Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

sunnudagur, október 31, 2004

Gekk um í miðbæ Reykjavíkur og beygði inní dimmt húsasund...

..sá við hinn endan á sundinu að þrír grunsamlegir strunsa í átt til mín. Ég byrja að hlaupa en þeir ná mér og reyna að rífa af mér töskuna og seilast í vasana mína. Ég kemst undan þeim og hleyp fyrir hornið og út á Skólvörðustíg. Þeir hafa náð af mér töskunni en ekki símanum. Ég heyri í þeim hlaupa á eftir mér.. þeir vilja símann minn. Það er engin sála á ferð mér til hjálpar. Ég veit þeir munu ná mér því ég hleyp ekki hratt. Einhvernveginn get ég ekki hugsað um neitt annað en að símanum mínum verður stolið í þriðja skiptið á einum mánuði. Lappirnar skjálfa og tárin byrja að leka úr augunum mínum, ætti ég að henda símanum mínum undir næsta bíl? ætti bara að láta þá fá símann minn? Hausinn á mér hringsnýst og ég er næstum ráðalaus, nema... hmmm... já ég fel símann inná mér!! Og ráðlegast væri náttúrulega að stinga honum inná nærbuxurnar mínar, sem ég og geri. Í því koma mennirnir hlaupandi að mér og ég hendi mér í götuna háskælandi og segist ekki vera með neitt meira á mér. Ég taldi mig hafa snúið á þá en þeir rífa mig uppúr götunni og ætla að leita á mér og ... og .... og.... þá vakna ég í rúminu mínu.

Ég held ég sé komin með sjúklega þjófnaðar-fóbíu. Gæti það nokkuð verið;)

Lifið heil....og ekki stela neinu frá mér!!

fimmtudagur, október 21, 2004

Miðvikudagskvöld eru stelpukvöld!

Hvað get ég sagt? Skjáreinn er snillingur! Maður fer sko ekki frá skjánum á miðvikudagskvöldi. Americas next top model, L-word og Juding Amy ÆÆÆÐÐÐII!! Ég, Alla og Íris horfðum á dagskrána heima hjá Öllu og Inga og þetta var svo fyndið kvöld. Allt vakti upp umræðuefni hjá okkur og þá meina ég AAAALLLT: Sprite Zero auglýsingin, raunmæti sjónvarpsins, hver er sætur og hver ekki, hver er flottust í ANTM, giftist Amy lögfræðingnum, er rétt að láta 16 ára stelpur borða banana úr klofinu á 19 ára strákum o.s.frv o.s.frv. Oooh þessar stelpur eru svo miklir snillingar, það er gaman að ræða ALLT við þær (vantaði reyndar Nönnu í þennan góða spjallhóp). Ekkert fór framhjá vökulum augum okkar og aðalumræðan snerist að lokum um framhjáhald og ég ætla bara að leyfa ykkur að fá smá nasaþef af þeirri umræðum.

Hvort haldið þið að sé verra..
a) að koma að maka þínum í bólinu með einstakling með mikla útlitslega yfirburði frá þér?
b) eða að koma að maka þínum í bólinu með einvherjum af sama kyninu?

Aðstæðurnar hjá mér gætu sumsé verið þessar.... ég kæmi annaðhvort heim að kærastanum mínum að hömpast á hávaxinni, brjóstastórri og lögulegri fegurðardrottningu eða þá ég kæmi heim og sæji kærastann minn með karlmann í bólinu.

Hvort telduð þið verra??... ég skal segja ykkur mitt álit seinna meir.

Leggjið hausana í bleyti.

þriðjudagur, október 19, 2004

Hvar er Óli Lokbrá?

