Þú vaknar upp fyrir allar aldir...
Munnurinn er þurr og mikið óbragð. Hausinn er frekar þungur og þig svimar ennþá. Það eina sem kemst að hjá þér er að a) þamba ískalt vatn og b) tannbursta þig áður en þú fyrir slysni drepur einhvern með andfýlunni þinni. Þú lítur í baðherbergisspegilinn og þú myndir öskra upphátt ef að þú héldir ekki að hausinn á þér myndi hreinlega klofna við það. Sýnin sem blasir við þér í speglinum er nefnilega ansi ógurleg, hár sem minnir á gamalt hey, maskari niður á kinnar, rauðhlaupin augu og einhverra hluta ertu ÞAKIN glimmeri. Það er jafnvel glimmer á koddanum þínum (ég verð að hætta að missa mig með þetta glimmer þegar ég fer út á lífið). Restin af pizzunni sem þú pantaðir í gær bíður enn eftir þér og þú ræðst á leyfarnar eins og hungruð hýena (Guð blessi Hróa) en það er ekkert kók til (djöfullinn). Eins velkomin og "næringin" er þá er maginn samt með einhverja uppsteyt og þú nærð ekki að koma meiru en tveim pizzasneiðum ofan í þig. Svo hendir þú þér aftur uppí rúm og hefur damage control á þér:
1) nýr marblettur á upphandlegg, upptök ókunnug.
2) blaðra á hægri fót. líklega sökum mikillar danssýki.
3) veski... þunnt. óbætanlegt tjón.
4) taska. allt á sínum stað. ekkert týndist en allt í töskunni er þakið glimmeri.
5) brunablettur á vísifingri. man ekki eftir hvern en ég man ég var að dansa.
6) hálsrígur. best að reyna að takmarka aðeins þessa höfuðhnykki þegar ég kemst í stuðið.
7) sími. það hafa verið teknar dularfullar myndir af trylltu fólki sem virðist vera andsetið.
8) heyrn. örlítið skemmd.
9) heili.. mikil skemmd.
Niðurstaða: Meðaltjón, svona eins og er við að búast þegar litlar klaufskar stelpur skakklappast útá djammið. Tryggingarnar "covera" þetta ekki og þú mátt búast við auknum óþægindum þegar líður á daginn.
Eftir þessa ýtarlegu skýrslugerð leggstu uppí rúm og starir uppí loftið... þú hugsar í raun ekki um neitt sérstakt. Þú ert eiginlega ekki fær um það, en ein fullyrðing leitar samt á þig. Þetta er sama fullyrðing og heltekur þig í hvert skipti sem þú vaknar þunn og ógeðsleg heima hjá þér.....
ÉG ER HÆTT ÞESSU DJÖFULS BÆJARBRÖLTI.. HÆTT ÞESSU DJAMMI!
....þangað til næst:)
Munnurinn er þurr og mikið óbragð. Hausinn er frekar þungur og þig svimar ennþá. Það eina sem kemst að hjá þér er að a) þamba ískalt vatn og b) tannbursta þig áður en þú fyrir slysni drepur einhvern með andfýlunni þinni. Þú lítur í baðherbergisspegilinn og þú myndir öskra upphátt ef að þú héldir ekki að hausinn á þér myndi hreinlega klofna við það. Sýnin sem blasir við þér í speglinum er nefnilega ansi ógurleg, hár sem minnir á gamalt hey, maskari niður á kinnar, rauðhlaupin augu og einhverra hluta ertu ÞAKIN glimmeri. Það er jafnvel glimmer á koddanum þínum (ég verð að hætta að missa mig með þetta glimmer þegar ég fer út á lífið). Restin af pizzunni sem þú pantaðir í gær bíður enn eftir þér og þú ræðst á leyfarnar eins og hungruð hýena (Guð blessi Hróa) en það er ekkert kók til (djöfullinn). Eins velkomin og "næringin" er þá er maginn samt með einhverja uppsteyt og þú nærð ekki að koma meiru en tveim pizzasneiðum ofan í þig. Svo hendir þú þér aftur uppí rúm og hefur damage control á þér:
1) nýr marblettur á upphandlegg, upptök ókunnug.
2) blaðra á hægri fót. líklega sökum mikillar danssýki.
3) veski... þunnt. óbætanlegt tjón.
4) taska. allt á sínum stað. ekkert týndist en allt í töskunni er þakið glimmeri.
5) brunablettur á vísifingri. man ekki eftir hvern en ég man ég var að dansa.
6) hálsrígur. best að reyna að takmarka aðeins þessa höfuðhnykki þegar ég kemst í stuðið.
7) sími. það hafa verið teknar dularfullar myndir af trylltu fólki sem virðist vera andsetið.
8) heyrn. örlítið skemmd.
9) heili.. mikil skemmd.
Niðurstaða: Meðaltjón, svona eins og er við að búast þegar litlar klaufskar stelpur skakklappast útá djammið. Tryggingarnar "covera" þetta ekki og þú mátt búast við auknum óþægindum þegar líður á daginn.
Eftir þessa ýtarlegu skýrslugerð leggstu uppí rúm og starir uppí loftið... þú hugsar í raun ekki um neitt sérstakt. Þú ert eiginlega ekki fær um það, en ein fullyrðing leitar samt á þig. Þetta er sama fullyrðing og heltekur þig í hvert skipti sem þú vaknar þunn og ógeðsleg heima hjá þér.....
ÉG ER HÆTT ÞESSU DJÖFULS BÆJARBRÖLTI.. HÆTT ÞESSU DJAMMI!
....þangað til næst:)