Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Það er nefnilega það....

Já nú er alltof stuttri helgi að ljúka hjá mér. Maður hefur bara ekki sest niður skal ég segja ykkur.
Á föstudaginn fór ég svo út á djammið með íslenskubekknum mínum (very much fun) og þar var þeim ófáum drykkjunum stútað. Daginn eftir vaknaði ég og ég get ekki annað en velt fyrir mér... hvað ég er að gera með karlmannsilmvatn í töskunni minni???? Á laugardaginn hélt ég galvösk til vinnu og í dag vann ég hópverkefni með bekkjarsystrum mínum. Eftir 3klst fer ég síðan aftur í vinnu og það er spurning að næla sér í eina kríu fyrir þau ósköp.

Annars reyni ég að nota þann tíma sem ég fæ til hvíldar en það eru nokkrir hlutir sem standa í vegi fyrir mér.
T.d: Verkamenn að vinna með hjólsög fyrir neðan svalirnar mínar. Það er ekki gaman, sérstaklega ekki á sunnudögum.
Blessað barn nágranna minna sem ég hef komist að er með "grenjustundatöflu".

7:30-8:00 ALLA VIRKA DAGA: Grenjað stanslaust þar til farið er í leikskólann. Þá tekur yfirleitt við smá rútína frammi á stigagangi þar sem foreldri og barn eru ekki sammála hvort barnið skuli labba niður sjálft eða það sé borið.
KVÖLDMATARLEYTI: Grenjað/vælt/öskrað annaðhvort yfir matnum, baðinu eða hvenær eigi að fara í rúmið. Þá hleypur barnið að útidyrahurðinni í íbúðinni sinni þannig það glymur vel yfir til allra nágranna.

Helgar: Grenjað amk einu sinni á dag og það ekki yfir neinu sérstöku. Ég persónulega held að barnið sé að gráta yfir Bush-ríkisstjórninni eða gróðurhúsaáhrifunum... eða þá það fattar bara að það hefur gleymt að grenja yfir daginn og harmar það mikið. Gæti það ekki passað?

Jæja svei mér þá ef það er ekki að góla núna... það fer að líða að því að ég byrji líka á því ( svo barnið standi nú ekki eitt í þessu )

Jæja bless í bili... ég er farin að kaupa mér eyrnatappa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home