Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

þriðjudagur, desember 21, 2004

Úff maður... skrýtið að vera komin í jólafrí!

Einkunnirnar eru að rúlla inn... sem er mjög gott meðan ég er að fá sæmilegar tölur.
Ég fer til Vestmannaeyja á morgun sem er líka mjög gott þar sem ég hef ekki heimsótt heimahagana síðan í byrjun ágúst (ég veit, hræðilegt).

Klukkan er hálfþrjú að nóttu þegar ég skrifa þessi orð. Ég get ekki sofið, veit ekki útafhverju en finnst ég eitthvað hálfpirruð og asnaleg eftir þessi próf. Mér líður aldrei vel fyrr en allar einkunnir eru komnar í hús og svo losna ég ekki við þá tilfinningu að ég eigi eftir að gera eitthvað. Þessi önn hefur náttúrulega verið algjör geðveiki og ég er núna fyrst að ná því að ég er í fríi NJÓTTU ÞESS!!!!!

Smá hugleiðing í lokin. Núna þar sem "Do they know it´s Christmas- Feed the world" með Band Aid hefur verið endurútgefið væri þá ekki kjörið að gefa út á ný "Búum til betri heim"??? JÁ ég sé þetta fyrir mér! Nylon, Erpur, Kalli Bjarna, Leoncie, Krummi í Mínus, Svala Björgvins, Barði í Bang Gang og Herbert Guðmundsson mundu sameinast í ódauðlegri útgáfa þessa klassíska lags. Aaaah ég heyri þetta strax óma í eyrum mínum.

Jóla-jóla;)


fimmtudagur, desember 16, 2004

TAKK SMÁRI JÖKULL!!!!!

Ég er orðin svo léleg í að gera mig að fífli uppá eigin spýtur. Þá er gott að eiga góðan vin eins og hann Smára Jökul!

Núna áðan þá þótti Smára það svona líka ljómandi góð hugmynd að lyfta mér upp. Já... það er ekkert þrekvirki að lyfta mér því ég er bæði lítil og létt. En jæja kappinn bretti uppá ermarnar og lyfti mér.... eða hvað?

Við stóðum sumsé inní Menntasmiðju Kennó en Smári hafði nýlega borið mig á hestbaki þangað inn (maður er aldrei of gamall til að bregða á leik). Þegar Smári hafði látið mig niður þá ætlaði hann að taka undir mig mér að óvörum en honum tókst ekki betur en svo að hann fer að skellihlæja og missir mig! Við hrynjum bæði niður og svona til að kóróna allt þá dettum við beint á rassinn og utan í borð og stól. Fólkið sem sá þetta ætlaði bara ekki að jafna sig á þessum aðförum okkar og ég held ég geti ekki látið starfsmenn Menntasmiðjunnar sjá mig næstu mánuðina.
Og hér sit ég, með auman rass og risa kúlu á hnakkanum. Ég er Smára svo þakklát... ég veit bara ekki hvernig ég get þakkað honum!

Einhverjar hugmyndir??

Issss!!

Það eru 40 hræður hér í skólanum mínum enn að læra undir jólapróf. Ein af þessum 40 hræðum er ÉG! Allir aðrir eru komnir í jólafrí:(

*Snökt*... ó hve ég þrái morgundaginn.

mánudagur, desember 13, 2004

Usss!!!

Djöfull fýkur í mig hérna. Þeir atburðir sem hafa átt sér stað undanfarna daga kenna kannski fullorðunum mönnun að vera ekki að láta hnefana fjúka svona umhugsunarlaust. Það þarf náttúrulega einhverja svona ömurlega atburði til að sýna fram að þú getur ekki kýlt mann og annan í einhverju fyllerísrugli. En svona þarf að gerast til að vekja fólk til umhugsunar, því ver og miður fyrir fórnarlömbin, gerendur og aðstandendur. Hversu mikið ætli þessir menn óski þess að þeir gætu spólað til baka og gengið á brott í stað þess að láta reiði og ölvun taka alla stjórn af þeim.

Maður spyr sig:(

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ein kona!
Eitt próf!
Þeir vildu fella hana!
En hún vissi betur!
Hún hafði afrit af lokaprófinu! (Allt sagt með hásri, tilgerðarlegri bassaröddu)

Hehehehe, nei ég er aðeins að missa mig hérna heheheh. Og svona til að útrýma öllum misskilningi þá er ekki með neitt afrit af lokaprófi, bara aðeins að gantast.

