Erna Eina í heiminum....

Svona líka ljómandi gaman.

mánudagur, september 13, 2004

Vinir...

Ég sat á kaffihúsi í kvöld með Írisi vinkonu og við ræddum um margt og mikið. Flestar okkar umræður voru samt litaðar af vináttunni og það sem henni fylgir. Við ræddum um vini sem við áttum, vini sem við eigum, vini sem við vorum að eignast og vini sem koma og fara.
Við notum öll ólíkar aðferðir til að rækta vináttu. Sumir leggja einstaka natni í að leggja alla merkisdaga á minnið. Aðrir hafa lært að þekkja hegðun þína út og inn þannig þeir/þær vita nákvæmlega hvort eitthvað ami að eða ekki. Svo koma aðrir sem vita alltaf nákvæmlega hvað á að segja og hvenær svo þér líði sem best. Maður á vini sem maður leitar til í mismunandi skapi. Vini sem hressa mann við. Vini sem sálgreina mann. Vini sem veita hlýju. Vini sem hlusta. Vini sem koma vitinu fyrir mann. Og svona mætti lengi halda áfram.
Eftir því sem maður eldist verður sú staðreynd alltaf augljósari og óþægilegri að maður gefur sér ekki nógu mikinn tíma í að láta vini finna fyrir því að maður hugsar til þeirra og þykir alveg óheyrilega vænt um þá. Ég er ekki að dekka það hérna fyrir vinum mínum að ég hafi verið löt að rækta garðinn okkar og afsaka það þannig. Mig langaði bara svo að deila þessari hugsun minni með ykkur öllum. Það góða með svona umræður er að þær vekja mann til umhugsunar og já.... halda manni á tánum. Það er nefnilega ekki svo erfitt að glata vin ef maður gætir sín ekki. Og svona fyrst ég er á þessum nótunum ( kannski er ég svona meyr því ég kvíði aðgerðinni á morgunn ) þá langar mig að deila þessari fallegu ósk með ykkur. Þetta er hluti af maili sem ég fékk sent til mín og þið megið öll taka þetta til ykkar sem þetta lesið.

I wish you enough sun to keep your attitude  bright.
I wish you enough rain to appreciate the sun  more.
I  wish you enough happiness to keep your spirit alive.
I wish you enough pain  so that the smallest joys in life appear  much bigger.
I wish you enough gain to satisfy your  wanting.
I wish you enough loss to appreciate all that you  possess.
I wish you enough hellos to get you through the  final
good-bye."


Lifið heil...Erna Björk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home