Er eðlilegt að vera andvaka um miðja nótt þó svo að maður hafi fengið lítinn sem engan nætursvefn í heila viku? Ef þið eigið einhver góð ráð fyrir þennan litla "Andvakling" *nýyrði í boði ernueinu* þá hvet ég ykkur eindregið til að commenta eða "athugasemdast" hér fyrir neðan. EKKI segja mér að telja kindur... þær fara alltaf að gera einhverja skrýtna hluti eins og að hrasa um girðinguna sem þær stökkva yfir eða umbreytast í eitthvað annað (t.d. kótilettur eða persónur úr He-Man).

Sæl að sinni (geeeiiisssp)

laugardagur, október 16, 2004

Já halló góðan daginn!!

Ég fór sko á djammið í gær takk fyrir takk! Ég held að miðbærinn hafi bara saknað mín svei mér þá. Fólk rak við rogastans þegar ég gekk hjá ,konurnar í pulsuvagninum veifuðu mér og Cheers lagið ómaði í höfði mínu "Where everybody knows your name...". Neinei nú er ég alveg að tapa mér, aðeins að spauga hérna;) hehehe.

En jæja já það var samt mjög gaman í gær. Ég og Alla vinkona vorum í góðu gamni og þegar líða tók á seinni part kvölds syndaselurinn hafði drukkið fylli sína af áfengi og skórnir farnir að skera óþarflega í tærnar ákvað ég að halda heim á leið. Hlölli var síðasta stoppistöðin áður en ég henti mér uppí leigubíl. Leigubílsstjórinn bannaði mér að borða í bílnum sínum þannig ég þurfti að sitja með sjóðandi heitan og ilmandi pizzabát alla leið uppí Árbæ. Og ekki eins og Mr Cabdriver hafi neitt verið að flýta sér... neneneneeeii hann lullaði þetta áfram með augun í baksýnisspeglinum til þess að vera nú viss um að litla stelpan myndi ekki stelast í matinn sinn.

En já.. nenni ekki að skrifa meira. Ég þakka bara henni Öllu minni fyrir gott og blessað kvöld;)

föstudagur, október 15, 2004

Já.....

Hvað get ég sagt?
Nógu slæmt að öllu var stolið frá mér.
Nógu slæmt að vera blönk og vitlaus með lélega öxl.
Nógu slæmt að missa næstum af fluginu frá Íslandi og til baka.
Nógu slæmt að vera með bullandi ofnæmi fyrir nýja maskaranum mínum og steypast öll útí útbrotum....
..en að hafa eytt heilum degi í að gera þetta líka fína flotta verkefni til þess eins að það eyðist rúmlega helmingur þess útaf tölvunni minni, það er nóg til að láta litla rauðhærða stelpu eins og mig algerlega brrrrrrrjjjjjjááááááááálaaaaaaaaaaaaaasst!!!!!!

Ég: Guð hvað vildur þú eiginlega að ég lærði á því að verða 23.ára gömul??
Guð: Nú hvernig tapa á glórunni á tæpri viku Erna litla. Farðu nú í spennitreyjuna þína og þegiðu.

Lifið heil.... ég veit ég geri það ekki.

fimmtudagur, október 14, 2004

Oh man... þvílíkt klúður!!!