En já ég er búin að vera hér í skotgröfunum í skólanum mínum. Kennararnir hafa gjörsamlega dritað í mig banvænum skítaeinkunnum. Ef þetta drepur ekki gjörsamlega í manni allan vilja til að halda áfram þá veit ég bara ekki hvað. Og umsagnirnar voru álíka upprífandi og ætti varla að hafa eftir kennurunum. Ég er bara hrædd um að þið verðið þunglynd að heyra þær.

Nú er ekki annað hægt en að vígbúast almennilega fyrir næstu önn og snúa vörn í sókn. You can´t take me down mother fu**ers!!! Síðan vil ég bara þakka öllum sem hafa hugsað svona vel um mig og til mín. Ég veit að ákveðnir einstaklingar höfðu áhyggjur af því hvort ég svæfi vel og borðaði nóg (ég er ekki að tala um þig mamma mín hehehehe) en ég virðist ætla að hafa þetta allt af. Maður lætur ekki svona kennaradrjóla knéstetja sig er það nokkuð????

Jæja áfram með smjörið! Ég þarf að skila ritgerð.

Adios

mánudagur, desember 06, 2004

Ég hef ákveðið að blogga!!

Já ég var að klára fyrsta prófið mitt og ætlaði að hella mér yfir í næsta próflestur en ég þar sem ég þarf aðeins að hlaða batteríin og drekka kaffibollann minn í ró og næði þá er alveg kjörið að skrifa smá hugrenningar.

Ég var í þessu að missa mig í nostalgíunni. Fór á netið og skoðaði gamlar teiknimyndir. Þið vitið... þessar sem voru vinsælar þegar við vorum krakkar. Ég komst t.d að því að ég gæti hugsanlega grætt einhverja þúsara á Pony hestunum mínum sem ég á útí bílskúr heima því þetta er svakaleg safnvara:) Svo skoðaði ég He-Man síðurnar og hafði mjög gaman að. Það er búið að sálgreina He-man greyið svo í tætlur að hann á sér ekki viðurreisnar von hehehehe. Ég skoðaði einnig kærleiksbjarnarsíður, transformer-síður, dungeons and dragons-síður, regnbogabirta slæddist þarna með o.m.fl. Úfff maður, ég var svo hrikalegur My Little Pony aðdáandi að ég hringdi einhverntíma alveg brjál uppí stöð tvö því þeir endursýndu gamlan þátt. Ein alveg ákveðin sko, 6 ára gömul og ég GRENJAÐI inná símsvarann hjá stöð 2: aaaafhveeeerju sýnið þið ekki nýýýýýjan pony!! vaaaaaaaaah. Æji maður var bara svo ógeðslega mikill fan:)

Ég er reyndar stödd í þvílíkri meinloku með eina teiknimynd. Munið þið eftir teiknimyndinni um krakkana sem bjuggu útí geimnum? Hún var örugglega frá sömu höfundum og My little pony... æji þetta voru strákar og stelpur og ég man að aðalstelpan var með bleikt hár og með eitthvað stjörnuhárband. Allir krakkarnir voru með skrýtna hárliti, bleika, bláa, græna, gula o.s.frv og í voða svölum geimfötum í stíl. Ég get bara ekki munað hvað þessar teiknimyndir hétu!! Hjálpið mér svo ég geti slegið botninn í þessa fortíðarþrá:)

Lifið heil

sunnudagur, desember 05, 2004

Gurrrrrr!!!!!!

Afhverju fór hálfur contact-listinn minn í bold letur??? Míns er pirruð! En jæja fyrst ég er að blogga á annað borð þá má kannski segja frá því að ég hef verið að bæta inn nýjum bloggurum og heimasíðum, skoðið endilega;) Við þessa uppfærslu mína klúðraðist eitthvað og allt fór í bold... jæja sjáum hvað setur.

bleeeesssss

föstudagur, desember 03, 2004

Halló balló!!

Jamm og já.. ég er í miðjum próflestri. Svakaleg spenna alveg hreint! Ég er því hér með skriðin ofaní prófholuna mína og því skuluð þið ekkert vera að búast við neinum stóraðgerðum hér á blogginu mínu. Kannski það fljóti eitt og eitt smotterí með af og til en annars ætla ég bara að læra. Ég á vonandi afturkvæmt!!

Eftir próftörnina sjáið þið mig kannski sitja á börum Reykjavíkur með Kristjáni Jóhannessyni óperusöngvara og við grátandi saman í steríó. Ég útafþví að mér gekk svo illa í prófunm og hann af því að ENGINN MEÐ VITI vill kaupa nýju plötuna hans.

Skál fyrir því Stjáni Jó!!!!!!!!!!!