Úff maður... skrýtið að vera komin í jólafrí!
Einkunnirnar eru að rúlla inn... sem er mjög gott meðan ég er að fá sæmilegar tölur.
Ég fer til Vestmannaeyja á morgun sem er líka mjög gott þar sem ég hef ekki heimsótt heimahagana síðan í byrjun ágúst (ég veit, hræðilegt).
Klukkan er hálfþrjú að nóttu þegar ég skrifa þessi orð. Ég get ekki sofið, veit ekki útafhverju en finnst ég eitthvað hálfpirruð og asnaleg eftir þessi próf. Mér líður aldrei vel fyrr en allar einkunnir eru komnar í hús og svo losna ég ekki við þá tilfinningu að ég eigi eftir að gera eitthvað. Þessi önn hefur náttúrulega verið algjör geðveiki og ég er núna fyrst að ná því að ég er í fríi NJÓTTU ÞESS!!!!!
Smá hugleiðing í lokin. Núna þar sem "Do they know it´s Christmas- Feed the world" með Band Aid hefur verið endurútgefið væri þá ekki kjörið að gefa út á ný "Búum til betri heim"??? JÁ ég sé þetta fyrir mér! Nylon, Erpur, Kalli Bjarna, Leoncie, Krummi í Mínus, Svala Björgvins, Barði í Bang Gang og Herbert Guðmundsson mundu sameinast í ódauðlegri útgáfa þessa klassíska lags. Aaaah ég heyri þetta strax óma í eyrum mínum.
Jóla-jóla;)
Einkunnirnar eru að rúlla inn... sem er mjög gott meðan ég er að fá sæmilegar tölur.
Ég fer til Vestmannaeyja á morgun sem er líka mjög gott þar sem ég hef ekki heimsótt heimahagana síðan í byrjun ágúst (ég veit, hræðilegt).
Klukkan er hálfþrjú að nóttu þegar ég skrifa þessi orð. Ég get ekki sofið, veit ekki útafhverju en finnst ég eitthvað hálfpirruð og asnaleg eftir þessi próf. Mér líður aldrei vel fyrr en allar einkunnir eru komnar í hús og svo losna ég ekki við þá tilfinningu að ég eigi eftir að gera eitthvað. Þessi önn hefur náttúrulega verið algjör geðveiki og ég er núna fyrst að ná því að ég er í fríi NJÓTTU ÞESS!!!!!
Smá hugleiðing í lokin. Núna þar sem "Do they know it´s Christmas- Feed the world" með Band Aid hefur verið endurútgefið væri þá ekki kjörið að gefa út á ný "Búum til betri heim"??? JÁ ég sé þetta fyrir mér! Nylon, Erpur, Kalli Bjarna, Leoncie, Krummi í Mínus, Svala Björgvins, Barði í Bang Gang og Herbert Guðmundsson mundu sameinast í ódauðlegri útgáfa þessa klassíska lags. Aaaah ég heyri þetta strax óma í eyrum mínum.
Jóla-jóla;)