Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, desember 06, 2004

Ég hef ákveðið að blogga!!

Já ég var að klára fyrsta prófið mitt og ætlaði að hella mér yfir í næsta próflestur en ég þar sem ég þarf aðeins að hlaða batteríin og drekka kaffibollann minn í ró og næði þá er alveg kjörið að skrifa smá hugrenningar.

Ég var í þessu að missa mig í nostalgíunni. Fór á netið og skoðaði gamlar teiknimyndir. Þið vitið... þessar sem voru vinsælar þegar við vorum krakkar. Ég komst t.d að því að ég gæti hugsanlega grætt einhverja þúsara á Pony hestunum mínum sem ég á útí bílskúr heima því þetta er svakaleg safnvara:) Svo skoðaði ég He-Man síðurnar og hafði mjög gaman að. Það er búið að sálgreina He-man greyið svo í tætlur að hann á sér ekki viðurreisnar von hehehehe. Ég skoðaði einnig kærleiksbjarnarsíður, transformer-síður, dungeons and dragons-síður, regnbogabirta slæddist þarna með o.m.fl. Úfff maður, ég var svo hrikalegur My Little Pony aðdáandi að ég hringdi einhverntíma alveg brjál uppí stöð tvö því þeir endursýndu gamlan þátt. Ein alveg ákveðin sko, 6 ára gömul og ég GRENJAÐI inná símsvarann hjá stöð 2: aaaafhveeeerju sýnið þið ekki nýýýýýjan pony!! vaaaaaaaaah. Æji maður var bara svo ógeðslega mikill fan:)

Ég er reyndar stödd í þvílíkri meinloku með eina teiknimynd. Munið þið eftir teiknimyndinni um krakkana sem bjuggu útí geimnum? Hún var örugglega frá sömu höfundum og My little pony... æji þetta voru strákar og stelpur og ég man að aðalstelpan var með bleikt hár og með eitthvað stjörnuhárband. Allir krakkarnir voru með skrýtna hárliti, bleika, bláa, græna, gula o.s.frv og í voða svölum geimfötum í stíl. Ég get bara ekki munað hvað þessar teiknimyndir hétu!! Hjálpið mér svo ég geti slegið botninn í þessa fortíðarþrá:)

Lifið heil

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home