Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Jibbý kóla!!!

Stelpupartýið heppnaðist líka svona ljómandi vel. Vonandi að ég geti endurtekið þetta innan tíðar aftur. Ég efast ekki um að það verði haldið annað partý innan tíðar og þá er spurningin bara... hver heldur það partý??

Annars er mest lítið af mér að frétta. Íbúðin mín er reyndar á hvolfi en það er bara seinni tíma vandamál og peningarnir líka (eða skorturinn á þeim þ.e.a.s). Ég er að reyna að tileinka mér "white trash stíl", ég sit á sumbli allan daginn úti á svölum, keðjureyki og borða matinn minn úr plast skálum með plasthnífapörum. Ef ég verð heppin þá verð ég búin að eignast þrjú bastarðarbörn innan þriggja ára. Þá get ég farið á féló, hrunið ærlega í það og látið börnin mín sprikla um göturnar í gatslitnum hlýrabolum og með tveggja kílóa þungar karrýbrúnar bleyjurnar lafandi niður bossann.

Ekki síðan segja mér að ég hafi engin markmið í lífinu!!

Erna kveður að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home