Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ein kona!
Eitt próf!
Þeir vildu fella hana!
En hún vissi betur!
Hún hafði afrit af lokaprófinu! (Allt sagt með hásri, tilgerðarlegri bassaröddu)

Hehehehe, nei ég er aðeins að missa mig hérna heheheh. Og svona til að útrýma öllum misskilningi þá er ekki með neitt afrit af lokaprófi, bara aðeins að gantast.

En já ég er búin að vera hér í skotgröfunum í skólanum mínum. Kennararnir hafa gjörsamlega dritað í mig banvænum skítaeinkunnum. Ef þetta drepur ekki gjörsamlega í manni allan vilja til að halda áfram þá veit ég bara ekki hvað. Og umsagnirnar voru álíka upprífandi og ætti varla að hafa eftir kennurunum. Ég er bara hrædd um að þið verðið þunglynd að heyra þær.

Nú er ekki annað hægt en að vígbúast almennilega fyrir næstu önn og snúa vörn í sókn. You can´t take me down mother fu**ers!!! Síðan vil ég bara þakka öllum sem hafa hugsað svona vel um mig og til mín. Ég veit að ákveðnir einstaklingar höfðu áhyggjur af því hvort ég svæfi vel og borðaði nóg (ég er ekki að tala um þig mamma mín hehehehe) en ég virðist ætla að hafa þetta allt af. Maður lætur ekki svona kennaradrjóla knéstetja sig er það nokkuð????

Jæja áfram með smjörið! Ég þarf að skila ritgerð.

Adios

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home