Kom heim frá London í gær... ansi niðurbrotin. Londonferðin mín var hálfgert fíaskó svona ykkur að segja. Á afmælisdaginn minn varð ég fyrir svona líka skemmtilegu ráni. Það átti sér stað um hábjartan dag inni á litlum veitingastað eða "diner" eins og það heitir á útlenskunni. Við sátum fjögur við eitt borð, næst afgreiðsluborðinu og ekkert okkar varð vart við neitt. Litla sjokkið sem ég fékk maður... vaaaaáááá, ég fór bara að skjálfa og svo byrjuðu tárin að þröngva sér í gegnum augun. Allir hættu að borða og vorkenndu mér alveg voðalega mikið, svo var starfsfólkið að hjálpa mér að leita og ... já... ekkert gerðist. Taskan mín var horfin með öllum peningunum mínum uppá 12þús krónur, öllum kortunum mínum, förðunarvörum og svo auðvitað elsku litla SonyEricson símanum mínum. Ég hefði bara ekki getað trúað því hvað þessir þjófar eru viðbjóðslega lúmskir AAAARRRRGGG! En maður varð bara að líta á björtu hliðarnar og gera sem best úr svona hlutum. T.d var rosalega heppilegt að ég var ekki með vegabréfið mitt í töskunni. Svo verður maður bara að vorkenna þessum greyjum sem neyðast til að leggjast svona lágt og stela annara manna eigum.
Eftir þetta var förinni var heitið rakleiðis á lögreglustöðina þar sem ég beið í tæpa þrjá tíma inná pínulítilli biðstofu með alveg snarbrjálaðri krakk-hóru (engar ýkjur hér á ferð gott fólk). Eftir þennan líka ljómandi skemmtilega afmælisdag ( og skiptum á símanúmerum og e-mailum við krakkhóruna ) hélt ég heim til stelpnanna í Austur London. Þar beið mín góður vinahópur sem lagði sig allan fram við að kæta mig. Það var eldað ofaní mig og svo fékk ég fínar afmælisgjafir áður en við héldum út á lífið. Þetta varð eins gott og það gat orðið að lokum... ég var reyndar auralaus yfir helgina en svona er það bara.

Já... skítur skeður víst!!!

Þangað til næst.... veriði bless.

miðvikudagur, október 06, 2004

Og hana nú!!

Þá er ég farin og búin að vera. London kallar og ég er að klára að pakka niður. Verið góð börnin mín og ekki gleyma að taka lýsið ykkar. Það þýðir ekkert að henda sér í gólfið og orga þó þið fáið ekki að koma með mér út;)

Bless í bili.

þriðjudagur, október 05, 2004

Hæ hó.

Hmmm nú eru aðeins tveir dagar í Londonferðina mína miklu. Ég er ekki frá því að þetta verði eins sú besta afmælisgjöf sem ég hef gefið mér. Ég hvet ykkur hin til að gefa mér líka svona skemmtilega afmælisgjöf, ég hefði t.d ekkert á móti því að eignast hjólabát, tja eða tveggja manna reiðhjól.

Langaði bara að deila þessu með ykkur;)

sunnudagur, október 03, 2004

Hvað er að gerast í Danaveldi?

Ég var að keyra bílinn minn um daginn með útvarpið í gangi þegar ég heyrði ansi hreint heimskulega frétt. Hún var svohljóðand að dómsmálaráðherra Danmerkur hefði synjað lögum þess eðlis að kynmök manna við dýr væru með ÖLLU ÓLÖGLEG nema hægt væri að sýna fram á að dýrin hlytu af því skaða. Hvernig í fjandanum ætla þau að komast að því hvernig geit líður eftir að einhver bóndaræfill hefur hjakkast á henni?? Er kannski til Geita-stígamót? Er því eins hagað með kynmök manns með konu og kynmök manns með dýra að allt er gott og blessað svo lengi þetta sé með samþykki beggja aðila? Hvernig verður þetta eiginlega eftir 10-20 ár?
"Já ( sagt á innsoginu ) hann Ingó sonur minn er á í alveg einstaklega opnu og einlægu ástarsambandi við hryssuna sína... þau eru að reyna að ættleiða en mæta alveg gaaaasalegum fordómum yfirvalda, sumir eru svo þröngsýnir (seisei)".
Já og by the way.... vitið þið afhverju þessar umræður komu upp í Danmörku? Því það þurfti að aflífa nokkra hesta og veita fleirum mikla læknishjálp eftir að einhver maður hafði "skemmt" sér með þeim. Ég hélt barasta að ég yrði ekki eldri þegar ég heyrði þetta mér fannst fáránleikinn í þessu öllu svo mikill.

It´s a crazy crazy world we live in peoble.