Gekk um í miðbæ Reykjavíkur og beygði inní dimmt húsasund...
..sá við hinn endan á sundinu að þrír grunsamlegir strunsa í átt til mín. Ég byrja að hlaupa en þeir ná mér og reyna að rífa af mér töskuna og seilast í vasana mína. Ég kemst undan þeim og hleyp fyrir hornið og út á Skólvörðustíg. Þeir hafa náð af mér töskunni en ekki símanum. Ég heyri í þeim hlaupa á eftir mér.. þeir vilja símann minn. Það er engin sála á ferð mér til hjálpar. Ég veit þeir munu ná mér því ég hleyp ekki hratt. Einhvernveginn get ég ekki hugsað um neitt annað en að símanum mínum verður stolið í þriðja skiptið á einum mánuði. Lappirnar skjálfa og tárin byrja að leka úr augunum mínum, ætti ég að henda símanum mínum undir næsta bíl? ætti bara að láta þá fá símann minn? Hausinn á mér hringsnýst og ég er næstum ráðalaus, nema... hmmm... já ég fel símann inná mér!! Og ráðlegast væri náttúrulega að stinga honum inná nærbuxurnar mínar, sem ég og geri. Í því koma mennirnir hlaupandi að mér og ég hendi mér í götuna háskælandi og segist ekki vera með neitt meira á mér. Ég taldi mig hafa snúið á þá en þeir rífa mig uppúr götunni og ætla að leita á mér og ... og .... og.... þá vakna ég í rúminu mínu.
Ég held ég sé komin með sjúklega þjófnaðar-fóbíu. Gæti það nokkuð verið;)
Lifið heil....og ekki stela neinu frá mér!!
..sá við hinn endan á sundinu að þrír grunsamlegir strunsa í átt til mín. Ég byrja að hlaupa en þeir ná mér og reyna að rífa af mér töskuna og seilast í vasana mína. Ég kemst undan þeim og hleyp fyrir hornið og út á Skólvörðustíg. Þeir hafa náð af mér töskunni en ekki símanum. Ég heyri í þeim hlaupa á eftir mér.. þeir vilja símann minn. Það er engin sála á ferð mér til hjálpar. Ég veit þeir munu ná mér því ég hleyp ekki hratt. Einhvernveginn get ég ekki hugsað um neitt annað en að símanum mínum verður stolið í þriðja skiptið á einum mánuði. Lappirnar skjálfa og tárin byrja að leka úr augunum mínum, ætti ég að henda símanum mínum undir næsta bíl? ætti bara að láta þá fá símann minn? Hausinn á mér hringsnýst og ég er næstum ráðalaus, nema... hmmm... já ég fel símann inná mér!! Og ráðlegast væri náttúrulega að stinga honum inná nærbuxurnar mínar, sem ég og geri. Í því koma mennirnir hlaupandi að mér og ég hendi mér í götuna háskælandi og segist ekki vera með neitt meira á mér. Ég taldi mig hafa snúið á þá en þeir rífa mig uppúr götunni og ætla að leita á mér og ... og .... og.... þá vakna ég í rúminu mínu.
Ég held ég sé komin með sjúklega þjófnaðar-fóbíu. Gæti það nokkuð verið;)
Lifið heil....og ekki stela neinu frá mér!!