Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, október 03, 2004

Hvað er að gerast í Danaveldi?

Ég var að keyra bílinn minn um daginn með útvarpið í gangi þegar ég heyrði ansi hreint heimskulega frétt. Hún var svohljóðand að dómsmálaráðherra Danmerkur hefði synjað lögum þess eðlis að kynmök manna við dýr væru með ÖLLU ÓLÖGLEG nema hægt væri að sýna fram á að dýrin hlytu af því skaða. Hvernig í fjandanum ætla þau að komast að því hvernig geit líður eftir að einhver bóndaræfill hefur hjakkast á henni?? Er kannski til Geita-stígamót? Er því eins hagað með kynmök manns með konu og kynmök manns með dýra að allt er gott og blessað svo lengi þetta sé með samþykki beggja aðila? Hvernig verður þetta eiginlega eftir 10-20 ár?
"Já ( sagt á innsoginu ) hann Ingó sonur minn er á í alveg einstaklega opnu og einlægu ástarsambandi við hryssuna sína... þau eru að reyna að ættleiða en mæta alveg gaaaasalegum fordómum yfirvalda, sumir eru svo þröngsýnir (seisei)".
Já og by the way.... vitið þið afhverju þessar umræður komu upp í Danmörku? Því það þurfti að aflífa nokkra hesta og veita fleirum mikla læknishjálp eftir að einhver maður hafði "skemmt" sér með þeim. Ég hélt barasta að ég yrði ekki eldri þegar ég heyrði þetta mér fannst fáránleikinn í þessu öllu svo mikill.

It´s a crazy crazy world we live in peoble.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home