Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

laugardagur, október 16, 2004

Já halló góðan daginn!!

Ég fór sko á djammið í gær takk fyrir takk! Ég held að miðbærinn hafi bara saknað mín svei mér þá. Fólk rak við rogastans þegar ég gekk hjá ,konurnar í pulsuvagninum veifuðu mér og Cheers lagið ómaði í höfði mínu "Where everybody knows your name...". Neinei nú er ég alveg að tapa mér, aðeins að spauga hérna;) hehehe.

En jæja já það var samt mjög gaman í gær. Ég og Alla vinkona vorum í góðu gamni og þegar líða tók á seinni part kvölds syndaselurinn hafði drukkið fylli sína af áfengi og skórnir farnir að skera óþarflega í tærnar ákvað ég að halda heim á leið. Hlölli var síðasta stoppistöðin áður en ég henti mér uppí leigubíl. Leigubílsstjórinn bannaði mér að borða í bílnum sínum þannig ég þurfti að sitja með sjóðandi heitan og ilmandi pizzabát alla leið uppí Árbæ. Og ekki eins og Mr Cabdriver hafi neitt verið að flýta sér... neneneneeeii hann lullaði þetta áfram með augun í baksýnisspeglinum til þess að vera nú viss um að litla stelpan myndi ekki stelast í matinn sinn.

En já.. nenni ekki að skrifa meira. Ég þakka bara henni Öllu minni fyrir gott og blessað kvöld;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home