður en þig hellið ykkur í lesturinn.

Bæjó

mánudagur, janúar 17, 2005

Stelpur hér er ráð til ykkar:)

Aldrei aldrei aldrei verða of fullorðnar til að hafa sleep-over. Síðasti laugardagur var gargandi snilld!!!!!!! Ég bauð Öllu, Nönnu og Írisi heim til mín í ekta stelpu-sleep-over:D Við pöntuðum okkur pizzu, kepptum í Sing-star, drukkum RISA Irish Coffee í mjólkurglösum og vorum við allan tímann í náttfötunum okkar. Je dúdda mía þetta var svo gaman og ég er hér með orðin Singstar-sjúklingur og ef ég mætti monta mig aðeins þá vann alltaf liðið sem ég var í (ekki svo galið eða hvað?).

Það er svo gaman að byrja árið að gera eitthvað uppbyggjandi og öðruvísi. T.d að halda svona stelpupartý og að drífa sig með vinkonunum í Laugar og æfa Djass-fönk. Næsta mál á dagskrá er að fá stóra svarta labrador-hundinn hennar Baddý frænku að láni og fara með hann í göngu. Stóra spurningin er bara hvort ég labbi með hann eða hann með mig. Ég er ekkert hrikalega vön að labba með stóran seppa eins og hann Prins hehehe.

Ég verð samt að segja að ég hef komist að þvi að ég er orðin gömul. Hér koma atriði sem staðfesta það.
1) Ég er orðin heimakær og nenni ekki út á lífið (finnst meira kósý að sitja með bók uppí sófa *Jesús Kristur*)
2) Ég er orðin meðvituð um peningana mína. Einu sinni hafði ég alltaf efni á nýrri peysu... jafnvel þó ég hefði engan pening á milli handanna. Núna er ég farin að SPARA og er SKYNSÖM í eyðslunni (Úff).
3) Mér finnst stelpur klæða sig of glennulega (haaaaaa?????)
4) Mér finnst tónlist oft of hátt stillt.
5) MÉR FINNST ALLIR SEM DANSA Í KRINGUM MIG Á HVERFISBARNUM OG SÓLON VERA AMK 6 ÁRUM YNGRI EN ÉG:(
6) Og hér kemur það besta... þegar ég segji litlum börnum að ég sé 23 ára þá glenna þau upp augun og spurja afhverju í ósköpunum ég sé ekki GIFT og komin með BÖRN.

Jæja á ég að hengja mig núna eða....???

Lifið heil dúllur.

Ykkar Erna Björk

föstudagur, janúar 14, 2005

Jahér jahér jahér....

Það mætti bara halda að ég hafi dáið í jólafríinu!!! En ég er svo aldeilis ekki dauð (sorry þið sem voruð þegar farin að skipta dánarbúinu á milli ykkar). Ég hef bara verið svo upptekin af því einmitt að vera til. Jólafríið hjá mér var eitt alsherjar náttfatapartý með stöku áfengisskúrum. Áramótin voru æði!!!! Fimmtugsafmælið hans pabba var æði!! (systir mín kom óvænt í afmælið) og skólinn..... já hann er bara ágætur líka, þó svo að forráðamenn skólans virðast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að láta okkur annars árs nema sofna fyrir hádegi í fyrirlestraflóðinu sem á okkur dynur ZZZZZzzzzz vá ég verð bara þreytt að segja þetta orð F-Y-R-I-R-L-E-S-T-U-R.

Já hvað annað er í fréttum..... rokkið á Íslandi aflífað á einu bretti þegar öllum þessum radíox-skonrokk-radioreykjavík stöðvum var lokað (frekar fúlt). Síðan vorum ég, Alla, Lilja Björg og Agnes að drygja þvílíka hetjudáð og skráðum okkur í Jazz-Funk í Laugum. Hressandi að vera taktlausar beljur allar fjórar saman, eykur með okkur samkenndina hhehehehe. Annars er voða voða voða lítið að gerast hjá mér. Mér líður bara stórkostlega vel og er ánægð með þetta nýja ár og það er komin helgi!!!!!!!!!!! Vííííííí

Adios.. nú er ég mætt aftur á svæðið þannig ykkur er óhætt að kíkja í heimsókn ;)