Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

fimmtudagur, október 14, 2004

Oh man... þvílíkt klúður!!!

Kom heim frá London í gær... ansi niðurbrotin. Londonferðin mín var hálfgert fíaskó svona ykkur að segja. Á afmælisdaginn minn varð ég fyrir svona líka skemmtilegu ráni. Það átti sér stað um hábjartan dag inni á litlum veitingastað eða "diner" eins og það heitir á útlenskunni. Við sátum fjögur við eitt borð, næst afgreiðsluborðinu og ekkert okkar varð vart við neitt. Litla sjokkið sem ég fékk maður... vaaaaáááá, ég fór bara að skjálfa og svo byrjuðu tárin að þröngva sér í gegnum augun. Allir hættu að borða og vorkenndu mér alveg voðalega mikið, svo var starfsfólkið að hjálpa mér að leita og ... já... ekkert gerðist. Taskan mín var horfin með öllum peningunum mínum uppá 12þús krónur, öllum kortunum mínum, förðunarvörum og svo auðvitað elsku litla SonyEricson símanum mínum. Ég hefði bara ekki getað trúað því hvað þessir þjófar eru viðbjóðslega lúmskir AAAARRRRGGG! En maður varð bara að líta á björtu hliðarnar og gera sem best úr svona hlutum. T.d var rosalega heppilegt að ég var ekki með vegabréfið mitt í töskunni. Svo verður maður bara að vorkenna þessum greyjum sem neyðast til að leggjast svona lágt og stela annara manna eigum.
Eftir þetta var förinni var heitið rakleiðis á lögreglustöðina þar sem ég beið í tæpa þrjá tíma inná pínulítilli biðstofu með alveg snarbrjálaðri krakk-hóru (engar ýkjur hér á ferð gott fólk). Eftir þennan líka ljómandi skemmtilega afmælisdag ( og skiptum á símanúmerum og e-mailum við krakkhóruna ) hélt ég heim til stelpnanna í Austur London. Þar beið mín góður vinahópur sem lagði sig allan fram við að kæta mig. Það var eldað ofaní mig og svo fékk ég fínar afmælisgjafir áður en við héldum út á lífið. Þetta varð eins gott og það gat orðið að lokum... ég var reyndar auralaus yfir helgina en svona er það bara.

Já... skítur skeður víst!!!

Þangað til næst.... veriði bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home